Forseti Alþingis hittir forseta Kína á morgun Heimir Már Pétursson skrifar 9. janúar 2018 19:30 Þingforsetar Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna eru nú í heimsókn í Kína og hitta forseta landsins á morgun. Forseti Alþingis segir eðlilegt að Íslendingar haldi uppi góðum samskiptum við Kína sem á næstu árum muni búa yfir stærsta hagkerfi heims. Það þýði þó ekki að menn þurfi að vera sammála öllu sem Kínverjar geri. Þingforsetar Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna eru nú í heimsókn í Kína og hitta forseta landsins á morgun. Heimsókin hófst í gær og stendur fram á laugardag en Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis segir þjóðirnar áður hafa staðið að sameiginlegum heimsóknum meðal annars til Georgíu og Washington. Hópurinn hafi fengið höfðinglegar móttökur og til standi að hann hitti Xi Jinping forseta Kína á morgun. Kína er vaxandi stórveldi en stjórnarfarið mjög ólíkt því sem er í lýðræðisríkjum Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna. „Öll þessi lönd eru í stjórnmálasambandi við Kína og hafa verið um áratuga skeið, þar á meðal við. Auðvitað ræða menn málin í hreinskilni og eru ekki alltaf sammála. En það breytir ekki því að menn viðhalda og eru í pólitískum og diplomatískum tengslum. Kína er auðvitað sífellt mikilvægari leikari á þessu stóra sviði og ekki hvað síst núna til dæmis í loftlagsmálunum þegar Bandaríkjamenn eru að draga sig út úr því,“ sagði Steingrímur í símaviðtali frá Beijing í dag.Kínverjar tilbúnir að stíga inn Steingrímur segir Kínverja vera að taka fram úr öðrum löndum á ýmsum sviðum. Efnahagskerfi Kína verði væntanlega orðið stærsta hagkerfi heims í kringum árið 2025. „Þannig að ég held nú að menn hljóti að verða að hafa í huga að það skiptir miklu máli að vera í eins góðu sambandi og hægt er við þetta rísandi stórveldi,“ sagði Steingrímur. Það þýði hins vegar ekki að menn verði að vera sammála öllu sem Kínverjar geri og því sé hægt að koma á framfæri á réttan hátt. Nú þegar stjórn Donald Trump Bandaríkjaforseta sé að draga sig út úr ýmsu alþjóðlegu samstarfi vaxi áhrif Kína á alþjóðavettvangi meðal annars í loftlagsmálum. „Og reyndar á mörgum öðrum sviðum er Kína að fylla í skarðið sem einangrunarstefna og undarlegheit Bandaríkjaforseta er að skapa í heiminum. Kínverjar eru alveg tilbúnir að stíga inn þar sem Bandaríkjamenn hverfa á brott,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon. Alþingi Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Forseti Alþingis segir eðlilegt að Íslendingar haldi uppi góðum samskiptum við Kína sem á næstu árum muni búa yfir stærsta hagkerfi heims. Það þýði þó ekki að menn þurfi að vera sammála öllu sem Kínverjar geri. Þingforsetar Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna eru nú í heimsókn í Kína og hitta forseta landsins á morgun. Heimsókin hófst í gær og stendur fram á laugardag en Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis segir þjóðirnar áður hafa staðið að sameiginlegum heimsóknum meðal annars til Georgíu og Washington. Hópurinn hafi fengið höfðinglegar móttökur og til standi að hann hitti Xi Jinping forseta Kína á morgun. Kína er vaxandi stórveldi en stjórnarfarið mjög ólíkt því sem er í lýðræðisríkjum Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna. „Öll þessi lönd eru í stjórnmálasambandi við Kína og hafa verið um áratuga skeið, þar á meðal við. Auðvitað ræða menn málin í hreinskilni og eru ekki alltaf sammála. En það breytir ekki því að menn viðhalda og eru í pólitískum og diplomatískum tengslum. Kína er auðvitað sífellt mikilvægari leikari á þessu stóra sviði og ekki hvað síst núna til dæmis í loftlagsmálunum þegar Bandaríkjamenn eru að draga sig út úr því,“ sagði Steingrímur í símaviðtali frá Beijing í dag.Kínverjar tilbúnir að stíga inn Steingrímur segir Kínverja vera að taka fram úr öðrum löndum á ýmsum sviðum. Efnahagskerfi Kína verði væntanlega orðið stærsta hagkerfi heims í kringum árið 2025. „Þannig að ég held nú að menn hljóti að verða að hafa í huga að það skiptir miklu máli að vera í eins góðu sambandi og hægt er við þetta rísandi stórveldi,“ sagði Steingrímur. Það þýði hins vegar ekki að menn verði að vera sammála öllu sem Kínverjar geri og því sé hægt að koma á framfæri á réttan hátt. Nú þegar stjórn Donald Trump Bandaríkjaforseta sé að draga sig út úr ýmsu alþjóðlegu samstarfi vaxi áhrif Kína á alþjóðavettvangi meðal annars í loftlagsmálum. „Og reyndar á mörgum öðrum sviðum er Kína að fylla í skarðið sem einangrunarstefna og undarlegheit Bandaríkjaforseta er að skapa í heiminum. Kínverjar eru alveg tilbúnir að stíga inn þar sem Bandaríkjamenn hverfa á brott,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon.
Alþingi Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent