Spá mikilli fjölgun hælisleitenda í Evrópu með hækkandi hita Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 27. desember 2017 07:00 Loftslagsbreytingar eru taldar hafa áhrif á fjölda hælisleitenda. Nígerskir hælisleitendur á leið til Evrópu. Nordicphotos/AFP Haldi hnattræn losun gróðurhúsalofttegunda áfram með óbreyttum hætti næstu áratugina er von á að fjöldi hælisleitenda í Evrópu þrefaldist fyrir árið 2100. Þannig er áætlað að hælisleitendum fjölgi um 660 þúsund á ári. Þetta eru meginniðurstöður nýrrar rannsóknar frá Columbia-háskóla sem birtar voru í vísindaritinu Science á dögunum. Rannsóknarhöfundarnir könnuðu hvernig óvæntar veðurfarsbreytingar köstuðust á við hælisumsóknir í Evrópusambandinu á árunum 2000 til 2014. Meðalfjöldi hælisleitenda á tímabilinu var 351 þúsund á ári. Höfundarnir leggja áherslu á tvær sviðsmyndir í baráttu alþjóðasamfélagsins við losun gróðurhúsalofttegunda. Báðar byggjast þær á losunarlíkönum vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna. Annars vegar er um að ræða líkan sem gerir ráð fyrir tiltölulega öflugum samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda en í þeirri sviðsmynd fjölgar hælisleitendum í ESB um 28 prósent fyrir árið 2100, eða um 98 þúsund manns á ári. Hins vegar er það sviðsmynd sem byggist á óbreyttri stöðu í losun gróðurhúsalofttegunda, þar sem hælisleitendum fjölgar um 188 prósent, eða um 660 þúsund á ári. Á þessu fimmtán ára tímabili bárust hælisumsóknir frá 103 mismunandi löndum. Þegar rannsóknarhöfundarnir könnuðu frávik í hitastigi á landbúnaðarsvæðum þeirra kom í ljós að því meira sem hiti fór yfir 20 gráður á vaxtartíma, því líklegra var fólk á svæðinu til að leita hælis annars staðar. Parísarsamningurinn, sem langflestar þjóðir heims eiga aðild að, var samþykktur þann 12. desember árið 2015 og gerir ráð fyrir hnattrænu átaki í losun gróðurhúsalofttegunda með það að markmiði að halda hlýnun Jarðar í eða undir tveimur gráðum, sé miðað við hitastig fyrir tíma iðnbyltingarinnar. Þannig gera jafnvel bjartsýnustu áætlanir ráð fyrir talsverðri hækkun og þar með mikilli fjölgun hælisleitenda í Evrópu, ef marka má rannsóknina frá Columbia-háskóla. Kenningar hafa lengi verið á lofti um að snöggar breytingar á veðurfari stuðli að fólksflótta, átökum og óstöðugleika. Árið 2011 sýndu vísindamenn fram á tengsl milli þurrkatíðar vegna El Niño-veðurfyrirbærisins og aukinna átaka og ofbeldis. Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Haldi hnattræn losun gróðurhúsalofttegunda áfram með óbreyttum hætti næstu áratugina er von á að fjöldi hælisleitenda í Evrópu þrefaldist fyrir árið 2100. Þannig er áætlað að hælisleitendum fjölgi um 660 þúsund á ári. Þetta eru meginniðurstöður nýrrar rannsóknar frá Columbia-háskóla sem birtar voru í vísindaritinu Science á dögunum. Rannsóknarhöfundarnir könnuðu hvernig óvæntar veðurfarsbreytingar köstuðust á við hælisumsóknir í Evrópusambandinu á árunum 2000 til 2014. Meðalfjöldi hælisleitenda á tímabilinu var 351 þúsund á ári. Höfundarnir leggja áherslu á tvær sviðsmyndir í baráttu alþjóðasamfélagsins við losun gróðurhúsalofttegunda. Báðar byggjast þær á losunarlíkönum vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna. Annars vegar er um að ræða líkan sem gerir ráð fyrir tiltölulega öflugum samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda en í þeirri sviðsmynd fjölgar hælisleitendum í ESB um 28 prósent fyrir árið 2100, eða um 98 þúsund manns á ári. Hins vegar er það sviðsmynd sem byggist á óbreyttri stöðu í losun gróðurhúsalofttegunda, þar sem hælisleitendum fjölgar um 188 prósent, eða um 660 þúsund á ári. Á þessu fimmtán ára tímabili bárust hælisumsóknir frá 103 mismunandi löndum. Þegar rannsóknarhöfundarnir könnuðu frávik í hitastigi á landbúnaðarsvæðum þeirra kom í ljós að því meira sem hiti fór yfir 20 gráður á vaxtartíma, því líklegra var fólk á svæðinu til að leita hælis annars staðar. Parísarsamningurinn, sem langflestar þjóðir heims eiga aðild að, var samþykktur þann 12. desember árið 2015 og gerir ráð fyrir hnattrænu átaki í losun gróðurhúsalofttegunda með það að markmiði að halda hlýnun Jarðar í eða undir tveimur gráðum, sé miðað við hitastig fyrir tíma iðnbyltingarinnar. Þannig gera jafnvel bjartsýnustu áætlanir ráð fyrir talsverðri hækkun og þar með mikilli fjölgun hælisleitenda í Evrópu, ef marka má rannsóknina frá Columbia-háskóla. Kenningar hafa lengi verið á lofti um að snöggar breytingar á veðurfari stuðli að fólksflótta, átökum og óstöðugleika. Árið 2011 sýndu vísindamenn fram á tengsl milli þurrkatíðar vegna El Niño-veðurfyrirbærisins og aukinna átaka og ofbeldis.
Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira