Skeptískur kjötiðnaðarmaður hrifinn af sous-vide: „Við Íslendingar erum tækjaóð“ Stefán Árni Pálsson skrifar 27. desember 2017 15:30 Hjónin Þórdís Bjarnadóttir og Ófeigur Ágúst áttu frábær og frönsk sous-vide jól. Sous-vide tæki seldust í bílförmum fyrir þessi jól og má með sanni segja að um sé að ræða jólagjöfina í ár. Um er að ræða tæki sem gerir fólki kleift að elda matinn við stöðugan hita í vatni, en þetta mun vera frönsk eldunaraðferð sem á rætur sínar að rekja til Frakklands. Hráefninu er pakkað í plast, eða vakumpakkað, og síðan eldað í vatni þar til það er tilbúið og réttum kjarnhita náð. Aðferðin snýst um að elda mat á lágum hita í lengri tíma. Þannig nær fólk jafnri hitun, sem tryggir að innsti hluti sé nægilega vel eldaður, og viðheldur rakastigi án þess þó að ofelda yfirborðið. Kjötiðnaðarmaðurinn Ófeigur Ágúst Leifsson varð fimmtugur á aðfangadag og fékk hann tvö Sous-Vide tæki í jólagjöf. Ófeigur er búsettur á Selfossi, sá um mötuneyti SS í mörg ár og er að hefja störf á Aski við Suðurlandsbraut, eftir nokkurra ára hlé.Fjallað um sous-vide í helstu matreiðsluþáttum „Við Íslendingar erum tækjaóð og eigum sennilega öll heimsmet þegar kemur að nýjum tækjum, en ég held að aðalástæðan fyrir því að þetta er að slá gjörsamlega í gegn núna er að það er fjallað um tækið í öllum helstu matreiðsluþáttum um heim allan,“ segir Ófeigur og bætir við að það sé ótrúlega auðvelt að nota sous-vide tæki. Ófeigur fékk tvö tæki á aðfangadag.Svona lítur tækið út.Vísir/vilhelm„Ég ætla ekki að skila öðru þeirra og langar bara að eiga þau bæði. Það er einmitt mjög hentugt að eiga tvö tæki, því þú ert oft með mismunandi hitastig á hráefninu. Þú ert kannski með nautakjöt, villibráð og kannski fisk líka. Til að getað eldað þetta á sama tíma þarf þetta að vera á mismunandi hitastigi. Svo er hægt að elda meðlætið einnig með þessari aðferð og jafnvel sósuna líka,“ segir Ófeigur sem prófaði tækin yfir jólin. „Ég eldaði andabringur og andaleggi með þessari aðferð. Ég var ekki nægilega ánægður með andabringurnar en andaleggirnir voru alveg æðislegir. Þessi tæki eru þrælsniðug og í sambandi við nautakjöt og steikurnar, þá nærðu alveg fullkomnari eldun. Þú hefur svo oft lent í vandræðum með þessar tegundir og þetta hráefni kostar oft mjög mikið. Það er því leiðinlegt að eyðileggja nautalundina og Sous-Vide gerir ferlið allt mun auðveldara.“Á að fækka mistökum Ófeigur segir að lokum að algengustu mistökin þegar kemur að nautakjöti sé að ofsteikja kjötið, en sous-vide ætti að fækka þeim mistökum. „Ég er menntaður kjötiðnaðarmaður og ég var svona á báðum áttum til að byrja með. Hráefniskunnátta mín er töluvert umfangsmeiri en hjá almennum kokki og því var ég nokkuð skeptískur til að byrja með, en tækið stóðst væntingar og gott betur en það.“Hér að neðan má sjá myndband þar sem farið er yfir það hvernig fólk getur lofttæmt poka án þess að nota til þess sérstaka vél. Mikilvægt þegar kemur að sous-vide. Jól Matur Tengdar fréttir Skata að sous-vide hætti Hjalti G. Hjartarson eldar skötu fyrir hver jól en á annan hátt en gerist og gengur. Hann notar sous-vide aðferðina við eldunina og segir skötuna ekki síðri en þá sem er elduð upp á gamla mátann. 23. desember 2017 09:00 Jólagjafir fyrirtækjanna: Sous Vide-tæki, þrettándi mánuðurinn og vegleg gjafabréf Vísir tók saman lista yfir jólagjafir íslenskra fyrirtækja til starfsmanna. 25. desember 2017 13:00 Hefðbundinn jólamatur með sous-vide Sous vide er það nýjasta í íslenskri matargerð. Aðferðin snýst um að elda mat á lágum hita í lengri tíma. Þannig nær fólk jafnri hitun, sem tryggir að innsti hluti sé nægilega vel eldaður, og viðheldur rakastigi án þess þó að ofelda yfirborðið. 