Starfsfólk Actavis ósátt og íhugar uppsagnir Haraldur Guðmundsson skrifar 29. desember 2017 08:00 Starfsemi Actavis á Íslandi er til húsa við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði. vísir/anton brink Mikil óánægja er meðal starfsmanna lyfjafyrirtækjanna Actavis og Medis hér á landi sem hefur leitt til þess að margir hafa sagt eða íhuga að segja starfi sínu lausu. Þeir sem Fréttablaðið ræddi við segja óvissu um framtíð fyrirtækjanna hér á landi, aukið vinnuálag og ákvörðun stjórnenda móðurfélagsins um að hætta við gjafir og viðburði tengda jólahátíðinni, hafa skapað slæman starfsanda. Alls starfa rúmlega 300 manns hjá Actavis og Medis hér á landi. Rekstur ísraelsks móðurfélags þeirra, samheitalyfjafyrirtækisins Teva Pharmaceutical Industries, sem keypti fyrirtækin tvö í ágúst 2016, er þungur um þessar mundir. Nýr forstjóri Teva, Kåre Schultz, tilkynnti fyrir tveimur vikum að til stæði að segja upp fjórðungi starfsmanna eða um fjórtan þúsund manns. Þá hefur Medis verið í söluferli síðan í ágúst. Starfsmönnum Actavis á Íslandi var sagt frá hagræðingaraðgerðum Teva í tölvupósti frá forstjóranum. Kvarta þeir í samtali við blaðið undan upplýsingagjöf stjórnenda og auknu vinnuálagi sem hafi meðal annars fylgt ákvörðun um að ekki yrði ráðið í stöður sem losna. Talsmaður Actavis og Medis segir í skriflegu svari að almenn starfsmannavelta hafi verið innan hefðbundinna marka síðastliðna mánuði. Ekki hafi verið ráðist í neinar uppsagnir starfsfólks.Starfsfólk Actavis og Medis fékk ekki jólagjafir frá fyrirtækinu eins og Vísir greindi frá í gær. Jólahlaðborð hafi þar að auki verið blásið af með um tveggja vikna fyrirvara. Heimildir blaðsins herma að skráningu á jólahlaðborðið hafi verið lokið þegar tölvupóstur barst um ákvörðun Teva. Hætt hafi verið við alla viðburði eða uppákomur og gjafir tengdar hátíðahöldunum. Sú ákvörðun er í takt við tilkynningu Teva um miðjan desember þar sem kom fram að engir bónusar yrðu greiddir út í desember né arðgreiðslur til hluthafa. Actavis lagði fyrr á þessu ári niður lyfjaframleiðslu sína hér á landi. Misstu þá rúmlega 250 manns vinnuna. Erfiðleikar Teva, sem skuldar um 30 milljarða Bandaríkjadala, hafa valdið miklum titringi í Ísrael enda eiga lífeyrissjóðir þar og almenningur allur mikið undir. Hafa stjórnvöld og íbúar gagnrýnt uppsagnir og lokun verksmiðja harðlega og farið fram á að starfsemi fyrirtækisins á Indlandi og Írlandi verði þess í stað hætt. Birtist í Fréttablaðinu Jólagjafir fyrirtækja Tengdar fréttir Móðurfélag Actavis segir upp 14 þúsund manns Teva, sem einnig er eigandi Allergan, móðurfélags Actavis á Íslandi, hefur í hyggju að segja upp 25 prósent starfsmanna sinna eða um 14 þúsund manns. 14. desember 2017 14:33 Engar jólagjafir, jólahlaðborð eða bónusar til starfsfólks Actavis og Medis Ákvörðunin er tekin af ísraelska fyrirtækinu Teva, sem er móðurfélag fyrirtækjanna tveggja. Skuldir Teva hafa þyngst töluvert undanfarið og þurfti fyrirtækið til að mynda að segja upp 14 þúsund starfsmönnum nýlega. 