Sport

Karlalandsliðið er lið ársins

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Leikmenn íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu fagna hér sæti á HM í Rússlandi næsta sumar eftir að liðið hafði unnið frábæran sigur á Kósóvó á Laugardalsvelli.
Leikmenn íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu fagna hér sæti á HM í Rússlandi næsta sumar eftir að liðið hafði unnið frábæran sigur á Kósóvó á Laugardalsvelli. Vísir/Eyþór
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er lið ársins að mati Samtaka íþróttafréttamanna.

Liðið tryggði sér sæti í lokakeppni Heimsmeistaramótsins sem fram fer í Rússlandi næsta sumar. Var það í fyrsta skipti í íslenskri íþróttasögu sem fótboltalandslið kemst inn á heimsmeistaramót og er Ísland lang minnsta þjóðin sem hefur tryggt sig í lokakeppnina.

Íslensku strákarnir unnu gríðarsterkan riðil í undankeppninni og sluppu þess vegna við að fara í umspil og gátu slakað á í eyðimörkinni í Katar í landsleikjahléinu í nóvembermánuði.

Liðið tapaði aðeins einum mótsleik á árinu, á útivelli gegn Finnum. Það vann bæði Króatíu og Úkraínu á heimavelli og stórkostlegur 0-3 sigur á Tyrklandi ytra setti liðið í góða stöðu fyrir síðasta mótsleik ársins, gegn Kósóvó á Laugardalsvelli þar sem HM sætið var tryggt.

Bakvörðurinn Birkir Már Sævarsson tók á móti verðlaununum fyrir liðið við hátíðlega athöfn í Hörpu nú í kvöld, en þetta er í fjórða sinn sem fótboltalandsliðið fær þennan titil.

Birkir Már með verðlaunin í kvöldvísir/ernir



Fleiri fréttir

Sjá meira


×