23. desember 2017 07:00 Mest lesið „Ég er óléttur“ Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Gert til að efla hvatberana og frumurnar Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Sous-vide tæki seldust í bílförmum fyrir þessi jól og má með sanni segja að um sé að ræða jólagjöfina í ár. Um er að ræða tæki sem gerir fólki kleift að elda matinn við stöðugan hita í vatni, en þetta mun vera frönsk eldunaraðferð sem á rætur sínar að rekja til Frakklands. Hráefninu er pakkað í plast, eða vakumpakkað, og síðan eldað í vatni þar til það er tilbúið og réttum kjarnhita náð. Aðferðin snýst um að elda mat á lágum hita í lengri tíma. Þannig nær fólk jafnri hitun, sem tryggir að innsti hluti sé nægilega vel eldaður, og viðheldur rakastigi án þess þó að ofelda yfirborðið. Kjötiðnaðarmaðurinn Ófeigur Ágúst Leifsson varð fimmtugur á aðfangadag og fékk hann tvö Sous-Vide tæki í jólagjöf. Ófeigur er búsettur á Selfossi, sá um mötuneyti SS í mörg ár og er að hefja störf á Aski við Suðurlandsbraut, eftir nokkurra ára hlé.Fjallað um sous-vide í helstu matreiðsluþáttum „Við Íslendingar erum tækjaóð og eigum sennilega öll heimsmet þegar kemur að nýjum tækjum, en ég held að aðalástæðan fyrir því að þetta er að slá gjörsamlega í gegn núna er að það er fjallað um tækið í öllum helstu matreiðsluþáttum um heim allan,“ segir Ófeigur og bætir við að það sé ótrúlega auðvelt að nota sous-vide tæki. Ófeigur fékk tvö tæki á aðfangadag.Svona lítur tækið út.Vísir/vilhelm„Ég ætla ekki að skila öðru þeirra og langar bara að eiga þau bæði. Það er einmitt mjög hentugt að eiga tvö tæki, því þú ert oft með mismunandi hitastig á hráefninu. Þú ert kannski með nautakjöt, villibráð og kannski fisk líka. Til að getað eldað þetta á sama tíma þarf þetta að vera á mismunandi hitastigi. Svo er hægt að elda meðlætið einnig með þessari aðferð og jafnvel sósuna líka,“ segir Ófeigur sem prófaði tækin yfir jólin. „Ég eldaði andabringur og andaleggi með þessari aðferð. Ég var ekki nægilega ánægður með andabringurnar en andaleggirnir voru alveg æðislegir. Þessi tæki eru þrælsniðug og í sambandi við nautakjöt og steikurnar, þá nærðu alveg fullkomnari eldun. Þú hefur svo oft lent í vandræðum með þessar tegundir og þetta hráefni kostar oft mjög mikið. Það er því leiðinlegt að eyðileggja nautalundina og Sous-Vide gerir ferlið allt mun auðveldara.“Á að fækka mistökum Ófeigur segir að lokum að algengustu mistökin þegar kemur að nautakjöti sé að ofsteikja kjötið, en sous-vide ætti að fækka þeim mistökum. „Ég er menntaður kjötiðnaðarmaður og ég var svona á báðum áttum til að byrja með. Hráefniskunnátta mín er töluvert umfangsmeiri en hjá almennum kokki og því var ég nokkuð skeptískur til að byrja með, en tækið stóðst væntingar og gott betur en það.“Hér að neðan má sjá myndband þar sem farið er yfir það hvernig fólk getur lofttæmt poka án þess að nota til þess sérstaka vél. Mikilvægt þegar kemur að sous-vide.
Jól Matur Tengdar fréttir Skata að sous-vide hætti Hjalti G. Hjartarson eldar skötu fyrir hver jól en á annan hátt en gerist og gengur. Hann notar sous-vide aðferðina við eldunina og segir skötuna ekki síðri en þá sem er elduð upp á gamla mátann. 23. desember 2017 09:00 Jólagjafir fyrirtækjanna: Sous Vide-tæki, þrettándi mánuðurinn og vegleg gjafabréf Vísir tók saman lista yfir jólagjafir íslenskra fyrirtækja til starfsmanna. 25. desember 2017 13:00 Hefðbundinn jólamatur með sous-vide Sous vide er það nýjasta í íslenskri matargerð. Aðferðin snýst um að elda mat á lágum hita í lengri tíma. Þannig nær fólk jafnri hitun, sem tryggir að innsti hluti sé nægilega vel eldaður, og viðheldur rakastigi án þess þó að ofelda yfirborðið. 23. desember 2017 07:00 Mest lesið „Ég er óléttur“ Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Gert til að efla hvatberana og frumurnar Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Skata að sous-vide hætti Hjalti G. Hjartarson eldar skötu fyrir hver jól en á annan hátt en gerist og gengur. Hann notar sous-vide aðferðina við eldunina og segir skötuna ekki síðri en þá sem er elduð upp á gamla mátann. 23. desember 2017 09:00
Jólagjafir fyrirtækjanna: Sous Vide-tæki, þrettándi mánuðurinn og vegleg gjafabréf Vísir tók saman lista yfir jólagjafir íslenskra fyrirtækja til starfsmanna. 25. desember 2017 13:00
Hefðbundinn jólamatur með sous-vide Sous vide er það nýjasta í íslenskri matargerð. Aðferðin snýst um að elda mat á lágum hita í lengri tíma. Þannig nær fólk jafnri hitun, sem tryggir að innsti hluti sé nægilega vel eldaður, og viðheldur rakastigi án þess þó að ofelda yfirborðið. 23. desember 2017 07:00
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“