„Það á aldrei neinn að þjást í þögninni“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 5. janúar 2018 13:50 Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra. vísir/ernir „Á undanförnum vikum og misserum hefur fjöldi kvenna greint frá kynferðislegri áreitni og kynferðisofbeldi sem þær hafa orðið fyrir bæði í leik og starfi. Þessar reynslusögur skipta hundruðum og hafa ekki látið neinn ósnortinn,“ sagði Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra í ávarpi sínu í upphafi ráðstefnunnar Þögnin, skömmin og kerfið í dag. „Umræðan í kjölfarið hefur opnað augu okkar fyrir því að um er að ræða vanda í okkar samfélagi sem er af ýmsum toga og í mörgum tilvikum djúpstæður. Það á auðvitað enginn að þurfa að lifa við ofbeldi, í ótta við ofbeldi eða í skugga ofbeldis. Um það erum við öll sammála.“Vilja rjúfa þögnina í kringum nauðganir „Ráðstefnan er um nauðgun og er haldin á vegum lagadeildar og sálfræðisviðs Háskólans í Reykjavík í samstarfi við Rannsóknamiðstöð gegn ofbeldi við HA, lögreglustjórann í Vestmannaeyjum, lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu og Aflið - Samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi. Nafnið á þessari ráðstefnu, Þögnin, skömmin og kerfið, vísar í raun og veru til þess að við viljum rjúfa þögnina sem umlykur þessi brot enn frekar létta skömminni af þolendunum og betrumbæta kerfið eins og kostur er,“ sagði Svala Ísfeld Ólafsdóttir dósent við lagadeild HR við setningu ráðstefnunnar.Sjá einnig: Bein útsending: Þögnin, skömmin og kerfið Hún sagði að tilgangur ráðstefnunnar sé meðal annars að halda umræðu um kynferðisbrot lifandi og koma á framfæri upplýsingum og þekkingu. „Það er von okkar að með þessu getum við lagt lóð á vogarskálarnar til að mæta meðal annars þolendum brotanna af skilningi, nærgætni og fordómaleysi. Þannig getum við vonandi auðveldað þeim að stíga fram og stuðla að því að mál þessi fái framgang í réttarvörslukerfinu en ekki síður til að þolendur stígi fram og leiti sér hjálpar til að draga úr alvarlegum afleiðingum brotanna,“ sagði Svala. Leiti réttar síns sem fyrst Sigríður sagði að það væri heiður að fá að tala á þessum viðburði og telur umræðuna upplýsandi og að hún geti líka þjónað margvíslegum öðrum góðum tilgangi. „Hún hlýtur að vera græðandi fyrir þá sem segja sína sögu, opnað augu krónískra geranda, ef svo má að orði komast. Hún er líka ákveðið hreyfiafl innan réttarvörslukerfisins hér á landi. Ég bind til að mynda miklar vonir við það að opin umræða sem þessi leiði til þess að þeir sem telja að á sér sé brotið með alvarlegum hætti veigri sér ekki við að stíga fram og leita réttar síns sem fyrst.“ Sagði hún að tíminn væri nefnilega versti óvinur réttvísinnar í kynferðisbrotum. „Brotaþolar verða líka að geta leitað til lögreglu eða annarra í þeirri vissu að á þá verði hlustað á þá og allt kapp lagt á að aðstoða þá bæði andlega og við meðferð málsins í réttarvörslukerfinu. Við höfum náð árangri í þessum málum undanfarin ár, kærum til lögreglunnar vegna kynferðisbrota hefur fjölgað verulega og ég vona að það sé ekki vegna fjölgunar brota, sem ég held að sé kannski ekki, heldur vegna þess að hærra hlutfall brota sé tilkynnt og það sé meðal annars vegna aukins trausts til lögreglu ásamt auðvitað sívaxandi sjálfstraust unga fólksins almennt.“Brýnt að stytta meðferðartímann Sigríður sagðist meðvituð um að sumum finnist réttarvörslukerfið virka hægt og illa í sumum tilvikum. „Jafnvel við sem að þekkjum kerfið af störfum okkar, höfum stundum þessa tilfinningu, en alveg örugglega margir sem þekkja það ekki eins vel.“ Hún sagði að síðustu tvo áratugi hafi orðið miklar breytingar á meðferð ofbeldismála og réttarfari. Nefndi hún þar sem dæmi tilkomu réttargæslumanna og greiðslur úr ríkissjóði á bótum til þolenda. „Árið 2000 var nálgunarbann lögfest til verndar þeirra sem verða fyrir ítrekuðu áreiti.