28. desember 2017 09:30 Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Mikil óánægja er meðal starfsmanna lyfjafyrirtækjanna Actavis og Medis hér á landi sem hefur leitt til þess að margir hafa sagt eða íhuga að segja starfi sínu lausu. Þeir sem Fréttablaðið ræddi við segja óvissu um framtíð fyrirtækjanna hér á landi, aukið vinnuálag og ákvörðun stjórnenda móðurfélagsins um að hætta við gjafir og viðburði tengda jólahátíðinni, hafa skapað slæman starfsanda. Alls starfa rúmlega 300 manns hjá Actavis og Medis hér á landi. Rekstur ísraelsks móðurfélags þeirra, samheitalyfjafyrirtækisins Teva Pharmaceutical Industries, sem keypti fyrirtækin tvö í ágúst 2016, er þungur um þessar mundir. Nýr forstjóri Teva, Kåre Schultz, tilkynnti fyrir tveimur vikum að til stæði að segja upp fjórðungi starfsmanna eða um fjórtan þúsund manns. Þá hefur Medis verið í söluferli síðan í ágúst. Starfsmönnum Actavis á Íslandi var sagt frá hagræðingaraðgerðum Teva í tölvupósti frá forstjóranum. Kvarta þeir í samtali við blaðið undan upplýsingagjöf stjórnenda og auknu vinnuálagi sem hafi meðal annars fylgt ákvörðun um að ekki yrði ráðið í stöður sem losna. Talsmaður Actavis og Medis segir í skriflegu svari að almenn starfsmannavelta hafi verið innan hefðbundinna marka síðastliðna mánuði. Ekki hafi verið ráðist í neinar uppsagnir starfsfólks.Starfsfólk Actavis og Medis fékk ekki jólagjafir frá fyrirtækinu eins og Vísir greindi frá í gær. Jólahlaðborð hafi þar að auki verið blásið af með um tveggja vikna fyrirvara. Heimildir blaðsins herma að skráningu á jólahlaðborðið hafi verið lokið þegar tölvupóstur barst um ákvörðun Teva. Hætt hafi verið við alla viðburði eða uppákomur og gjafir tengdar hátíðahöldunum. Sú ákvörðun er í takt við tilkynningu Teva um miðjan desember þar sem kom fram að engir bónusar yrðu greiddir út í desember né arðgreiðslur til hluthafa. Actavis lagði fyrr á þessu ári niður lyfjaframleiðslu sína hér á landi. Misstu þá rúmlega 250 manns vinnuna. Erfiðleikar Teva, sem skuldar um 30 milljarða Bandaríkjadala, hafa valdið miklum titringi í Ísrael enda eiga lífeyrissjóðir þar og almenningur allur mikið undir. Hafa stjórnvöld og íbúar gagnrýnt uppsagnir og lokun verksmiðja harðlega og farið fram á að starfsemi fyrirtækisins á Indlandi og Írlandi verði þess í stað hætt.
Birtist í Fréttablaðinu Jólagjafir fyrirtækja Tengdar fréttir Móðurfélag Actavis segir upp 14 þúsund manns Teva, sem einnig er eigandi Allergan, móðurfélags Actavis á Íslandi, hefur í hyggju að segja upp 25 prósent starfsmanna sinna eða um 14 þúsund manns. 14. desember 2017 14:33 Engar jólagjafir, jólahlaðborð eða bónusar til starfsfólks Actavis og Medis Ákvörðunin er tekin af ísraelska fyrirtækinu Teva, sem er móðurfélag fyrirtækjanna tveggja. Skuldir Teva hafa þyngst töluvert undanfarið og þurfti fyrirtækið til að mynda að segja upp 14 þúsund starfsmönnum nýlega. 28. desember 2017 09:30 Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Móðurfélag Actavis segir upp 14 þúsund manns Teva, sem einnig er eigandi Allergan, móðurfélags Actavis á Íslandi, hefur í hyggju að segja upp 25 prósent starfsmanna sinna eða um 14 þúsund manns. 14. desember 2017 14:33
Engar jólagjafir, jólahlaðborð eða bónusar til starfsfólks Actavis og Medis Ákvörðunin er tekin af ísraelska fyrirtækinu Teva, sem er móðurfélag fyrirtækjanna tveggja. Skuldir Teva hafa þyngst töluvert undanfarið og þurfti fyrirtækið til að mynda að segja upp 14 þúsund starfsmönnum nýlega. 28. desember 2017 09:30