Segir hóp um traust á stjórnmálum skref í rétta átt Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 7. janúar 2018 12:01 Smári McCarthy er þingmaður Suðurkjördæmis og hefur setið á þingi fyrir Pírata frá árinu 2016. Vísir/Stefán Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur skipað starfshóp til að skila tillögum um úrlausnir til að auka tiltrú almennings á stjórnmálum og stjórnsýslu. Þingmaður Pírata fagnar skrefinu en telur stjórnmálamenn geta gert ýmislegt nú strax til að bæta traust almennings í garð stjórnmálastéttarinnar. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að ríkisstjórnin muni beita sér fyrir því að efla traust á stjórnmálum og stjórnsýslu. Einn þáttur í því sé að yfirfara reglur um hagsmunaskráningu bæði ráðherra og þingmanna með hliðsjón af ábendingum og alþjóðlegum viðmiðum. Annar þáttur er breytingar á lögum sem varða vernd uppljóstrara og umbætur í umhverfi stjórnsýslu og viðskipta. Jón Ólafsson, prófessor í heimspeki, hefur verið skipaður formaður hópsins og er honum ætlað að skila tillögum til forsætisráðherra í september á þessu ári.Fagnar skipun nefndarinnar Smári McCarthy, þingmaður Pírata, fagnar því að taka eigi skref til að auka tiltrú á stjórnmálunum. „Það er ótrúlega gott að það sé verið að gera eitthvað í því gífurlega vantrausti sem hefur verið gagnvart stjórnmálum í mjög langan tíma. Það hefur alveg vantað og mér finnst þessi nefnd vera ágætt skref í rétta átt. Það eru nokkur augljós skref sem væri hægt að taka sem þyrfti ekki að fá þennan hóp til að fjalla um. Það eru spurningar sem varða pólitíska ábyrgð sem hafa ekki fest sig í sessi í okkar stjórnmálamenningu,“ segir Smári.Nýjungar sem hafa bætt menninguna Hann segir nokkrar nýjungar í þingstörfunum strax hafa bætt stjórnmálamenninguna, til dæmis að stjórnarandstöðunni sé treyst fyrir fleiri nefndarformennskum nú en áður. „Og ef að flokkar yrðu eins meira til búnir til að ræða saman um öðruvísi nálganir og jafnvel að fólk fylgi sinni sannfæringu óháð flokkspólitík í fleiri málum þá myndi það gera margt til að bæta. Ég er til dæmis mjög ánægður með það að við skulum vera með einhverja skiptingu milli stjórnar og stjórnarandstöðu á nefndarformennsku núna. Ég held að það sé strax að bæta andrúmsloftið að einhverju leyti,“ segir Smári McCarthy, þingmaður Pírata. Alþingi Tengdar fréttir Starfshópur um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur skipað starfshóp um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu. 5. janúar 2018 14:08 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur skipað starfshóp til að skila tillögum um úrlausnir til að auka tiltrú almennings á stjórnmálum og stjórnsýslu. Þingmaður Pírata fagnar skrefinu en telur stjórnmálamenn geta gert ýmislegt nú strax til að bæta traust almennings í garð stjórnmálastéttarinnar. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að ríkisstjórnin muni beita sér fyrir því að efla traust á stjórnmálum og stjórnsýslu. Einn þáttur í því sé að yfirfara reglur um hagsmunaskráningu bæði ráðherra og þingmanna með hliðsjón af ábendingum og alþjóðlegum viðmiðum. Annar þáttur er breytingar á lögum sem varða vernd uppljóstrara og umbætur í umhverfi stjórnsýslu og viðskipta. Jón Ólafsson, prófessor í heimspeki, hefur verið skipaður formaður hópsins og er honum ætlað að skila tillögum til forsætisráðherra í september á þessu ári.Fagnar skipun nefndarinnar Smári McCarthy, þingmaður Pírata, fagnar því að taka eigi skref til að auka tiltrú á stjórnmálunum. „Það er ótrúlega gott að það sé verið að gera eitthvað í því gífurlega vantrausti sem hefur verið gagnvart stjórnmálum í mjög langan tíma. Það hefur alveg vantað og mér finnst þessi nefnd vera ágætt skref í rétta átt. Það eru nokkur augljós skref sem væri hægt að taka sem þyrfti ekki að fá þennan hóp til að fjalla um. Það eru spurningar sem varða pólitíska ábyrgð sem hafa ekki fest sig í sessi í okkar stjórnmálamenningu,“ segir Smári.Nýjungar sem hafa bætt menninguna Hann segir nokkrar nýjungar í þingstörfunum strax hafa bætt stjórnmálamenninguna, til dæmis að stjórnarandstöðunni sé treyst fyrir fleiri nefndarformennskum nú en áður. „Og ef að flokkar yrðu eins meira til búnir til að ræða saman um öðruvísi nálganir og jafnvel að fólk fylgi sinni sannfæringu óháð flokkspólitík í fleiri málum þá myndi það gera margt til að bæta. Ég er til dæmis mjög ánægður með það að við skulum vera með einhverja skiptingu milli stjórnar og stjórnarandstöðu á nefndarformennsku núna. Ég held að það sé strax að bæta andrúmsloftið að einhverju leyti,“ segir Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Alþingi Tengdar fréttir Starfshópur um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur skipað starfshóp um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu. 5. janúar 2018 14:08 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Sjá meira
Starfshópur um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur skipað starfshóp um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu. 5. janúar 2018 14:08