Innlent

Ísland og Færeyjar deila um kolmunna

Færeyingar vilja fá að veiða meira af þorski en þeir hafa fengið hingað til.
Færeyingar vilja fá að veiða meira af þorski en þeir hafa fengið hingað til. Vísir/GVA
Samningaviðræður Íslands og Færeyja um gagnkvæmar fiskveiðar innan efnahagslögsögu landanna hafa siglt í strand að hluta. Fundað verður um málið í atvinnuveganefnd þingsins í dag.

Utanríkisráðherra hefur lagt fram þingályktunartillögu sem heimilar ríkisstjórninni að staðfesta samninga um veiðarnar, sem náðust í júlí, fyrir Íslands hönd. Heimildin er bundin þeim fyrirvara að íslenskum skipum verði jafnframt heimilt að veiða kolmunna og norsk-íslenska síld innan lögsögu Færeyja á komandi ári.

Deilan nú snýst meðal annars um að Færeyingar vilja fá auknar veiðiheimildir í botnfiski, þar með talið þorski, í lögsögu Íslands. Náist samkomulag ekki munu íslensk skip ekki geta veitt kolmunna og norsk-íslenska síld í færeyskri lögsögu. Tæp 90 prósent kolmunnaafla Íslands er veiddur þar.

„Við fáum kynningu frá trúnaðarfulltrúum utanríkis- og sjávarútvegsráðuneytisins. Það er vonandi að þessi ágreiningur leysist sem fyrst,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×