Aktu taktu biðst afsökunar vegna „vegan“ samloku Birgir Olgeirsson og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 8. janúar 2018 15:00 Viðskiptavinur sem bað um vegan rétt á veitingastaðnum Aktu taktu í gær fékk samloku með káli, osti og sósu sem var ekki vegan. Erna Valdís Jónsdóttir Veitingastaðurinn Aktu taktu hefur beðist afsökunar á vegan samloku sem viðskiptavinur keypti á Aktu taktu í Garðabæ í gær. Mynd var birt af vegan samlokunni í Facebook-hópnum Vegan Ísland þar sem sjá mátti framreiðsluna og vakti málið hörð viðbrögð. Samlokan, sem var samkvæmt færslunni keypt á 1.599 krónur, innihélt kál, sósu sem ekki telst vegan og ost. Þeir sem eru vegan sneiða hjá öllum dýraafurðum og því telst ostur sem unnin er úr kúamjólk seint vegan. Nú er Veganúar átakið í fullum gangi og fjölmargir Íslendingar taka þátt í vegan lífsstíl auk þeirra sem eru alveg vegan allan ársins hring.Vegan borgarinn ekki fáanlegur Viðskiptavinur hafði pantað vegan hamborgara sem notið hefur mikilla vinsælda. Hann var ekki til og bauð starfsmaður upp á vegan samloku í staðinn, sem kom svo í ljós að var ekki einu sinni vegan. Margir meðlimir í Facebook-hópnum Vegan Ísland áttu ekki orð yfir samlokuna. Einn meðlimur sendi mynd af samlokunni á Aktu taktu ásamt kvörtun. Starfsmaður Aktu taktu sem svaraði þessari kvörtun sagði fyrirtækið hafa lagt mikið upp úr því að bjóða upp á vegan-rétti og væri meðal annars með vegan-borgara sem innihéldi sérvalið buff sem slegið hefur í gegn en er uppselt hjá byrgja. Þá hefur fyrirtækið einnig sérblandað vegan-hamborgarasósu frá grunni og vegan-vætt þriðjudagstilboðin. Þar kom fram að þetta þætti alls ekki í lagi. „Við erum miður okkar yfir þessu,“ sagði meðal annars í svari starfsmannsins.Ánægð með viðbrögðin Erna Valdís Jónsdóttir, sem keypti samlokuna sem um ræðir, fékk í gærkvöldi tölvupóst frá Aktu taktu og sagði frá því í Vegan Ísland hópnum. „Samskipta- og upplýsingamiðlari Aktu Taktu hafði samband við mig og við ræddum málið til hlítar. Hún hafði þegar komið þessu á framfæri við gæðastjóra og framkvæmdastjóra fyrirtækisins og sagðist einnig muna koma þessu áleiðis til mannauðs- og veitingastjóra. Eftir samtalið hef ég fulla trú á því að þau munu bæta þjónustustig sitt við okkur sem kjósum Vegan mataræði og hún talaði sérstaklega um ofnæmisvalda.“ Erna segir í samtali við Vísi að hún hafi verið ósátt við fyrstu viðbrögð vaktstjóra staðarins þegar hún kvartaði en virkilega sátt með viðbrögð stjórnenda. „Þau fóru strax í málið og eru ætla greinilega að leggja sitt af mörkunum til þess að bæta þjónustustig starfsmanna sinna. Það eina sem ég vildi fá út úr samtali mínu við stjórnendur Aktu Taktu var loforð og sannfæring um að þeir myndu bæta þjónustustigið við okkur Vegana, ef þeir á annað borð ætla að vera að bjóða upp á Vegan mataræði. Þessi samloka var auðvitað ekki boðleg, hvort sem er fyrir vegan manneskju eða aðra. Eftir samtalið er ég sannfærð um að þau séu að reyna allt sitt“Annar meðlimur hópsins Vegan Ísland birti þessa mynd af vegan samloku frá staðnum. Samkvæmt uppklýsingum frá Aktu taktu fékk þessi viðskiptavinur einnig gjafabréf.AðsentPrófuðu 200 buffÍ samtali við Vísi í dag sagði Ásta Sigríður Sveinsdóttir, sem titlar sig samskipta og upplýsingamiðlari Aktu taktu, að málið væri tekið mjög alvarlega. „Ég er búin að ræða við viðkomandi sem lenti í þessu og fá allar upplýsingar hjá henni. Hún er mjög ánægð með okkar viðbrögð og fær frá okkur gjafabréf.