Trump vill ekki fyrirgefa Bannon Samúel Karl Ólason skrifar 8. janúar 2018 23:23 Stephen Bannon. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill ekki fyrirgefa Stephen Bannon fyrir ummæli hans í bókinni Fire and Fury þar sem hann gagnrýndi fjölskyldumeðlimi forsetans og sagði þá jafnvel hafa framið landráð. Bannon baðst afsökunar á þessum ummælum og sagði þau ekki höfð rétt eftir sér. „Donald Trump yngri er bæði föðurlandsvinur og góður maður,“ sagði Bannon. Hann sagðist sjá eftir því að hafa verið svo lengi að svara þessum fregnum.Sjá einnig: Bannon segir ummæli sín ekki beinast að Trump yngriUndanfarna daga hefur Trump farið hart fram gegn Bannon og meðal annars kallað hann „Sloppy Steve“. Hann segir Bannon hafa farið að gráta þegar hann var rekinn úr Hvíta húsinu og að hann hafi misst vitið. Þrátt fyrir afsökunarbeiðni Bannon verður honum ekki fyrirgefið.„Ég tel enga leið fyrir Bannon að snúa aftur á þessum tímapunkti,“ sagði aðstoðarupplýsingarfulltrúi Trump, Hogan Gidley, við blaðamenn nú í kvöld. Hann sagði Trump hafa verið mjög skýran varðandi reiði sína út í Bannon vegna ummælanna.Sjá einnig: Bannon segir umdeildan fund Trump yngri vera landráð„Þegar þú ræðst gegn fjölskyldu einhvers, eins og hann gerði, tvö af börnum forsetans sem þjóna þessari þjóð og fórna með þjónustu sinni. Það er ógeðslegt,“ sagði Gidley. Stephen Bannon missti einnig stuðning bakhjarls síns, milljónamæringsins Rebekah Mercer, og fregnir hafa borist um að til standi að bola honum úr sessi hjá Breitbart. Miðlinum sem hann stýrir. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Skotárás á Times Square Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Fleiri fréttir Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill ekki fyrirgefa Stephen Bannon fyrir ummæli hans í bókinni Fire and Fury þar sem hann gagnrýndi fjölskyldumeðlimi forsetans og sagði þá jafnvel hafa framið landráð. Bannon baðst afsökunar á þessum ummælum og sagði þau ekki höfð rétt eftir sér. „Donald Trump yngri er bæði föðurlandsvinur og góður maður,“ sagði Bannon. Hann sagðist sjá eftir því að hafa verið svo lengi að svara þessum fregnum.Sjá einnig: Bannon segir ummæli sín ekki beinast að Trump yngriUndanfarna daga hefur Trump farið hart fram gegn Bannon og meðal annars kallað hann „Sloppy Steve“. Hann segir Bannon hafa farið að gráta þegar hann var rekinn úr Hvíta húsinu og að hann hafi misst vitið. Þrátt fyrir afsökunarbeiðni Bannon verður honum ekki fyrirgefið.„Ég tel enga leið fyrir Bannon að snúa aftur á þessum tímapunkti,“ sagði aðstoðarupplýsingarfulltrúi Trump, Hogan Gidley, við blaðamenn nú í kvöld. Hann sagði Trump hafa verið mjög skýran varðandi reiði sína út í Bannon vegna ummælanna.Sjá einnig: Bannon segir umdeildan fund Trump yngri vera landráð„Þegar þú ræðst gegn fjölskyldu einhvers, eins og hann gerði, tvö af börnum forsetans sem þjóna þessari þjóð og fórna með þjónustu sinni. Það er ógeðslegt,“ sagði Gidley. Stephen Bannon missti einnig stuðning bakhjarls síns, milljónamæringsins Rebekah Mercer, og fregnir hafa borist um að til standi að bola honum úr sessi hjá Breitbart. Miðlinum sem hann stýrir.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Skotárás á Times Square Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Fleiri fréttir Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Sjá meira