Forseti Bandaríkjanna trompast yfir bók um hann Heimir Már Pétursson skrifar 5. janúar 2018 19:27 Donald Trump forseti Bandaríkjanna segir nýútkoman bók um hann fulla af lygum. Þar er meðal annars haft eftir Steve Bannon fyrrverandi ráðgjafa forsetans að fundur starfsmanna forsetans með hópi Rússa hafi jaðrað við landráð. Blaðamaðurinn Michael Wolff hefur gefið út bókina Fire and Fury eða Eldur og bræði, um fyrsta ár Donalds Trump í embætti forseta Bandaríkjanna. Trump hefur brugðist ókvæða við bókinni og hefur reynt að stöðva útgáfu hennar án árangurs og eynir hvað getur að beina kastljósinu að að ný samþykktum skattalögum. „Takk fyrir að vera með okkur í dag. Hin sögulegu skattalög sem ég skrifaði undir fyrir tveimur viku, fyrir jólin, eru þegar farin að skila miklum efnahagsbata. Við munum gera Bandaríkin stórkostleg á ný og það er að gerast mun hraðar en nokkur taldi mögulegt,“ sagði Trump í dag. Sarah Sanders upplýsingafulltrúi Hvíta hússins segir bókina fulla af lygum. En í henni er því meðal annars haldið fram að Trump hafi spurt daginn eftir að hann var kjörinn hver John Boehner fyrrverandi forseti öldungadeildar Bandaríkjaþings væri. „Það er fáránlegt þar sem meirihluti ykkar hefur séð ljósmyndir, og reyndar hafa nokkur ykkar sagt á Twitter að ekki nóg með að forsetinn þekki hann heldur hafi hann spilað golf með honum og tíst um hann. Þetta er býsna einfalt grunnatriði,“ sagði Sanders á fundi með fréttmönnum í dag. Fréttaskýrendur telja að tilraunir Trumps til að ómerkja bókina sé í raun besta auglýsingin sem hún gæti fengið. Alvarlegustu ásakanirnar í bókinni varða fund Jared Kushner tengdasonar hans með hópi Rússa, sem haft er eftir Steve Bannon fyrrverandi ráðgjafa forsetans að hafi jaðrað við landráð. Trump væri óhæfur til að gegna forsetaembættinu. „Það er svívirðilegt og hlægilegt. Ef hann væri óhæfur þá sæti hann ekki þarna, hefði ekki sigrað hæfustu frambjóðendur sem Repúblikanar hafa nokkru sinni séð. Hann er ótrúlega sterkur og góður leiðtogi,“ sagði Sanders. Starfsmenn forsetans reyna líka að draga úr því hversu náið samband Bannon hafði við forsetann þegar hann var ráðgjafi hans og segja bókina vera mistök og lygi frá upphafi til enda. „Afstaða okkar er mjög skýr. Við teljum bókina fulla af fölskum gerviupplýsingum,“ sagði Sanders. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Háttatími Trump í Hvíta húsinu: Þrjú sjónvarpstæki, ostborgari og sími Þetta kemur fram í nýrri bók Michael Wolff, "Eldur og brennisteinn: Innan úr Hvíta húsi Trump“ [e. Fire and Fury: Inside the Trump White House]. 4. janúar 2018 23:45 Vísbendingar um að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar Aðstoðarmaður dómsmálaráðherra Donalds Trump er sagður hafa falast eftir skaðlegum upplýsingum um forstjóra FBI áður en hann var rekinn. 5. janúar 2018 11:15 Trump gefur lítið fyrir bókina Bandaríkjaforseta, er ekki skemmt vegna þeirrar athygli sem bók Michael Wolff hefur fengið síðastliðinn sólarhring. 5. janúar 2018 06:44 Tíu bombur úr nýrri bók um Trump Ný bók blaðamannsins Michael Wolff um það sem gengur á innan veggja Hvíta hússins inniheldur fjöldann allan af afjhúpunum um forseta Bandaríkjanna. 