180.000 króna rafmagnsreikningur Björn Berg Gunnarsson skrifar 20. desember 2017 10:37 Nett sería á svalirnar þarf hvorki að vera dýr né fyrirferðarmikil en er ljómandi innlegg í hátíðirnar og baráttuna við myrkrið. Jólaljós draga vissulega úr áhrifum myrkasta skammdegisins en það er þó hægt að ganga of langt. Bandaríkjamaður að nafni Clark Griswold arkaði mun lengra en það árið 1989 þegar hann þakti húsið sitt í úthverfi Chicagoborgar með 25.000 hvítum ljósaperum, nágrönnunum til mikillar gremju.10 kílóvatta gamanDetti einhverjum hugulsömum Íslendingi í hug að gera slíkt hið sama er mikilvægt að muna eftir rafmagnsreikningnum. Þó perurnar verði eflaust rándýrar og uppsetningin tímafrek, myndu perur á borð við þær sem settar voru upp í umræddri kvikmynd, Christmas Vacation eftir John Hughes, eyða um það bil 10 kílóvöttum og þá er mælirinn í kjallaranum farinn að snúast ansi hratt.Muna að spara!Verði perurnar látnar lýsa allan sólarhringinn í heilan mánuð (minna má það nú varla vera) má áætla að reikningurinn verði um 180.560 krónur. Til að spara fyrir því þarf fjölskyldan að muna að stilla mánaðalegan sparnað að upphæð 15.000 krónur í netbankanum.En LED?En er eitthvað að marka þessa orkunotkun nú þegar flestir hafa skipt yfir í ljósdíóður (LED ljós)? Vissulega lítur dæmið allt öðruvísi út og orkureikningurinn fer niður fyrir 20.000 krónur. Hins vegar kosta LED perur um fimmfalt meira en þær gömlu, en ættu þó að endast mun lengur. Þeir sem ekki hafa enn misst þráðinn mega að sjálfsögðu reyna að reikna dæmið til enda og samspil stofnkostnaðar, endingar og orkunotkunar, en þá mætti endilega gera ráð fyrir myrkvunargluggatjöldum fyrir grannana í leiðinni.Hofundur er fræðslustjóri Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Nett sería á svalirnar þarf hvorki að vera dýr né fyrirferðarmikil en er ljómandi innlegg í hátíðirnar og baráttuna við myrkrið. Jólaljós draga vissulega úr áhrifum myrkasta skammdegisins en það er þó hægt að ganga of langt. Bandaríkjamaður að nafni Clark Griswold arkaði mun lengra en það árið 1989 þegar hann þakti húsið sitt í úthverfi Chicagoborgar með 25.000 hvítum ljósaperum, nágrönnunum til mikillar gremju.10 kílóvatta gamanDetti einhverjum hugulsömum Íslendingi í hug að gera slíkt hið sama er mikilvægt að muna eftir rafmagnsreikningnum. Þó perurnar verði eflaust rándýrar og uppsetningin tímafrek, myndu perur á borð við þær sem settar voru upp í umræddri kvikmynd, Christmas Vacation eftir John Hughes, eyða um það bil 10 kílóvöttum og þá er mælirinn í kjallaranum farinn að snúast ansi hratt.Muna að spara!Verði perurnar látnar lýsa allan sólarhringinn í heilan mánuð (minna má það nú varla vera) má áætla að reikningurinn verði um 180.560 krónur. Til að spara fyrir því þarf fjölskyldan að muna að stilla mánaðalegan sparnað að upphæð 15.000 krónur í netbankanum.En LED?En er eitthvað að marka þessa orkunotkun nú þegar flestir hafa skipt yfir í ljósdíóður (LED ljós)? Vissulega lítur dæmið allt öðruvísi út og orkureikningurinn fer niður fyrir 20.000 krónur. Hins vegar kosta LED perur um fimmfalt meira en þær gömlu, en ættu þó að endast mun lengur. Þeir sem ekki hafa enn misst þráðinn mega að sjálfsögðu reyna að reikna dæmið til enda og samspil stofnkostnaðar, endingar og orkunotkunar, en þá mætti endilega gera ráð fyrir myrkvunargluggatjöldum fyrir grannana í leiðinni.Hofundur er fræðslustjóri Íslandsbanka.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar