ASÍ: Ráðstöfunartekjur hátekjuhópa hækka sexfalt meira en lág- og millitekjufólks Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. janúar 2018 10:45 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur á sínum fyrsta ríkisráðsfundi en ýmsar skattbreytingar tóku gildi um liðin áramót í samræmi við fjárlög og önnur gildandi lög í landinu. Vísir/Ernir Alþýðusamband Íslands, ASÍ, segir að þær skattbreytingar sem tóku gildi um síðustu áramót hafi hækkað ráðstöfunartekjur hátekjufólks um 78 þúsund krónur en ráðstöfunartekjur lág-og millitekjufólks um 12 þúsund krónur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ASÍ en um áramót hækkaði persónuafsláttur til samræmis við hækkun á verðlagi undanfarið ár. Eins og lög gera ráð fyrir hækkuðu efri tekjumörk til samræmis við launavísitölu en ASÍ hefur ítrekað vakið athygli „á þessu ósamræmi í framkvæmd skattkerfisins, sem leiðir kerfisbundið til aukins tekjuójafnaðar. Þannig nam hækkun persónuafsláttur 1,9%, hann fór úr 52.907 kr. í 53.895 kr. Á sama tíma hækkuðu tekjumörk í efra skattþrepi um 7,1% og greiðist tekjuskattur í efra skattþrepi nú af tekjum yfir 893.713 krónur á mánuði í stað 834.707 kr. áður,“ segir í tilkynningu sambandsins. Þannig hafi þróun persónuafsláttar meiri áhrif á skattbyrði eftir því sem tekjur eru lægri. Hann myndi í raun skattleysismörk að óbreyttu skatthlutfalli og má því líta á hann sem fyrsta þrep skattkerfisins að sögn ASÍ. „Tekjumörk í efra skattþrepi hafa hins vegar einungis áhrif á skattbyrði tekjuhærri hópa. Þannig má segja að tekjumörkin í fyrsta þrepi (skattleysismörkin) hafi um áramót hækkað úr 143.224 krónum á mánuði í kr. 145.899 eða um 1,9% á sama tíma og tekjumörkin í efra þrepi hækkuðu úr 834.707 kr. í 893.713 kr. eða um 7,1%. Ráðstöfunartekjur hátekjufólks aukast um 78.000 kr. en lág- og millitekjufólks um tæp 12.000. Þetta misræmi veldur því að ráðstöfunartekjur hátekjufólks aukast mun meira en þeirra tekjulægri. Þannig lækkaði sem dæmi staðgreiddur tekjuskattur og útsvar hjá einstaklingi með 350.000 krónur í mánaðarlaun um áramótin úr 71.211 krónum á mánuði í kr. 70.223 krónur og ráðstöfunartekjur þessa einstaklings jukust þannig um 988 krónur á mánuði eða 11.800 krónur á ári sem samsvarar 0,3% aukningu ráðstöfunartekna. Ef litið er á hag þeirra sem eru með tekjur yfir efri tekjumörkunum skattkerfisins, þ.e. yfir 893.713 kr.,lækkar staðgreiddur tekjuskattur og útsvar hins vegar mun meira hjá þeim eða um 6.476 krónur á mánuði. Ráðstöfunartekjur þeirra hækka því um ríflega 77.700 krónur á ári, sem samsvarar t.a.m. 0,9% aukningu ráðstöfunartekna hjá einstaklingi sem hefur 1.000.000 kr. mánaðarlaun.“ Alþingi Tengdar fréttir Gert ráð fyrir 35 milljarða afgangi af rekstri ríkissjóðs Bjarni Benediktsson kynnti fjárlagafrumvarp nýrrar ríkisstjórnar í morgun. 