Birkir Már: Fullkominn tími til að koma í Val Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 20. desember 2017 16:52 Birkir Már Sævarsson í leik með Íslandi vísir/getty Birkir Már Sævarsson er kominn aftur á Hlíðarenda eftir tæpan áratug í atvinnumennsku. Hann segir það frábæra tilfinningu að vera kominn aftur heim. Birkir er uppalinn Valsari og sagði það aldrei hafa verið spurning að hann kæmi aftur í Val þegar hann snéri heim. „Fyrst ég kom heim þá var ég alltaf að fara að koma í Val, en það var spurning hvort við ættum að vera úti eitthvað aðeins lengur. Það varð ekkert úr því þannig að þá var bara að koma í Val,“ sagði Birkir Már við Vísi á blaðamannafundi á Hlíðarenda í dag. Birkir gerði þriggja ára samning við Íslandsmeistarana. Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, sagði það möguleika að leyfa Birki að fara annað á lán strax í janúar, en Birkir hefur sagt það áður að hann vilji komast strax að spila til að undirbúa sig fyrir HM í Rússlandi. Birkir sagði ekkert liggja fyrir með það strax, en málið sé í skoðun. „Það væri gott fyrir alla aðila ef ég gæti fengið að spila frá janúar í einhverri deild, en það er ekkert sem hefur komið upp með það ennþá. Umboðsmaðurinn er bara að vinna í þessu.“ Þrátt fyrir að vilja spila í deildarkeppni í janúar stóð það ekki til boða hjá Birki að færa sig um set erlendis. „Fyrst og fremst vildi ég reyna að halda áfram þar sem ég var. Við vorum búin að tala um það að við vildum ekki fara með fjölskylduna á einn stað í viðbót, bara til þess að flytja svo heim eftir tvö ár, ekki vera að róta meira í lífi barnanna. Fyrst að hammarby gekk ekki upp þá ætluðum við alltaf að koma heim,“ sagði landsliðsmaðurinn, en Birkir á 76 A-landsleiki að baki fyrir Ísland. Birkir braut á sér viðbeinið fyrir sex vikum síðan og er enn að jafna sig af meiðslum sínum. Hann segist vera allur að koma til og vonast eftir því að geta byrjað að æfa af krafti strax eftir áramót, eins og er sé hann bara að skokka og koma hlaupaforminu upp. Ekki verður gert hlé á keppni í Pepsi deildinni næsta sumar á meðan Heimsmeistaramótinu stendur, svo Birkir þarf að fá frí frá félagsliði sínu til að fara til Rússlands. Hann var þó ekkert að kippa sér of mikið upp yfir því og sagðist hlakka til ævintýrisins. „Það verður alltaf svolítið spes kannski, en maður er orðinn ýmsu vanur í þessum bransa að fara á milli landsliðs og félagsliðs þannig að þetta sleppur alveg.“ „Mikil tilhlökkun ef maður verður valinn [í landsliðshópinn], þetta verður geggjað fyrir alla sem koma að þessu.“ Valur varð Íslandsmeistari á síðasta tímabili og hefur eflt hópinn sinn í vetur, en nú þegar er Kristinn Freyr Sigurðsson kominn heim úr atvinnumennsku sem og tveir sterkir leikmenn úr Pepsi deildinni eru komnir á Hlíðarenda. „Þetta er fullkominn tími til að koma heim í Val, liðið er frábært. Ég horfði á flesta leiki síðasta sumar og þetta er virkilega vel spilandi lið, með því betra sem maður hefur séð í Pepsi deildinni,“ sagði Birkir Már Sævarsson. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Fótbolti Fleiri fréttir Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Sjá meira
Birkir Már Sævarsson er kominn aftur á Hlíðarenda eftir tæpan áratug í atvinnumennsku. Hann segir það frábæra tilfinningu að vera kominn aftur heim. Birkir er uppalinn Valsari og sagði það aldrei hafa verið spurning að hann kæmi aftur í Val þegar hann snéri heim. „Fyrst ég kom heim þá var ég alltaf að fara að koma í Val, en það var spurning hvort við ættum að vera úti eitthvað aðeins lengur. Það varð ekkert úr því þannig að þá var bara að koma í Val,“ sagði Birkir Már við Vísi á blaðamannafundi á Hlíðarenda í dag. Birkir gerði þriggja ára samning við Íslandsmeistarana. Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, sagði það möguleika að leyfa Birki að fara annað á lán strax í janúar, en Birkir hefur sagt það áður að hann vilji komast strax að spila til að undirbúa sig fyrir HM í Rússlandi. Birkir sagði ekkert liggja fyrir með það strax, en málið sé í skoðun. „Það væri gott fyrir alla aðila ef ég gæti fengið að spila frá janúar í einhverri deild, en það er ekkert sem hefur komið upp með það ennþá. Umboðsmaðurinn er bara að vinna í þessu.“ Þrátt fyrir að vilja spila í deildarkeppni í janúar stóð það ekki til boða hjá Birki að færa sig um set erlendis. „Fyrst og fremst vildi ég reyna að halda áfram þar sem ég var. Við vorum búin að tala um það að við vildum ekki fara með fjölskylduna á einn stað í viðbót, bara til þess að flytja svo heim eftir tvö ár, ekki vera að róta meira í lífi barnanna. Fyrst að hammarby gekk ekki upp þá ætluðum við alltaf að koma heim,“ sagði landsliðsmaðurinn, en Birkir á 76 A-landsleiki að baki fyrir Ísland. Birkir braut á sér viðbeinið fyrir sex vikum síðan og er enn að jafna sig af meiðslum sínum. Hann segist vera allur að koma til og vonast eftir því að geta byrjað að æfa af krafti strax eftir áramót, eins og er sé hann bara að skokka og koma hlaupaforminu upp. Ekki verður gert hlé á keppni í Pepsi deildinni næsta sumar á meðan Heimsmeistaramótinu stendur, svo Birkir þarf að fá frí frá félagsliði sínu til að fara til Rússlands. Hann var þó ekkert að kippa sér of mikið upp yfir því og sagðist hlakka til ævintýrisins. „Það verður alltaf svolítið spes kannski, en maður er orðinn ýmsu vanur í þessum bransa að fara á milli landsliðs og félagsliðs þannig að þetta sleppur alveg.“ „Mikil tilhlökkun ef maður verður valinn [í landsliðshópinn], þetta verður geggjað fyrir alla sem koma að þessu.“ Valur varð Íslandsmeistari á síðasta tímabili og hefur eflt hópinn sinn í vetur, en nú þegar er Kristinn Freyr Sigurðsson kominn heim úr atvinnumennsku sem og tveir sterkir leikmenn úr Pepsi deildinni eru komnir á Hlíðarenda. „Þetta er fullkominn tími til að koma heim í Val, liðið er frábært. Ég horfði á flesta leiki síðasta sumar og þetta er virkilega vel spilandi lið, með því betra sem maður hefur séð í Pepsi deildinni,“ sagði Birkir Már Sævarsson.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Fótbolti Fleiri fréttir Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Sjá meira