Körfubolti

Stjörnuleikur NBA: Gríska fríkið fengið flest atkvæði

Magnús Ellert Bjarnason skrifar
Gríska fríkið í leik með Milwaukee Bucks.
Gríska fríkið í leik með Milwaukee Bucks. Vísir // Getty Images
NBA deildin birti í vikunni fyrstu tölur atkvæðagreiðslu fyrir stjörnuleik NBA og var óvænt nafn á toppi listans, Giannis Antetokounmpo.

Gríska fríkið eins og hann er oft kallaður, hefur farið á kostum í liði Milwaukee Bucks á tímabilinu, og er hann með 28.9 stig að meðaltali í leik. Einungis James Harden hefur skorað meira.

Þrátt fyrir það bjuggust flestir við því að Lebron James myndi tróna á toppi listans. Lebron hefur fengið næst flest atkvæði, eða um 7 þúsund færri en Giannis.

Þar á eftir koma þeir Kyrie Irving, Kevin Durant og Steph Curry.

Hér fyrir neðan má sjá tölurnar en þeim er skipt upp eftir því hvort leikmenn spili í austur- eða vesturdeild.









 

NBA stjörnuleikurinn verður spilaður 18. febrúar í Staples Center, heimavelli Los Angeles liðanna Lakers og Clippers.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×