Innlent

457 útköll vegna ofbeldis

Lovísa Arnardóttir skrifar
Í flestum tilvikum voru gerendur maki eða fyrrverandi maki.
Í flestum tilvikum voru gerendur maki eða fyrrverandi maki. Vísir/Eyþór
Fjölgun var á útköllum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna heimilisofbeldis síðust 13 mánuðina. Í Reykjavík voru 457 útköll síðustu 12 mánuði ársins þ.e. frá desember 2016 til og með nóvember 2017. Árið 2016 voru 404 útköll.Þetta kemur fram í skýrslu Saman gegn ofbeldi sem er samstarfsverkefni velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Í flestum tilvikum voru gerendur maki eða fyrrverandi maki. Þá var tilkynnt um 23 atvik þar sem foreldri braut á barni og 26 tilvik þar sem barn braut á foreldri. Í flestum tilfellum var um að ræða andlegt eða líkamlegt ofbeldi.

Flestir brotaþolar og gerendur voru með íslenskt ríkisfang, en tæplega 30 prósent karlgerenda voru með erlent ríkisfang og 30 prósent kvenna sem voru þolendur voru með erlent ríkisfang.

Börn voru á vettvangi í 68% útkalla það sem af er árinu 2017 og voru með lögheimili á 71 prósenti þeirra heimila sem farið var á í útkalli. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×