“ Er hún þó þeirrar skoðunar að það megi gera betur í réttarvörslukerfinu þegar kemur að þolendum ofbeldisbrota, einkum kynferðis- og heimilisofbeldis. Sagði hún nýja ríkisstjórn vera sammála því. „Í nýjum stjórnarsáttmála hefur verið tekinn af allur vafi um að meðferð kynferðisbrota í réttarvörslukerfinu, sem að ég kynnti fyrr í haust, verði hrundið í framkvæmd og fjármögnuð að fullu.“ Ætlar hún sjálf að fylgja þeirri vinnu sem framundan er, vel eftir. „Ég tel til dæmis afar brýnt að stytta meðferðartímann og setja kynferðisbrot í forgang í réttarvörslukerfinu.“Yljar um hjartarætur Þurfi einnig að skilgreina betur hlutverk réttargæslumanna brotaþola í sakamálum þannig að þjónusta þeirra við brotaþola sé samræmd, skýr og brotaþolanum til gagns. Hefur hún einnig sett að stað vinnu sem tengist ýmsum þáttum í átt að rafrænu réttarkerfi. „Ég tel til dæmis augljóst hagræði af því fyrir alla aðila í svona málum að brotaþoli geti fylgst með máli sínu rafrænt í réttarvörslukerfinu. Á það hefur verið bent að það myndi spara öllum tíma og takmarkað það hugarangur sem meðferð málsins óhjákvæmilega veldur brotaþola.“ Sigríður fagnar því að fyrirtæki, ráðuneyti og stofnanir séu að bregðast við umræðunni og setja af stað fræðslu, áætlanir og verklag tengt kynferðislegri áreitni og kynbundnu ofbeldi. „Að lokum vil ég nefna það að það getur ekki annað en yljað manni um hjartarætur að sjá þennan samhug fólks í verki með þeim sem orðið hafa fyrir kynferðisbrotum, bæði karla og kvenna. Það sýnir okkur að það á aldrei neinn að þjást í þögninni. Það á að vera raunverulegur kostur að segja frá ef að manni er vegið og sækja rétt sinn ef á manni er brotið og að ganga að sjálfsögðu beinn í baki inn í framtíðina.“ Lögreglumál MeToo Tengdar fréttir Bein útsending: Þögnin, skömmin og kerfið Í dag fer fram ráðstefna um nauðgun á vegum lagadeildar og sálfræðisviðs Háskólans í Reykjavík. 5. janúar 2018 12:30 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Fleiri fréttir Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Sjá meira
„Á undanförnum vikum og misserum hefur fjöldi kvenna greint frá kynferðislegri áreitni og kynferðisofbeldi sem þær hafa orðið fyrir bæði í leik og starfi. Þessar reynslusögur skipta hundruðum og hafa ekki látið neinn ósnortinn,“ sagði Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra í ávarpi sínu í upphafi ráðstefnunnar Þögnin, skömmin og kerfið í dag. „Umræðan í kjölfarið hefur opnað augu okkar fyrir því að um er að ræða vanda í okkar samfélagi sem er af ýmsum toga og í mörgum tilvikum djúpstæður. Það á auðvitað enginn að þurfa að lifa við ofbeldi, í ótta við ofbeldi eða í skugga ofbeldis. Um það erum við öll sammála.“Vilja rjúfa þögnina í kringum nauðganir „Ráðstefnan er um nauðgun og er haldin á vegum lagadeildar og sálfræðisviðs Háskólans í Reykjavík í samstarfi við Rannsóknamiðstöð gegn ofbeldi við HA, lögreglustjórann í Vestmannaeyjum, lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu og Aflið - Samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi. Nafnið á þessari ráðstefnu, Þögnin, skömmin og kerfið, vísar í raun og veru til þess að við viljum rjúfa þögnina sem umlykur þessi brot enn frekar létta skömminni af þolendunum og betrumbæta kerfið eins og kostur er,“ sagði Svala Ísfeld Ólafsdóttir dósent við lagadeild HR við setningu ráðstefnunnar.Sjá einnig: Bein útsending: Þögnin, skömmin og kerfið Hún sagði að tilgangur ráðstefnunnar sé meðal annars að halda umræðu um kynferðisbrot lifandi og koma á framfæri upplýsingum og þekkingu. „Það er von okkar að með þessu getum við lagt lóð á vogarskálarnar til að mæta meðal annars þolendum brotanna af skilningi, nærgætni og fordómaleysi. Þannig getum við vonandi auðveldað þeim að stíga fram og stuðla að því að mál þessi fái framgang í réttarvörslukerfinu en ekki síður til að þolendur stígi fram og leiti sér hjálpar til að draga úr alvarlegum afleiðingum brotanna,“ sagði Svala. Leiti réttar síns sem fyrst Sigríður sagði að það væri heiður að fá að tala á þessum viðburði og telur umræðuna upplýsandi og að hún geti líka þjónað margvíslegum öðrum góðum tilgangi. „Hún hlýtur að vera græðandi fyrir þá sem segja sína sögu, opnað augu krónískra geranda, ef svo má að orði komast. Hún er líka ákveðið hreyfiafl innan réttarvörslukerfisins hér á landi. Ég bind til að mynda miklar vonir við það að opin umræða sem þessi leiði til þess að þeir sem telja að á sér sé brotið með alvarlegum hætti veigri sér ekki við að stíga fram og leita réttar síns sem fyrst.