Handbolti

Guðjón Valur og Þórey Rósa handboltafólk ársins

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Þórey Rósa Stefánsdóttir og Guðjón Valur Sigurðsson voru útnefnd handknattleiksfólk ársins af Handknattleikssambandi Íslands.

Guðjón Val þarf vart að kynna, en hann hefur verið fyrirliði íslenska landsliðsins síðustu misseri og á samtals 340 A-landsleiki að baki þar sem hann hefur skorað 1783 mörk.

Á árinu varð Guðjón Valur Þýskalandsmeistari með liði sínu Rhein-Neckar Löwen og var fjórði markahæsti leikmaður þýsku Bundesligunnar.

Þórey Rósa kom í sumar heim úr atvinnumennsku eftir að afa spilað með Vipers Kristiansand í Noregi og gekk til liðs við Íslandsmeistara Fram. Hún hefur spilað vel með Framkonum í vetur, er með 58 mörk í 11 leikjum í Olís deildinni.

Þórey á að baki 83 A-landsleiki fyrir Ísland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×