Einar: Hef ekki tjáð mig um dómgæsluna í vetur en þetta var ekki boðlegt Anton Ingi Leifsson skrifar 21. desember 2017 22:12 Einar var ósáttur með dómgæsluna vísir/anton „Við vorum að einhverju leyti klaufar. Við náðum tveggja marka forskoti og það fer á 30 sekúndum. Við köstum bara boltanum í hendurnar á þeim og þeir jafna,” sagði svekktur Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar, í samtali við Vísi eftir leik Stjörnunnar og ÍBV í Olís-deildar karla. „Við vorum orðnir helvíti þreyttir síðustu tíu mínúturnar, sérstaklega lykilmenn. Við vorum að reyna að rúlla þessu, en það var erfitt. Það var lítið framlag frá bekknum.” „Ég er stoltur af strákunum og mér fannst afrek að vera bara tveimur mörkum undir í hálfleik. Einnig er það afrek að tapa bara með þremur mörkum miðað við hvernig dómgæslan var í þessum leik.” „Ég hef ekki tjáð mig um dómgæsluna í vetur, en þetta var ekki boðlegt,” sagði Einar. Dómarar leiksins voru þeir Ramunas Mikalonis og Þorleifur Árni Björnsson. Var það eitthvað eitt fremur en annað sem fór í skapið á Einari eða bara dómgæslan yfir höfuð? „Það var bara fátt rétt í dómgæslunni. Það voru skref dómar á Egil og Aron sem voru bara þvæla. Við fengum tvær mínútur í lokin og ruðningur á okkur, það var víti hinu megin.” „Það voru bara sjö til átta dómar í fyrri hálfleik sem ég gæti talið upp og eitthvað annað eins í síðari hálfleik. Menn geta bara horft á þetta. Þetta er ekki boðlegt. Það er algjörlega á hreinu.” Á tímapunkti í leiknum fékk Stjarnan mörg mörk í bakið þegar þeir einfaldlega köstuðu boltanum frá sér gegn sterkri Eyjavörninni. „Við vorum ekki að leysa þessa vörn nægilega vel. Mér fannst við samt finna opnanir meðan lykilmenn voru með ferska fætur. Við fórum með dauðafæri í 21-19 og það eru svona atriði sem breyta leikjunum.” „Því miður þá heppnaðist það ekki, en mér finnst framfarir á þessu hjá okkur sérstaklega varnarlega, þrátt fyrir að við höfum fengið á okkur 29 mörk. Við erum mikið einum færri og þetta var erfitt. Þetta tók mikin toll og við vorum orðnir mjög þreyttir í lokin. Eyjamenn voru ferskari í lokin.” Mikið hefur verið rætt og ritað um framgöngu Stjörnunnar á Íslandsmótinu til þessa. Finnst Einari þetta vonbrigði, að vera einungis með fimm sigra í fjórtán leikjum? „Þetta eru ákveðinn vonbrigði. Ég hefði viljað vera með fleiri stig og frammistaðan mætti vera betri. Það er staðreynd, en þetta er ekki búið. Nú kemur kærkomið frí og við náum að lappa upp á liðið. Við mætum sterkir til leiks á nýju ári. Það er klárt,” sagði Einar harður að lokum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - ÍBV 26-29 | Laskaðir Eyjamenn unnu síðasta leik ársins Síðasti handboltaleikur ársins á Íslandi fór fram í Mýrinni þar sem Stjörnumenn tóku á móti vængbrotnu liði Eyjamanna. 21. desember 2017 21:30 Mest lesið Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Enski boltinn Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Fleiri fréttir Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Sjá meira
„Við vorum að einhverju leyti klaufar. Við náðum tveggja marka forskoti og það fer á 30 sekúndum. Við köstum bara boltanum í hendurnar á þeim og þeir jafna,” sagði svekktur Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar, í samtali við Vísi eftir leik Stjörnunnar og ÍBV í Olís-deildar karla. „Við vorum orðnir helvíti þreyttir síðustu tíu mínúturnar, sérstaklega lykilmenn. Við vorum að reyna að rúlla þessu, en það var erfitt. Það var lítið framlag frá bekknum.” „Ég er stoltur af strákunum og mér fannst afrek að vera bara tveimur mörkum undir í hálfleik. Einnig er það afrek að tapa bara með þremur mörkum miðað við hvernig dómgæslan var í þessum leik.” „Ég hef ekki tjáð mig um dómgæsluna í vetur, en þetta var ekki boðlegt,” sagði Einar. Dómarar leiksins voru þeir Ramunas Mikalonis og Þorleifur Árni Björnsson. Var það eitthvað eitt fremur en annað sem fór í skapið á Einari eða bara dómgæslan yfir höfuð? „Það var bara fátt rétt í dómgæslunni. Það voru skref dómar á Egil og Aron sem voru bara þvæla. Við fengum tvær mínútur í lokin og ruðningur á okkur, það var víti hinu megin.” „Það voru bara sjö til átta dómar í fyrri hálfleik sem ég gæti talið upp og eitthvað annað eins í síðari hálfleik. Menn geta bara horft á þetta. Þetta er ekki boðlegt. Það er algjörlega á hreinu.” Á tímapunkti í leiknum fékk Stjarnan mörg mörk í bakið þegar þeir einfaldlega köstuðu boltanum frá sér gegn sterkri Eyjavörninni. „Við vorum ekki að leysa þessa vörn nægilega vel. Mér fannst við samt finna opnanir meðan lykilmenn voru með ferska fætur. Við fórum með dauðafæri í 21-19 og það eru svona atriði sem breyta leikjunum.” „Því miður þá heppnaðist það ekki, en mér finnst framfarir á þessu hjá okkur sérstaklega varnarlega, þrátt fyrir að við höfum fengið á okkur 29 mörk. Við erum mikið einum færri og þetta var erfitt. Þetta tók mikin toll og við vorum orðnir mjög þreyttir í lokin. Eyjamenn voru ferskari í lokin.” Mikið hefur verið rætt og ritað um framgöngu Stjörnunnar á Íslandsmótinu til þessa. Finnst Einari þetta vonbrigði, að vera einungis með fimm sigra í fjórtán leikjum? „Þetta eru ákveðinn vonbrigði. Ég hefði viljað vera með fleiri stig og frammistaðan mætti vera betri. Það er staðreynd, en þetta er ekki búið. Nú kemur kærkomið frí og við náum að lappa upp á liðið. Við mætum sterkir til leiks á nýju ári. Það er klárt,” sagði Einar harður að lokum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - ÍBV 26-29 | Laskaðir Eyjamenn unnu síðasta leik ársins Síðasti handboltaleikur ársins á Íslandi fór fram í Mýrinni þar sem Stjörnumenn tóku á móti vængbrotnu liði Eyjamanna. 21. desember 2017 21:30 Mest lesið Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Enski boltinn Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Fleiri fréttir Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - ÍBV 26-29 | Laskaðir Eyjamenn unnu síðasta leik ársins Síðasti handboltaleikur ársins á Íslandi fór fram í Mýrinni þar sem Stjörnumenn tóku á móti vængbrotnu liði Eyjamanna. 21. desember 2017 21:30