Þórir um Noru Mörk: Hefði ekki getað verið á betri stað en hjá okkur í landsliðinu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. desember 2017 13:00 Þórir Hergeirsson ræðir við Noru Mörk á HM í Þýskalandi. Vísir/Getty Nora Mörk, ein besta handboltakona heims, varð fyrir áfalli fyrr í haust þegar brotist var inn í síma hennar og viðkvæmum myndum af henni komið í dreifingu. Málið fékk gríðarlega athygli norskra fjölmiðla og hafði málið mikið áhrif á Mörk. Mörk var með norska landsliðinu þegar hún komst að því að myndirnar væru komnar í dreifingu og sagðist hún í samtali við norska fjölmiðla í nóvember að hún hafi nánast lamast við fréttirnar. Sjá einnig: Viðkvæmum myndum af einni bestu handboltakonu heims dreift á netinu Þórir Hergeirsson er þjálfari norska landsliðsins sem vann silfurverðlaun á HM í handbolta sem lauk í Þýskalandi um helgina. Mörk var lykilmanneskja Norðmanna á mótinu og spilaði frábærlega. Hún var markahæsti leikmaður mótsins með 66 mörk í 97 skotum.Nora Mörk í leik með Norðmönnum í úrslitaleik HM.Vísir/Getty„Þetta hefur verið mikil krísa fyrir hana og allt haustið hennar fór í þetta mál,“ sagði Þórir í samtali við íþróttadeild en fimmtán menn hafa verið kærðir fyrir að dreifa myndunum. „Þetta er nú orðið að sakamáli og er í rannsókn. Þeir sem eru sekir verða að fá sína refsingu,“ sagði Þórir enn fremur. Sjá einnig: Krefur dólgana sem dreifðu nektarmyndum af henni um rúmar 28 milljónir Þegar leikmannahópur Noregs kom saman fyrir HM í Þýskalandi var Mörk tekið opnum örmum að sögn Þóris. „Við reyndum að gera lífið eins auðvelt fyrir hana og hægt var. Þetta var kannski besti staðurinn sem hún gat verið á - að vera með liðsvinkonum sínum í verkefni sem hún elskar og í íþrótt sem hún elskar,“ sagði Þórir sem hrósaði Mörk fyrir frammistöðuna á mótinu. „Hún spilaði mjög vel. Hún var ef til vill svolítið tóm í úrslitaleiknum og ekki ólíklegt að það hafi verið komin þreyta í hana. En hún skilaði svo sannarlega sínu á mótinu og gott betur.“ Handbolti Tengdar fréttir Viðkvæmum myndum af einni bestu handboltakonu heims dreift á netinu Óprúttinn aðili braust inn í síma Noru Mørk, einnar bestu handboltakonu í heimi, í haust og stal þaðan persónulegum myndum og dreifði á veraldarvefnum. 14. nóvember 2017 13:00 Átti sinn besta leik í skugga kynferðisofbeldis Norska handboltakonan Nora Mörk fór á kostum í Meistaradeild Evrópu. 17. nóvember 2017 12:30 Gat lítið í úrslitaleiknum en samt valin best á HM Stine Bredal Oftedal, leikstjórnandi norska kvennalandsliðsins í handbolta, var valin besti leikmaður HM í Þýskalandi sem lauk í gær. 18. desember 2017 10:30 „Ég er stoltur af silfrinu“ Þórir Hergeirsson náði ekki að verja heimsmeistaratitilinn með Noregi eftir tap fyrir Frakklandi í úrslitaleiknum á sunnudag. Hann segir erfitt að útskýra af hverju grundvallarþættir í leik liðsins brugðust þegar mest á reyndi. 19. desember 2017 06:00 Nora Mörk kærir fimmtán menn fyrir að dreifa myndunum af sér Norska handboltakonan Nora Mörk ætlar ekki gefa neitt eftir í baráttunni við þá óprúttnu aðila sem brutust inn í símann hennar í haust og komust yfir viðkvæmar myndir af henni. 15. nóvember 2017 16:05 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Í beinni: Noah - Víkingur | Geta komið sér í kjörstöðu Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Sjá meira
