Áfram Ísland María Bjarnadóttir skrifar 5. janúar 2018 07:00 Svona rétt á milli stórmóta í fótbolta er ágætt fyrir okkur að það taki gildi framsækin lög á borð við jafnlaunastaðalinn. Það heldur landinu í fréttum erlendis án þess að til þurfi að koma náttúruhamfarir eða fjármálahrun. Við getum nú öll verið sammála um að það sé jákvætt. Jafnlaunastaðallinn felur í sér að konur eigi að fá greidd sömu laun og karlar fyrir sambærileg störf. Í sjálfu sér er ævintýralegt að þetta sé svo umdeilt að til þurfi að koma lagasetning svo að launajafnrétti náist hérna í jafnréttisparadísinni. Úrtölufólki sem hefur áhyggjur af því að með lagasetningunni sé verið að drepa hið frjálsa framtak má benda á að hinn frjálsi markaður hefur haft mörg hundruð ár til þess að koma jafnlaunakerfi á laggirnar, en enn ekki tekist. Það er því vel réttlætanlegt að reyna hið margfræga „eitthvað annað“. Í þessu samhengi er það lagasetning. Í vikunni tilkynnti KSÍ um að karla- og kvennalandsliðin í knattspyrnu fái sömu laun fyrir að keppa fyrir okkur í fótbolta. Það er fullt tilefni til þess að hrósa KSÍ fyrir þetta, sem fylgir þar í fótspor Norðmanna. Þetta er ekki síður til marks um framfarir í starfsemi sambandsins. Það er ekki nema rétt rúmur áratugur síðan frambjóðandi til embættis formanns KSÍ viðraði svipaðar hugmyndir sem þóttu þá svo öfgakenndar að varla var hægt að taka þær alvarlega. Breytingar sem voru taldar öfgafullar á sínum tíma eru grundvöllurinn að þeim árangri sem hefur náðst við að bæta stöðu kvenna á vinnumarkaði á Íslandi. Við ættum öll að húh-a aðeins innra með okkur fyrir því. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu María Bjarnadóttir Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun
Svona rétt á milli stórmóta í fótbolta er ágætt fyrir okkur að það taki gildi framsækin lög á borð við jafnlaunastaðalinn. Það heldur landinu í fréttum erlendis án þess að til þurfi að koma náttúruhamfarir eða fjármálahrun. Við getum nú öll verið sammála um að það sé jákvætt. Jafnlaunastaðallinn felur í sér að konur eigi að fá greidd sömu laun og karlar fyrir sambærileg störf. Í sjálfu sér er ævintýralegt að þetta sé svo umdeilt að til þurfi að koma lagasetning svo að launajafnrétti náist hérna í jafnréttisparadísinni. Úrtölufólki sem hefur áhyggjur af því að með lagasetningunni sé verið að drepa hið frjálsa framtak má benda á að hinn frjálsi markaður hefur haft mörg hundruð ár til þess að koma jafnlaunakerfi á laggirnar, en enn ekki tekist. Það er því vel réttlætanlegt að reyna hið margfræga „eitthvað annað“. Í þessu samhengi er það lagasetning. Í vikunni tilkynnti KSÍ um að karla- og kvennalandsliðin í knattspyrnu fái sömu laun fyrir að keppa fyrir okkur í fótbolta. Það er fullt tilefni til þess að hrósa KSÍ fyrir þetta, sem fylgir þar í fótspor Norðmanna. Þetta er ekki síður til marks um framfarir í starfsemi sambandsins. Það er ekki nema rétt rúmur áratugur síðan frambjóðandi til embættis formanns KSÍ viðraði svipaðar hugmyndir sem þóttu þá svo öfgakenndar að varla var hægt að taka þær alvarlega. Breytingar sem voru taldar öfgafullar á sínum tíma eru grundvöllurinn að þeim árangri sem hefur náðst við að bæta stöðu kvenna á vinnumarkaði á Íslandi. Við ættum öll að húh-a aðeins innra með okkur fyrir því. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.