Körfubolti

Martin og Haukur Helgi kvöddu árið 2017 með sigrum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Martin átti góðan leik fyrir Chalons-Reims.
Martin átti góðan leik fyrir Chalons-Reims. vísir/getty
Martin Hermannsson var næststigahæstur í liði Chalons-Reims sem bar sigurorð af Gravelines-Dunkerque, 83-72, í síðasta leik sínum á árinu.

Þetta var þriðji sigur Chalons-Reims í síðustu fjórum leikjum. Liðið er í 12. sæti frönsku úrvalsdeildarinnar.

Martin skoraði 14 stig þrátt fyrir að hitta illa utan af velli. Hann tók einnig sjö fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Chalons-Reims vann þær mínútur sem íslenski landsliðsmaðurinn var inn á með 14 stigum.

Cholet, lið Hauks Helga Pálssonar, vann 12 stiga sigur á Antibes, 90-78, á heimavelli. Cholet er í 9. sæti deildarinnar.

Haukur Helgi skoraði 12 stig og tók þrjú fráköst í leiknum í kvöld. Cholet vann þær mínútur sem hann var inn á með 17 stigum. Enginn leikmaður í liði Cholet kom jafn vel út úr plús/mínus tölfræðinni og Haukur Helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×