“ Ásta segir að búið sé að leggja mikla vinnu í að bjóða upp á vegan valkost á Aktu taktu. „Alveg meiriháttar vegan hamborgari. Við gerum vegan hamborgarasósu sjálf og svo erum við að fá æðislegt buff, sérvöldum ost og lögðum mikla vinnu í þetta. Svo gerist það að buffið verður uppselt hjá birgja og við höfum ekki getað boðið upp á borgarann í tvær vikur, en hann er að koma.“ Starfsmaðurinn hafi einfaldlega ætlað að reyna að bjóða upp á eitthvað annað í staðinn.Tekið á málinu af mikilli hörku „Við vildum ekki fara að bjóða upp á eitthvað annað buff á meðan að þetta buff var ekki í boði því okkur fannst ekkert vera sambærilegt bragðlega séð eða gæðalega séð. Við smökkuðum örugglega 200 buff og þau voru hvert öðru verra. Þarna hittum við á eitthvað meiriháttar gott og höfum fengið alveg rosalega góð viðbrögð við því.“ Ásta segir að samlokan sem má sjá á myndinni sé ekki á matseðli og svona vara sé ekki samþykkt af yfirmönnum eða gæðastjórn. Hún útilokar þó ekki að vegan samloku yrði bætt við matseðilinn síðar. „Svo var einhver önnur samloka, gúrka og tómatur og vegan sósa, eitthvað hrikalega sorgleg. Ég er einmitt búin að tala við þá manneskju líka og bjóða gjafabréf fyrir vegan borgara.“ Ásta segir að það sé engin vegan samloka á matseðlinum. „Þetta voru bara mjög mikil mistök hjá starfsmanni sem svo sannarlega er ekki með á tæru hvað vegan er, hugsa ég.“ Hún segir að málið sé nú komið á borð mannauðsstjóra, framkvæmdastjóra, gæðastjóra og veitingastjóra. „Það er verið að taka á þessu máli af mikilli hörku þar sem þetta er alls ekki það sem við stöndum fyrir. Við höfum einmitt verið stolt af okkar vegan valkosti.“ Neytendur Veitingastaðir Tengdar fréttir Veganúar hefst: „Ég hélt að þetta yrði meira mál“ Fjölmargir Íslendingar ætla að sleppa allri neyslu dýraafurða fyrsta mánuð ársins. 3. janúar 2018 23:38 Skotheld ráð til að hjálpa þér að taka þátt í Veganúar Vala Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka grænmetisæta, skorar á fólk að prófa að taka þátt í áskoruninni. Hún setti saman góð ráð fyrir áhugasama um vegan-lífsstílinn. Hún segir hvern sem er geta tekið þátt. 22. desember 2017 11:15 Vegan vörur víða uppseldar í verslunum yfir hátíðarnar Vinsælar vegan vörur eru víða uppseldar í verslunum á höfuðborgarsvæðinu yfir hátíðarnar og segir Lilja Rós Olsen, formaður Vegan samtakanna, að í ár hafi verið stóraukin eftirspurn eftir vegan jólamat. 26. desember 2017 20:00 Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Sjá meira
