Starfsfólk Actavis ósátt og íhugar uppsagnir Haraldur Guðmundsson skrifar 29. desember 2017 08:00 Starfsemi Actavis á Íslandi er til húsa við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði. vísir/anton brink Mikil óánægja er meðal starfsmanna lyfjafyrirtækjanna Actavis og Medis hér á landi sem hefur leitt til þess að margir hafa sagt eða íhuga að segja starfi sínu lausu. Þeir sem Fréttablaðið ræddi við segja óvissu um framtíð fyrirtækjanna hér á landi, aukið vinnuálag og ákvörðun stjórnenda móðurfélagsins um að hætta við gjafir og viðburði tengda jólahátíðinni, hafa skapað slæman starfsanda. Alls starfa rúmlega 300 manns hjá Actavis og Medis hér á landi. Rekstur ísraelsks móðurfélags þeirra, samheitalyfjafyrirtækisins Teva Pharmaceutical Industries, sem keypti fyrirtækin tvö í ágúst 2016, er þungur um þessar mundir. Nýr forstjóri Teva, Kåre Schultz, tilkynnti fyrir tveimur vikum að til stæði að segja upp fjórðungi starfsmanna eða um fjórtan þúsund manns. Þá hefur Medis verið í söluferli síðan í ágúst. Starfsmönnum Actavis á Íslandi var sagt frá hagræðingaraðgerðum Teva í tölvupósti frá forstjóranum. Kvarta þeir í samtali við blaðið undan upplýsingagjöf stjórnenda og auknu vinnuálagi sem hafi meðal annars fylgt ákvörðun um að ekki yrði ráðið í stöður sem losna. Talsmaður Actavis og Medis segir í skriflegu svari að almenn starfsmannavelta hafi verið innan hefðbundinna marka síðastliðna mánuði. Ekki hafi verið ráðist í neinar uppsagnir starfsfólks.Starfsfólk Actavis og Medis fékk ekki jólagjafir frá fyrirtækinu eins og Vísir greindi frá í gær. Jólahlaðborð hafi þar að auki verið blásið af með um tveggja vikna fyrirvara. Heimildir blaðsins herma að skráningu á jólahlaðborðið hafi verið lokið þegar tölvupóstur barst um ákvörðun Teva. Hætt hafi verið við alla viðburði eða uppákomur og gjafir tengdar hátíðahöldunum. Sú ákvörðun er í takt við tilkynningu Teva um miðjan desember þar sem kom fram að engir bónusar yrðu greiddir út í desember né arðgreiðslur til hluthafa. Actavis lagði fyrr á þessu ári niður lyfjaframleiðslu sína hér á landi. Misstu þá rúmlega 250 manns vinnuna. Erfiðleikar Teva, sem skuldar um 30 milljarða Bandaríkjadala, hafa valdið miklum titringi í Ísrael enda eiga lífeyrissjóðir þar og almenningur allur mikið undir. Hafa stjórnvöld og íbúar gagnrýnt uppsagnir og lokun verksmiðja harðlega og farið fram á að starfsemi fyrirtækisins á Indlandi og Írlandi verði þess í stað hætt. Birtist í Fréttablaðinu Jólagjafir fyrirtækja Tengdar fréttir Móðurfélag Actavis segir upp 14 þúsund manns Teva, sem einnig er eigandi Allergan, móðurfélags Actavis á Íslandi, hefur í hyggju að segja upp 25 prósent starfsmanna sinna eða um 14 þúsund manns. 14. desember 2017 14:33 Engar jólagjafir, jólahlaðborð eða bónusar til starfsfólks Actavis og Medis Ákvörðunin er tekin af ísraelska fyrirtækinu Teva, sem er móðurfélag fyrirtækjanna tveggja. Skuldir Teva hafa þyngst töluvert undanfarið og þurfti fyrirtækið til að mynda að segja upp 14 þúsund starfsmönnum nýlega. 28. desember 2017 09:30 Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira
