Jólaleg skyrkaka sem skilur eftir bros á vör Guðný Hrönn skrifar 21. desember 2017 15:00 Jólaskyrkaka Fannars er ekki bara ljúffeng heldur líka falleg. vísir/stefán Matreiðslumaðurinn Fannar Arnarsson reiddi nýverið fram jólalega og gómsæta skyrköku fyrir lesendur Lífsins. Meðfylgjandi er uppskrift að kökunni. Fannar segir hana vera nokkuð einfalda að útbúa. „Skyrkakan er góð af því að hlutföllin af botni, skyrfyllingu og svo hlaupi eru svo mátuleg,“ segir Fannar um skyrkökuna góðu. Hann tekur fram að hana sé einfalt að útbúa og allir ættu að ráða við það. „Góð skyrkaka skilur eftir bros á vör eftir góða máltíð.“ Skyrkaka fyrir 10Skyrfylling: 50 g vatn 200 g sykur 500 g skyr 500 g léttþeyttur rjómi 5 stk. matarlímsblöð 70 g blandaðar hnetur Botn: 300 g Lu-kex 300 g Oreo-kex 120 g smjör, brætt Hlaup: 6 tsk. matarlímsblöð 150 g vatn 150 g bláber 150 g sykurAðferðSkyr: Skyrið er hrært í hrærivél í 2-5 mínútur. Léttþeyttum rjómanum bætt út í. Sykur er bræddur í potti þar til hann verður að sírópi. Matarlímsblöðunum, fimm stykkjum, bætt út í sírópið og því síðan hellt rólega saman við skyr- og rjómablönduna. Öllu hrært varlega saman. Botn: Lu-kex og Oreo-kex er mulið saman í matvinnsluvél. Bræddu smjörinu hellt út í og blöndunni svo þjappað saman við kexið í formið. Sett í kæli í um það bil 25 mínútur. Skyrblöndunni er síðan hellt yfir eftir kælinguna og hnetum stráð yfir, sett aftur í kælingu í fjórar klst. eða í frysti í 1 klst. og 20 mín. Hlaup: Öllu blandað saman og sett í pott, að undanskildum 6 stk. matarlímsblöðum. Eftir að suðan kemur upp er blandan látin sjóða í átta mínútur, síðan er matarlímsblöðunum bætt út í. Skyrkakan er tekin úr kæli og hlaupinu hellt yfir. Að lokum er kakan sett aftur í kæli og geymd þar, þar til hún er borin fram. Jólamatur Kökur og tertur Skyrkökur Uppskriftir Mest lesið Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Lífið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Risanöfn úr tónlistarheiminum á Secret Solstice hátíðinni Lífið Pelsafár hraustra karlmanna geisar á landinu Lífið „Unun að troðið sé á manni þegar svona er“ Lífið Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Hvar er Donald Trump? Lífið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Fleiri fréttir „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Sjá meira
Matreiðslumaðurinn Fannar Arnarsson reiddi nýverið fram jólalega og gómsæta skyrköku fyrir lesendur Lífsins. Meðfylgjandi er uppskrift að kökunni. Fannar segir hana vera nokkuð einfalda að útbúa. „Skyrkakan er góð af því að hlutföllin af botni, skyrfyllingu og svo hlaupi eru svo mátuleg,“ segir Fannar um skyrkökuna góðu. Hann tekur fram að hana sé einfalt að útbúa og allir ættu að ráða við það. „Góð skyrkaka skilur eftir bros á vör eftir góða máltíð.“ Skyrkaka fyrir 10Skyrfylling: 50 g vatn 200 g sykur 500 g skyr 500 g léttþeyttur rjómi 5 stk. matarlímsblöð 70 g blandaðar hnetur Botn: 300 g Lu-kex 300 g Oreo-kex 120 g smjör, brætt Hlaup: 6 tsk. matarlímsblöð 150 g vatn 150 g bláber 150 g sykurAðferðSkyr: Skyrið er hrært í hrærivél í 2-5 mínútur. Léttþeyttum rjómanum bætt út í. Sykur er bræddur í potti þar til hann verður að sírópi. Matarlímsblöðunum, fimm stykkjum, bætt út í sírópið og því síðan hellt rólega saman við skyr- og rjómablönduna. Öllu hrært varlega saman. Botn: Lu-kex og Oreo-kex er mulið saman í matvinnsluvél. Bræddu smjörinu hellt út í og blöndunni svo þjappað saman við kexið í formið. Sett í kæli í um það bil 25 mínútur. Skyrblöndunni er síðan hellt yfir eftir kælinguna og hnetum stráð yfir, sett aftur í kælingu í fjórar klst. eða í frysti í 1 klst. og 20 mín. Hlaup: Öllu blandað saman og sett í pott, að undanskildum 6 stk. matarlímsblöðum. Eftir að suðan kemur upp er blandan látin sjóða í átta mínútur, síðan er matarlímsblöðunum bætt út í. Skyrkakan er tekin úr kæli og hlaupinu hellt yfir. Að lokum er kakan sett aftur í kæli og geymd þar, þar til hún er borin fram.
Jólamatur Kökur og tertur Skyrkökur Uppskriftir Mest lesið Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Lífið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Risanöfn úr tónlistarheiminum á Secret Solstice hátíðinni Lífið Pelsafár hraustra karlmanna geisar á landinu Lífið „Unun að troðið sé á manni þegar svona er“ Lífið Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Hvar er Donald Trump? Lífið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Fleiri fréttir „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Sjá meira