Starfsfólk Actavis ósátt og íhugar uppsagnir Haraldur Guðmundsson skrifar 29. desember 2017 08:00 Starfsemi Actavis á Íslandi er til húsa við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði. vísir/anton brink Mikil óánægja er meðal starfsmanna lyfjafyrirtækjanna Actavis og Medis hér á landi sem hefur leitt til þess að margir hafa sagt eða íhuga að segja starfi sínu lausu. Þeir sem Fréttablaðið ræddi við segja óvissu um framtíð fyrirtækjanna hér á landi, aukið vinnuálag og ákvörðun stjórnenda móðurfélagsins um að hætta við gjafir og viðburði tengda jólahátíðinni, hafa skapað slæman starfsanda. Alls starfa rúmlega 300 manns hjá Actavis og Medis hér á landi. Rekstur ísraelsks móðurfélags þeirra, samheitalyfjafyrirtækisins Teva Pharmaceutical Industries, sem keypti fyrirtækin tvö í ágúst 2016, er þungur um þessar mundir. Nýr forstjóri Teva, Kåre Schultz, tilkynnti fyrir tveimur vikum að til stæði að segja upp fjórðungi starfsmanna eða um fjórtan þúsund manns. Þá hefur Medis verið í söluferli síðan í ágúst. Starfsmönnum Actavis á Íslandi var sagt frá hagræðingaraðgerðum Teva í tölvupósti frá forstjóranum. Kvarta þeir í samtali við blaðið undan upplýsingagjöf stjórnenda og auknu vinnuálagi sem hafi meðal annars fylgt ákvörðun um að ekki yrði ráðið í stöður sem losna. Talsmaður Actavis og Medis segir í skriflegu svari að almenn starfsmannavelta hafi verið innan hefðbundinna marka síðastliðna mánuði. Ekki hafi verið ráðist í neinar uppsagnir starfsfólks.Starfsfólk Actavis og Medis fékk ekki jólagjafir frá fyrirtækinu eins og Vísir greindi frá í gær. Jólahlaðborð hafi þar að auki verið blásið af með um tveggja vikna fyrirvara. Heimildir blaðsins herma að skráningu á jólahlaðborðið hafi verið lokið þegar tölvupóstur barst um ákvörðun Teva. Hætt hafi verið við alla viðburði eða uppákomur og gjafir tengdar hátíðahöldunum. Sú ákvörðun er í takt við tilkynningu Teva um miðjan desember þar sem kom fram að engir bónusar yrðu greiddir út í desember né arðgreiðslur til hluthafa. Actavis lagði fyrr á þessu ári niður lyfjaframleiðslu sína hér á landi. Misstu þá rúmlega 250 manns vinnuna. Erfiðleikar Teva, sem skuldar um 30 milljarða Bandaríkjadala, hafa valdið miklum titringi í Ísrael enda eiga lífeyrissjóðir þar og almenningur allur mikið undir. Hafa stjórnvöld og íbúar gagnrýnt uppsagnir og lokun verksmiðja harðlega og farið fram á að starfsemi fyrirtækisins á Indlandi og Írlandi verði þess í stað hætt. Birtist í Fréttablaðinu Jólagjafir fyrirtækja Tengdar fréttir Móðurfélag Actavis segir upp 14 þúsund manns Teva, sem einnig er eigandi Allergan, móðurfélags Actavis á Íslandi, hefur í hyggju að segja upp 25 prósent starfsmanna sinna eða um 14 þúsund manns. 14. desember 2017 14:33 Engar jólagjafir, jólahlaðborð eða bónusar til starfsfólks Actavis og Medis Ákvörðunin er tekin af ísraelska fyrirtækinu Teva, sem er móðurfélag fyrirtækjanna tveggja. Skuldir Teva hafa þyngst töluvert undanfarið og þurfti fyrirtækið til að mynda að segja upp 14 þúsund starfsmönnum nýlega. 