Veitingastaðurinn Aktu taktu hefur beðist afsökunar á vegan samloku sem viðskiptavinur keypti á Aktu taktu í Garðabæ í gær. Mynd var birt af vegan samlokunni í Facebook-hópnum Vegan Ísland þar sem sjá mátti framreiðsluna og vakti málið hörð viðbrögð. Samlokan, sem var samkvæmt færslunni keypt á 1.599 krónur, innihélt kál, sósu sem ekki telst vegan og ost. Þeir sem eru vegan sneiða hjá öllum dýraafurðum og því telst ostur sem unnin er úr kúamjólk seint vegan. Nú er Veganúar átakið í fullum gangi og fjölmargir Íslendingar taka þátt í vegan lífsstíl auk þeirra sem eru alveg vegan allan ársins hring.Vegan borgarinn ekki fáanlegur Viðskiptavinur hafði pantað vegan hamborgara sem notið hefur mikilla vinsælda. Hann var ekki til og bauð starfsmaður upp á vegan samloku í staðinn, sem kom svo í ljós að var ekki einu sinni vegan. Margir meðlimir í Facebook-hópnum Vegan Ísland áttu ekki orð yfir samlokuna. Einn meðlimur sendi mynd af samlokunni á Aktu taktu ásamt kvörtun. Starfsmaður Aktu taktu sem svaraði þessari kvörtun sagði fyrirtækið hafa lagt mikið upp úr því að bjóða upp á vegan-rétti og væri meðal annars með vegan-borgara sem innihéldi sérvalið buff sem slegið hefur í gegn en er uppselt hjá byrgja. Þá hefur fyrirtækið einnig sérblandað vegan-hamborgarasósu frá grunni og vegan-vætt þriðjudagstilboðin. Þar kom fram að þetta þætti alls ekki í lagi. „Við erum miður okkar yfir þessu,“ sagði meðal annars í svari starfsmannsins.Ánægð með viðbrögðin Erna Valdís Jónsdóttir, sem keypti samlokuna sem um ræðir, fékk í gærkvöldi tölvupóst frá Aktu taktu og sagði frá því í Vegan Ísland hópnum. „Samskipta- og upplýsingamiðlari Aktu Taktu hafði samband við mig og við ræddum málið til hlítar. Hún hafði þegar komið þessu á framfæri við gæðastjóra og framkvæmdastjóra fyrirtækisins og sagðist einnig muna koma þessu áleiðis til mannauðs- og veitingastjóra. Eftir samtalið hef ég fulla trú á því að þau munu bæta þjónustustig sitt við okkur sem kjósum Vegan mataræði og hún talaði sérstaklega um ofnæmisvalda.“ Erna segir í samtali við Vísi að hún hafi verið ósátt við fyrstu viðbrögð vaktstjóra staðarins þegar hún kvartaði en virkilega sátt með viðbrögð stjórnenda. „Þau fóru strax í málið og eru ætla greinilega að leggja sitt af mörkunum til þess að bæta þjónustustig starfsmanna sinna. Það eina sem ég vildi fá út úr samtali mínu við stjórnendur Aktu Taktu var loforð og sannfæring um að þeir myndu bæta þjónustustigið við okkur Vegana, ef þeir á annað borð ætla að vera að bjóða upp á Vegan mataræði. Þessi samloka var auðvitað ekki boðleg, hvort sem er fyrir vegan manneskju eða aðra. Eftir samtalið er ég sannfærð um að þau séu að reyna allt sitt“Annar meðlimur hópsins Vegan Ísland birti þessa mynd af vegan samloku frá staðnum. Samkvæmt uppklýsingum frá Aktu taktu fékk þessi viðskiptavinur einnig gjafabréf.AðsentPrófuðu 200 buffÍ samtali við Vísi í dag sagði Ásta Sigríður Sveinsdóttir, sem titlar sig samskipta og upplýsingamiðlari Aktu taktu, að málið væri tekið mjög alvarlega. „Ég er búin að ræða við viðkomandi sem lenti í þessu og fá allar upplýsingar hjá henni. Hún er mjög ánægð með okkar viðbrögð og fær frá okkur gjafabréf.