“ Sagði hún að tíminn væri nefnilega versti óvinur réttvísinnar í kynferðisbrotum. „Brotaþolar verða líka að geta leitað til lögreglu eða annarra í þeirri vissu að á þá verði hlustað á þá og allt kapp lagt á að aðstoða þá bæði andlega og við meðferð málsins í réttarvörslukerfinu. Við höfum náð árangri í þessum málum undanfarin ár, kærum til lögreglunnar vegna kynferðisbrota hefur fjölgað verulega og ég vona að það sé ekki vegna fjölgunar brota, sem ég held að sé kannski ekki, heldur vegna þess að hærra hlutfall brota sé tilkynnt og það sé meðal annars vegna aukins trausts til lögreglu ásamt auðvitað sívaxandi sjálfstraust unga fólksins almennt.“Brýnt að stytta meðferðartímann Sigríður sagðist meðvituð um að sumum finnist réttarvörslukerfið virka hægt og illa í sumum tilvikum. „Jafnvel við sem að þekkjum kerfið af störfum okkar, höfum stundum þessa tilfinningu, en alveg örugglega margir sem þekkja það ekki eins vel.“ Hún sagði að síðustu tvo áratugi hafi orðið miklar breytingar á meðferð ofbeldismála og réttarfari. Nefndi hún þar sem dæmi tilkomu réttargæslumanna og greiðslur úr ríkissjóði á bótum til þolenda. „Árið 2000 var nálgunarbann lögfest til verndar þeirra sem verða fyrir ítrekuðu áreiti.“ Er hún þó þeirrar skoðunar að það megi gera betur í réttarvörslukerfinu þegar kemur að þolendum ofbeldisbrota, einkum kynferðis- og heimilisofbeldis. Sagði hún nýja ríkisstjórn vera sammála því. „Í nýjum stjórnarsáttmála hefur verið tekinn af allur vafi um að meðferð kynferðisbrota í réttarvörslukerfinu, sem að ég kynnti fyrr í haust, verði hrundið í framkvæmd og fjármögnuð að fullu.“ Ætlar hún sjálf að fylgja þeirri vinnu sem framundan er, vel eftir. „Ég tel til dæmis afar brýnt að stytta meðferðartímann og setja kynferðisbrot í forgang í réttarvörslukerfinu.“Yljar um hjartarætur Þurfi einnig að skilgreina betur hlutverk réttargæslumanna brotaþola í sakamálum þannig að þjónusta þeirra við brotaþola sé samræmd, skýr og brotaþolanum til gagns. Hefur hún einnig sett að stað vinnu sem tengist ýmsum þáttum í átt að rafrænu réttarkerfi. „Ég tel til dæmis augljóst hagræði af því fyrir alla aðila í svona málum að brotaþoli geti fylgst með máli sínu rafrænt í réttarvörslukerfinu. Á það hefur verið bent að það myndi spara öllum tíma og takmarkað það hugarangur sem meðferð málsins óhjákvæmilega veldur brotaþola.“ Sigríður fagnar því að fyrirtæki, ráðuneyti og stofnanir séu að bregðast við umræðunni og setja af stað fræðslu, áætlanir og verklag tengt kynferðislegri áreitni og kynbundnu ofbeldi. „Að lokum vil ég nefna það að það getur ekki annað en yljað manni um hjartarætur að sjá þennan samhug fólks í verki með þeim sem orðið hafa fyrir kynferðisbrotum, bæði karla og kvenna. Það sýnir okkur að það á aldrei neinn að þjást í þögninni. Það á að vera raunverulegur kostur að segja frá ef að manni er vegið og sækja rétt sinn ef á manni er brotið og að ganga að sjálfsögðu beinn í baki inn í framtíðina.“
Lögreglumál MeToo Tengdar fréttir Bein útsending: Þögnin, skömmin og kerfið Í dag fer fram ráðstefna um nauðgun á vegum lagadeildar og sálfræðisviðs Háskólans í Reykjavík. 5. janúar 2018 12:30 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Fleiri fréttir Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Sjá meira
Bein útsending: Þögnin, skömmin og kerfið Í dag fer fram ráðstefna um nauðgun á vegum lagadeildar og sálfræðisviðs Háskólans í Reykjavík. 5. janúar 2018 12:30