28. desember 2017 09:30 Mest lesið Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Mikil óánægja er meðal starfsmanna lyfjafyrirtækjanna Actavis og Medis hér á landi sem hefur leitt til þess að margir hafa sagt eða íhuga að segja starfi sínu lausu. Þeir sem Fréttablaðið ræddi við segja óvissu um framtíð fyrirtækjanna hér á landi, aukið vinnuálag og ákvörðun stjórnenda móðurfélagsins um að hætta við gjafir og viðburði tengda jólahátíðinni, hafa skapað slæman starfsanda. Alls starfa rúmlega 300 manns hjá Actavis og Medis hér á landi. Rekstur ísraelsks móðurfélags þeirra, samheitalyfjafyrirtækisins Teva Pharmaceutical Industries, sem keypti fyrirtækin tvö í ágúst 2016, er þungur um þessar mundir. Nýr forstjóri Teva, Kåre Schultz, tilkynnti fyrir tveimur vikum að til stæði að segja upp fjórðungi starfsmanna eða um fjórtan þúsund manns. Þá hefur Medis verið í söluferli síðan í ágúst. Starfsmönnum Actavis á Íslandi var sagt frá hagræðingaraðgerðum Teva í tölvupósti frá forstjóranum. Kvarta þeir í samtali við blaðið undan upplýsingagjöf stjórnenda og auknu vinnuálagi sem hafi meðal annars fylgt ákvörðun um að ekki yrði ráðið í stöður sem losna. Talsmaður Actavis og Medis segir í skriflegu svari að almenn starfsmannavelta hafi verið innan hefðbundinna marka síðastliðna mánuði. Ekki hafi verið ráðist í neinar uppsagnir starfsfólks.Starfsfólk Actavis og Medis fékk ekki jólagjafir frá fyrirtækinu eins og Vísir greindi frá í gær. Jólahlaðborð hafi þar að auki verið blásið af með um tveggja vikna fyrirvara. Heimildir blaðsins herma að skráningu á jólahlaðborðið hafi verið lokið þegar tölvupóstur barst um ákvörðun Teva. Hætt hafi verið við alla viðburði eða uppákomur og gjafir tengdar hátíðahöldunum. Sú ákvörðun er í takt við tilkynningu Teva um miðjan desember þar sem kom fram að engir bónusar yrðu greiddir út í desember né arðgreiðslur til hluthafa. Actavis lagði fyrr á þessu ári niður lyfjaframleiðslu sína hér á landi. Misstu þá rúmlega 250 manns vinnuna. Erfiðleikar Teva, sem skuldar um 30 milljarða Bandaríkjadala, hafa valdið miklum titringi í Ísrael enda eiga lífeyrissjóðir þar og almenningur allur mikið undir. Hafa stjórnvöld og íbúar gagnrýnt uppsagnir og lokun verksmiðja harðlega og farið fram á að starfsemi fyrirtækisins á Indlandi og Írlandi verði þess í stað hætt.
Birtist í Fréttablaðinu Jólagjafir fyrirtækja Tengdar fréttir Móðurfélag Actavis segir upp 14 þúsund manns Teva, sem einnig er eigandi Allergan, móðurfélags Actavis á Íslandi, hefur í hyggju að segja upp 25 prósent starfsmanna sinna eða um 14 þúsund manns. 14. desember 2017 14:33 Engar jólagjafir, jólahlaðborð eða bónusar til starfsfólks Actavis og Medis Ákvörðunin er tekin af ísraelska fyrirtækinu Teva, sem er móðurfélag fyrirtækjanna tveggja. Skuldir Teva hafa þyngst töluvert undanfarið og þurfti fyrirtækið til að mynda að segja upp 14 þúsund starfsmönnum nýlega. 28. desember 2017 09:30 Mest lesið Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Móðurfélag Actavis segir upp 14 þúsund manns Teva, sem einnig er eigandi Allergan, móðurfélags Actavis á Íslandi, hefur í hyggju að segja upp 25 prósent starfsmanna sinna eða um 14 þúsund manns. 14. desember 2017 14:33
Engar jólagjafir, jólahlaðborð eða bónusar til starfsfólks Actavis og Medis Ákvörðunin er tekin af ísraelska fyrirtækinu Teva, sem er móðurfélag fyrirtækjanna tveggja. Skuldir Teva hafa þyngst töluvert undanfarið og þurfti fyrirtækið til að mynda að segja upp 14 þúsund starfsmönnum nýlega. 28. desember 2017 09:30