4. janúar 2018 06:52 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Donald Trump forseti Bandaríkjanna segir nýútkoman bók um hann fulla af lygum. Þar er meðal annars haft eftir Steve Bannon fyrrverandi ráðgjafa forsetans að fundur starfsmanna forsetans með hópi Rússa hafi jaðrað við landráð. Blaðamaðurinn Michael Wolff hefur gefið út bókina Fire and Fury eða Eldur og bræði, um fyrsta ár Donalds Trump í embætti forseta Bandaríkjanna. Trump hefur brugðist ókvæða við bókinni og hefur reynt að stöðva útgáfu hennar án árangurs og eynir hvað getur að beina kastljósinu að að ný samþykktum skattalögum. „Takk fyrir að vera með okkur í dag. Hin sögulegu skattalög sem ég skrifaði undir fyrir tveimur viku, fyrir jólin, eru þegar farin að skila miklum efnahagsbata. Við munum gera Bandaríkin stórkostleg á ný og það er að gerast mun hraðar en nokkur taldi mögulegt,“ sagði Trump í dag. Sarah Sanders upplýsingafulltrúi Hvíta hússins segir bókina fulla af lygum. En í henni er því meðal annars haldið fram að Trump hafi spurt daginn eftir að hann var kjörinn hver John Boehner fyrrverandi forseti öldungadeildar Bandaríkjaþings væri. „Það er fáránlegt þar sem meirihluti ykkar hefur séð ljósmyndir, og reyndar hafa nokkur ykkar sagt á Twitter að ekki nóg með að forsetinn þekki hann heldur hafi hann spilað golf með honum og tíst um hann. Þetta er býsna einfalt grunnatriði,“ sagði Sanders á fundi með fréttmönnum í dag. Fréttaskýrendur telja að tilraunir Trumps til að ómerkja bókina sé í raun besta auglýsingin sem hún gæti fengið. Alvarlegustu ásakanirnar í bókinni varða fund Jared Kushner tengdasonar hans með hópi Rússa, sem haft er eftir Steve Bannon fyrrverandi ráðgjafa forsetans að hafi jaðrað við landráð. Trump væri óhæfur til að gegna forsetaembættinu. „Það er svívirðilegt og hlægilegt. Ef hann væri óhæfur þá sæti hann ekki þarna, hefði ekki sigrað hæfustu frambjóðendur sem Repúblikanar hafa nokkru sinni séð. Hann er ótrúlega sterkur og góður leiðtogi,“ sagði Sanders. Starfsmenn forsetans reyna líka að draga úr því hversu náið samband Bannon hafði við forsetann þegar hann var ráðgjafi hans og segja bókina vera mistök og lygi frá upphafi til enda. „Afstaða okkar er mjög skýr. Við teljum bókina fulla af fölskum gerviupplýsingum,“ sagði Sanders.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Háttatími Trump í Hvíta húsinu: Þrjú sjónvarpstæki, ostborgari og sími Þetta kemur fram í nýrri bók Michael Wolff, "Eldur og brennisteinn: Innan úr Hvíta húsi Trump“ [e. Fire and Fury: Inside the Trump White House]. 4. janúar 2018 23:45 Vísbendingar um að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar Aðstoðarmaður dómsmálaráðherra Donalds Trump er sagður hafa falast eftir skaðlegum upplýsingum um forstjóra FBI áður en hann var rekinn. 5. janúar 2018 11:15 Trump gefur lítið fyrir bókina Bandaríkjaforseta, er ekki skemmt vegna þeirrar athygli sem bók Michael Wolff hefur fengið síðastliðinn sólarhring. 5. janúar 2018 06:44 Tíu bombur úr nýrri bók um Trump Ný bók blaðamannsins Michael Wolff um það sem gengur á innan veggja Hvíta hússins inniheldur fjöldann allan af afjhúpunum um forseta Bandaríkjanna. 4. janúar 2018 06:52 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Háttatími Trump í Hvíta húsinu: Þrjú sjónvarpstæki, ostborgari og sími Þetta kemur fram í nýrri bók Michael Wolff, "Eldur og brennisteinn: Innan úr Hvíta húsi Trump“ [e. Fire and Fury: Inside the Trump White House]. 4. janúar 2018 23:45
Vísbendingar um að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar Aðstoðarmaður dómsmálaráðherra Donalds Trump er sagður hafa falast eftir skaðlegum upplýsingum um forstjóra FBI áður en hann var rekinn. 5. janúar 2018 11:15
Trump gefur lítið fyrir bókina Bandaríkjaforseta, er ekki skemmt vegna þeirrar athygli sem bók Michael Wolff hefur fengið síðastliðinn sólarhring. 5. janúar 2018 06:44
Tíu bombur úr nýrri bók um Trump Ný bók blaðamannsins Michael Wolff um það sem gengur á innan veggja Hvíta hússins inniheldur fjöldann allan af afjhúpunum um forseta Bandaríkjanna. 4. janúar 2018 06:52