Mikil óánægja er meðal starfsmanna lyfjafyrirtækjanna Actavis og Medis hér á landi sem hefur leitt til þess að margir hafa sagt eða íhuga að segja starfi sínu lausu. Þeir sem Fréttablaðið ræddi við segja óvissu um framtíð fyrirtækjanna hér á landi, aukið vinnuálag og ákvörðun stjórnenda móðurfélagsins um að hætta við gjafir og viðburði tengda jólahátíðinni, hafa skapað slæman starfsanda. Alls starfa rúmlega 300 manns hjá Actavis og Medis hér á landi. Rekstur ísraelsks móðurfélags þeirra, samheitalyfjafyrirtækisins Teva Pharmaceutical Industries, sem keypti fyrirtækin tvö í ágúst 2016, er þungur um þessar mundir. Nýr forstjóri Teva, Kåre Schultz, tilkynnti fyrir tveimur vikum að til stæði að segja upp fjórðungi starfsmanna eða um fjórtan þúsund manns. Þá hefur Medis verið í söluferli síðan í ágúst. Starfsmönnum Actavis á Íslandi var sagt frá hagræðingaraðgerðum Teva í tölvupósti frá forstjóranum. Kvarta þeir í samtali við blaðið undan upplýsingagjöf stjórnenda og auknu vinnuálagi sem hafi meðal annars fylgt ákvörðun um að ekki yrði ráðið í stöður sem losna. Talsmaður Actavis og Medis segir í skriflegu svari að almenn starfsmannavelta hafi verið innan hefðbundinna marka síðastliðna mánuði. Ekki hafi verið ráðist í neinar uppsagnir starfsfólks.Starfsfólk Actavis og Medis fékk ekki jólagjafir frá fyrirtækinu eins og Vísir greindi frá í gær. Jólahlaðborð hafi þar að auki verið blásið af með um tveggja vikna fyrirvara. Heimildir blaðsins herma að skráningu á jólahlaðborðið hafi verið lokið þegar tölvupóstur barst um ákvörðun Teva. Hætt hafi verið við alla viðburði eða uppákomur og gjafir tengdar hátíðahöldunum. Sú ákvörðun er í takt við tilkynningu Teva um miðjan desember þar sem kom fram að engir bónusar yrðu greiddir út í desember né arðgreiðslur til hluthafa. Actavis lagði fyrr á þessu ári niður lyfjaframleiðslu sína hér á landi. Misstu þá rúmlega 250 manns vinnuna. Erfiðleikar Teva, sem skuldar um 30 milljarða Bandaríkjadala, hafa valdið miklum titringi í Ísrael enda eiga lífeyrissjóðir þar og almenningur allur mikið undir. Hafa stjórnvöld og íbúar gagnrýnt uppsagnir og lokun verksmiðja harðlega og farið fram á að starfsemi fyrirtækisins á Indlandi og Írlandi verði þess í stað hætt.
Birtist í Fréttablaðinu Jólagjafir fyrirtækja Tengdar fréttir Móðurfélag Actavis segir upp 14 þúsund manns Teva, sem einnig er eigandi Allergan, móðurfélags Actavis á Íslandi, hefur í hyggju að segja upp 25 prósent starfsmanna sinna eða um 14 þúsund manns. 14. desember 2017 14:33 Engar jólagjafir, jólahlaðborð eða bónusar til starfsfólks Actavis og Medis Ákvörðunin er tekin af ísraelska fyrirtækinu Teva, sem er móðurfélag fyrirtækjanna tveggja. Skuldir Teva hafa þyngst töluvert undanfarið og þurfti fyrirtækið til að mynda að segja upp 14 þúsund starfsmönnum nýlega. 28. desember 2017 09:30 Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira
Móðurfélag Actavis segir upp 14 þúsund manns Teva, sem einnig er eigandi Allergan, móðurfélags Actavis á Íslandi, hefur í hyggju að segja upp 25 prósent starfsmanna sinna eða um 14 þúsund manns. 14. desember 2017 14:33
Engar jólagjafir, jólahlaðborð eða bónusar til starfsfólks Actavis og Medis Ákvörðunin er tekin af ísraelska fyrirtækinu Teva, sem er móðurfélag fyrirtækjanna tveggja. Skuldir Teva hafa þyngst töluvert undanfarið og þurfti fyrirtækið til að mynda að segja upp 14 þúsund starfsmönnum nýlega. 28. desember 2017 09:30