14. desember 2017 09:37 Helstu skattbreytingar 2018: Persónuafsláttur og barnabætur hækka Auk þess munu útvarpsgjöld og krónutölugjöld hækka. Fjármagnstekjuskattur hækkar um 2 prósent en frítekjumark hækkar meðfram því. 29. desember 2017 16:19 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Alþýðusamband Íslands, ASÍ, segir að þær skattbreytingar sem tóku gildi um síðustu áramót hafi hækkað ráðstöfunartekjur hátekjufólks um 78 þúsund krónur en ráðstöfunartekjur lág-og millitekjufólks um 12 þúsund krónur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ASÍ en um áramót hækkaði persónuafsláttur til samræmis við hækkun á verðlagi undanfarið ár. Eins og lög gera ráð fyrir hækkuðu efri tekjumörk til samræmis við launavísitölu en ASÍ hefur ítrekað vakið athygli „á þessu ósamræmi í framkvæmd skattkerfisins, sem leiðir kerfisbundið til aukins tekjuójafnaðar. Þannig nam hækkun persónuafsláttur 1,9%, hann fór úr 52.907 kr. í 53.895 kr. Á sama tíma hækkuðu tekjumörk í efra skattþrepi um 7,1% og greiðist tekjuskattur í efra skattþrepi nú af tekjum yfir 893.713 krónur á mánuði í stað 834.707 kr. áður,“ segir í tilkynningu sambandsins. Þannig hafi þróun persónuafsláttar meiri áhrif á skattbyrði eftir því sem tekjur eru lægri. Hann myndi í raun skattleysismörk að óbreyttu skatthlutfalli og má því líta á hann sem fyrsta þrep skattkerfisins að sögn ASÍ. „Tekjumörk í efra skattþrepi hafa hins vegar einungis áhrif á skattbyrði tekjuhærri hópa. Þannig má segja að tekjumörkin í fyrsta þrepi (skattleysismörkin) hafi um áramót hækkað úr 143.224 krónum á mánuði í kr. 145.899 eða um 1,9% á sama tíma og tekjumörkin í efra þrepi hækkuðu úr 834.707 kr. í 893.713 kr. eða um 7,1%. Ráðstöfunartekjur hátekjufólks aukast um 78.000 kr. en lág- og millitekjufólks um tæp 12.000. Þetta misræmi veldur því að ráðstöfunartekjur hátekjufólks aukast mun meira en þeirra tekjulægri. Þannig lækkaði sem dæmi staðgreiddur tekjuskattur og útsvar hjá einstaklingi með 350.000 krónur í mánaðarlaun um áramótin úr 71.211 krónum á mánuði í kr. 70.223 krónur og ráðstöfunartekjur þessa einstaklings jukust þannig um 988 krónur á mánuði eða 11.800 krónur á ári sem samsvarar 0,3% aukningu ráðstöfunartekna. Ef litið er á hag þeirra sem eru með tekjur yfir efri tekjumörkunum skattkerfisins, þ.e. yfir 893.713 kr.,lækkar staðgreiddur tekjuskattur og útsvar hins vegar mun meira hjá þeim eða um 6.476 krónur á mánuði. Ráðstöfunartekjur þeirra hækka því um ríflega 77.700 krónur á ári, sem samsvarar t.a.m. 0,9% aukningu ráðstöfunartekna hjá einstaklingi sem hefur 1.000.000 kr. mánaðarlaun.“
Alþingi Tengdar fréttir Gert ráð fyrir 35 milljarða afgangi af rekstri ríkissjóðs Bjarni Benediktsson kynnti fjárlagafrumvarp nýrrar ríkisstjórnar í morgun. 14. desember 2017 09:37 Helstu skattbreytingar 2018: Persónuafsláttur og barnabætur hækka Auk þess munu útvarpsgjöld og krónutölugjöld hækka. Fjármagnstekjuskattur hækkar um 2 prósent en frítekjumark hækkar meðfram því. 29. desember 2017 16:19 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Gert ráð fyrir 35 milljarða afgangi af rekstri ríkissjóðs Bjarni Benediktsson kynnti fjárlagafrumvarp nýrrar ríkisstjórnar í morgun. 14. desember 2017 09:37
Helstu skattbreytingar 2018: Persónuafsláttur og barnabætur hækka Auk þess munu útvarpsgjöld og krónutölugjöld hækka. Fjármagnstekjuskattur hækkar um 2 prósent en frítekjumark hækkar meðfram því. 29. desember 2017 16:19