Alls hefur Schmidt starfað hjá Google í sautján ár. Hann var tilnefndur stjórnarformaður fyrirtækisins í mars 2001 og tók við sem forstjóri í ágúst sama ár. Því starfi gegndi hann fram í apríl 2011 en þá tók Schmidt við sem formaður framkvæmdastjórnar Google.
Þegar Alphabet var stofnað við endurskipulagningu Google í ágúst 2015 varð Schmidt stjórnarformaður móðurfélagsins, að því er segir í frétt CNN.
Á Twitter segist Schmidt, sem er 62 ára gamall, ætla að helga sig vísindum, tækni og mannúðarstarfi af enn frekari krafti.
After ten years as CEO and seven as Executive Chairman, I can't wait to dive into the latest in science, technology, and philanthropy. I look forward to working with Larry and Sergey on our future here at Alphabet. https://t.co/nVnZqMEHoI
— Eric Schmidt (@ericschmidt) December 21, 2017