Lífið

Hljómsveitin Radiohead kærir Lönu Del Rey fyrir lagastuld

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Radiohead fer fram á allan ágóðann af laginu Get Free.
Radiohead fer fram á allan ágóðann af laginu Get Free. Getty
Hljómsveitin Radiohead hefur lagt fram kæru á hendur tónlistarkonunni Lana Del Rey fyrir lagastuld. Telur hljómsveitin að lag hennar „Get Free“ sé svo keimlíkt laginu þeirra „Creep“ að það sé augljóslega stolið.

Orðrómur skapaðist á samfélagmiðlum í dag um kæruna en Lana staðfesti þetta á Twitter síðu sinni í kvöld.

„Þetta er rétt með málsóknina. Þrátt fyrir að ég viti að lagið mitt hafi ekki verið samið undir áhrifum lagsins Creep telja Radiohead að svo sé og vilja hundrað prósent af ágóða lagsins,“ segir hún.

Þá segist hún hafa boðið þeim fjörutíu prósent af ágóðanum en hljómsveitin hafi ekki þegið boðið. „Lögfræðingarnir þeirra hafa verið miskunnarlausir svo við komum til með að útkljá málið fyrir rétti.

Radiohead viðurkenndi á sínum tíma að hafa samið lagið innblásnir af laginu „All I need is the air the I breathe“ með The Hollies frá áttunda áratugnum. Komust sveitirnar að samkomulagi um að skipta með sér ágóða vegna lagsins.

Hægt er að hlusta á lögin hér að neðan.

Dæmi hver fyrir sig hvort Lana hafi stolið einu frægasta lagi tíunda áratugarins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×