Nora Mörk, ein besta handboltakona heims, varð fyrir áfalli fyrr í haust þegar brotist var inn í síma hennar og viðkvæmum myndum af henni komið í dreifingu. Málið fékk gríðarlega athygli norskra fjölmiðla og hafði málið mikið áhrif á Mörk. Mörk var með norska landsliðinu þegar hún komst að því að myndirnar væru komnar í dreifingu og sagðist hún í samtali við norska fjölmiðla í nóvember að hún hafi nánast lamast við fréttirnar. Sjá einnig: Viðkvæmum myndum af einni bestu handboltakonu heims dreift á netinu Þórir Hergeirsson er þjálfari norska landsliðsins sem vann silfurverðlaun á HM í handbolta sem lauk í Þýskalandi um helgina. Mörk var lykilmanneskja Norðmanna á mótinu og spilaði frábærlega. Hún var markahæsti leikmaður mótsins með 66 mörk í 97 skotum.Nora Mörk í leik með Norðmönnum í úrslitaleik HM.Vísir/Getty„Þetta hefur verið mikil krísa fyrir hana og allt haustið hennar fór í þetta mál,“ sagði Þórir í samtali við íþróttadeild en fimmtán menn hafa verið kærðir fyrir að dreifa myndunum. „Þetta er nú orðið að sakamáli og er í rannsókn. Þeir sem eru sekir verða að fá sína refsingu,“ sagði Þórir enn fremur. Sjá einnig: Krefur dólgana sem dreifðu nektarmyndum af henni um rúmar 28 milljónir Þegar leikmannahópur Noregs kom saman fyrir HM í Þýskalandi var Mörk tekið opnum örmum að sögn Þóris. „Við reyndum að gera lífið eins auðvelt fyrir hana og hægt var. Þetta var kannski besti staðurinn sem hún gat verið á - að vera með liðsvinkonum sínum í verkefni sem hún elskar og í íþrótt sem hún elskar,“ sagði Þórir sem hrósaði Mörk fyrir frammistöðuna á mótinu. „Hún spilaði mjög vel. Hún var ef til vill svolítið tóm í úrslitaleiknum og ekki ólíklegt að það hafi verið komin þreyta í hana. En hún skilaði svo sannarlega sínu á mótinu og gott betur.“
Handbolti Tengdar fréttir Viðkvæmum myndum af einni bestu handboltakonu heims dreift á netinu Óprúttinn aðili braust inn í síma Noru Mørk, einnar bestu handboltakonu í heimi, í haust og stal þaðan persónulegum myndum og dreifði á veraldarvefnum. 14. nóvember 2017 13:00 Átti sinn besta leik í skugga kynferðisofbeldis Norska handboltakonan Nora Mörk fór á kostum í Meistaradeild Evrópu. 17. nóvember 2017 12:30 Gat lítið í úrslitaleiknum en samt valin best á HM Stine Bredal Oftedal, leikstjórnandi norska kvennalandsliðsins í handbolta, var valin besti leikmaður HM í Þýskalandi sem lauk í gær. 18. desember 2017 10:30 „Ég er stoltur af silfrinu“ Þórir Hergeirsson náði ekki að verja heimsmeistaratitilinn með Noregi eftir tap fyrir Frakklandi í úrslitaleiknum á sunnudag. Hann segir erfitt að útskýra af hverju grundvallarþættir í leik liðsins brugðust þegar mest á reyndi. 19. desember 2017 06:00 Nora Mörk kærir fimmtán menn fyrir að dreifa myndunum af sér Norska handboltakonan Nora Mörk ætlar ekki gefa neitt eftir í baráttunni við þá óprúttnu aðila sem brutust inn í símann hennar í haust og komust yfir viðkvæmar myndir af henni. 15. nóvember 2017 16:05 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Í beinni: Noah - Víkingur | Geta komið sér í kjörstöðu Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Sjá meira
Viðkvæmum myndum af einni bestu handboltakonu heims dreift á netinu Óprúttinn aðili braust inn í síma Noru Mørk, einnar bestu handboltakonu í heimi, í haust og stal þaðan persónulegum myndum og dreifði á veraldarvefnum. 14. nóvember 2017 13:00
Átti sinn besta leik í skugga kynferðisofbeldis Norska handboltakonan Nora Mörk fór á kostum í Meistaradeild Evrópu. 17. nóvember 2017 12:30
Gat lítið í úrslitaleiknum en samt valin best á HM Stine Bredal Oftedal, leikstjórnandi norska kvennalandsliðsins í handbolta, var valin besti leikmaður HM í Þýskalandi sem lauk í gær. 18. desember 2017 10:30
„Ég er stoltur af silfrinu“ Þórir Hergeirsson náði ekki að verja heimsmeistaratitilinn með Noregi eftir tap fyrir Frakklandi í úrslitaleiknum á sunnudag. Hann segir erfitt að útskýra af hverju grundvallarþættir í leik liðsins brugðust þegar mest á reyndi. 19. desember 2017 06:00
Nora Mörk kærir fimmtán menn fyrir að dreifa myndunum af sér Norska handboltakonan Nora Mörk ætlar ekki gefa neitt eftir í baráttunni við þá óprúttnu aðila sem brutust inn í símann hennar í haust og komust yfir viðkvæmar myndir af henni. 15. nóvember 2017 16:05