“ Ásta segir að búið sé að leggja mikla vinnu í að bjóða upp á vegan valkost á Aktu taktu. „Alveg meiriháttar vegan hamborgari. Við gerum vegan hamborgarasósu sjálf og svo erum við að fá æðislegt buff, sérvöldum ost og lögðum mikla vinnu í þetta. Svo gerist það að buffið verður uppselt hjá birgja og við höfum ekki getað boðið upp á borgarann í tvær vikur, en hann er að koma.“ Starfsmaðurinn hafi einfaldlega ætlað að reyna að bjóða upp á eitthvað annað í staðinn.Tekið á málinu af mikilli hörku „Við vildum ekki fara að bjóða upp á eitthvað annað buff á meðan að þetta buff var ekki í boði því okkur fannst ekkert vera sambærilegt bragðlega séð eða gæðalega séð. Við smökkuðum örugglega 200 buff og þau voru hvert öðru verra. Þarna hittum við á eitthvað meiriháttar gott og höfum fengið alveg rosalega góð viðbrögð við því.“ Ásta segir að samlokan sem má sjá á myndinni sé ekki á matseðli og svona vara sé ekki samþykkt af yfirmönnum eða gæðastjórn. Hún útilokar þó ekki að vegan samloku yrði bætt við matseðilinn síðar. „Svo var einhver önnur samloka, gúrka og tómatur og vegan sósa, eitthvað hrikalega sorgleg. Ég er einmitt búin að tala við þá manneskju líka og bjóða gjafabréf fyrir vegan borgara.“ Ásta segir að það sé engin vegan samloka á matseðlinum. „Þetta voru bara mjög mikil mistök hjá starfsmanni sem svo sannarlega er ekki með á tæru hvað vegan er, hugsa ég.“ Hún segir að málið sé nú komið á borð mannauðsstjóra, framkvæmdastjóra, gæðastjóra og veitingastjóra. „Það er verið að taka á þessu máli af mikilli hörku þar sem þetta er alls ekki það sem við stöndum fyrir. Við höfum einmitt verið stolt af okkar vegan valkosti.“
Neytendur Veitingastaðir Tengdar fréttir Veganúar hefst: „Ég hélt að þetta yrði meira mál“ Fjölmargir Íslendingar ætla að sleppa allri neyslu dýraafurða fyrsta mánuð ársins. 3. janúar 2018 23:38 Skotheld ráð til að hjálpa þér að taka þátt í Veganúar Vala Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka grænmetisæta, skorar á fólk að prófa að taka þátt í áskoruninni. Hún setti saman góð ráð fyrir áhugasama um vegan-lífsstílinn. Hún segir hvern sem er geta tekið þátt. 22. desember 2017 11:15 Vegan vörur víða uppseldar í verslunum yfir hátíðarnar Vinsælar vegan vörur eru víða uppseldar í verslunum á höfuðborgarsvæðinu yfir hátíðarnar og segir Lilja Rós Olsen, formaður Vegan samtakanna, að í ár hafi verið stóraukin eftirspurn eftir vegan jólamat. 26. desember 2017 20:00 Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Sjá meira
Veganúar hefst: „Ég hélt að þetta yrði meira mál“ Fjölmargir Íslendingar ætla að sleppa allri neyslu dýraafurða fyrsta mánuð ársins. 3. janúar 2018 23:38
Skotheld ráð til að hjálpa þér að taka þátt í Veganúar Vala Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka grænmetisæta, skorar á fólk að prófa að taka þátt í áskoruninni. Hún setti saman góð ráð fyrir áhugasama um vegan-lífsstílinn. Hún segir hvern sem er geta tekið þátt. 22. desember 2017 11:15
Vegan vörur víða uppseldar í verslunum yfir hátíðarnar Vinsælar vegan vörur eru víða uppseldar í verslunum á höfuðborgarsvæðinu yfir hátíðarnar og segir Lilja Rós Olsen, formaður Vegan samtakanna, að í ár hafi verið stóraukin eftirspurn eftir vegan jólamat. 26. desember 2017 20:00