Sjö milljónir króna til „ýmissa verkefna“ Ólafs Ragnars Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. desember 2017 10:50 Ólafur Ragnar, eiginkona hans Dorrit Moussaieff, ásamt Vigdísi Finnbogadóttur. Vísir/Pjetur Meirihluti fjárlaganefndar gerir tillögu að sjö milljóna tímabundnu framlagi til utanríkisþjónustunnar í nefndaráliti um frumvarp til fjárlaga. Peningarnir eru ætlaðir Ólafi Ragnari Grímssyni, fyrrverandi forseta Íslands, til ýmissa verkefna sem séu enn á hans borði eftir að hann lét af embætti árið 2016. Áætlað er að viðbótarkostnaður utanríkisráðuneytis vegna þessa nemi allt að 7 millj. kr. á ári, um 5,5 millj. kr. vegna launakostnaðar og um 1,5 millj. kr. vegna ferðakostnaðar að því er segir í álitinu. Vísar nefndin til þess að í nágrannalöndunum sé viðtekin venja að fyrrverandi þjóðarleiðtogum bjóðist slík þjónusta. Þá hafi fyrrverandi forseta Íslands, frú Vigdísi Finnbogadóttur, verið tryggð aðstoð og þjónusta af þessu tagi. Lífið eftir Bessastaði Ólafur Ragnar hefur verið á faraldsfæti undanfarna mánuði og sagðist í viðtali í Fréttablaðinu í september upplifa meira frelsi en hann hefði gert um áratuga skeið. „Þetta hefur að mörgu leyti verið mjög skemmtilegur og gefandi tími, þó að ferðalögin hafi kannski verið nokkuð mikil. Það var tekið saman í fjölskyldunni fyrir skömmu að á þessu rúma ári síðan ég hætti sem forseti væri ég búinn að halda fyrirlestra og ræður á ráðstefnum og þingum í 15 borgum í fimm heimsálfum,“ sagði Ólafur Ragnar. Hann hefur farið til Bandaríkjanna, Kanada, Evrópu, Rússlands, Kína, Kasakstan, Miðausturlanda, Afríku og Suður-Ameríku á undnaförnu ári. „Tíminn hefur því að mörgu leyti verið annasamari en hann var á tíðum meðan ég var á Bessastöðum. Þá tóku daglegar annir og föst verkefni forsetaembættisins ansi mikinn tíma. Það var oft erfitt að sinna meginmálum og höfuðáherslum sem ég hafði haft mikinn áhuga á og skipta Ísland miklu máli. En eftir að ég lét af embætti þá hef ég frelsi til að velja og hafna. Það eru ánægjuleg viðbrigði. Það er eiginlega í fyrsta skipti sem ég hef haft það vegna þess að meðan ég var þingmaður og ráðherra þá voru skyldurnar, kvöðin að vera á vettvangi dagsdaglega svo mikil að ég hafði ekki slíkt frelsi.“ Ólafur Ragnar Grímsson Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira
Meirihluti fjárlaganefndar gerir tillögu að sjö milljóna tímabundnu framlagi til utanríkisþjónustunnar í nefndaráliti um frumvarp til fjárlaga. Peningarnir eru ætlaðir Ólafi Ragnari Grímssyni, fyrrverandi forseta Íslands, til ýmissa verkefna sem séu enn á hans borði eftir að hann lét af embætti árið 2016. Áætlað er að viðbótarkostnaður utanríkisráðuneytis vegna þessa nemi allt að 7 millj. kr. á ári, um 5,5 millj. kr. vegna launakostnaðar og um 1,5 millj. kr. vegna ferðakostnaðar að því er segir í álitinu. Vísar nefndin til þess að í nágrannalöndunum sé viðtekin venja að fyrrverandi þjóðarleiðtogum bjóðist slík þjónusta. Þá hafi fyrrverandi forseta Íslands, frú Vigdísi Finnbogadóttur, verið tryggð aðstoð og þjónusta af þessu tagi. Lífið eftir Bessastaði Ólafur Ragnar hefur verið á faraldsfæti undanfarna mánuði og sagðist í viðtali í Fréttablaðinu í september upplifa meira frelsi en hann hefði gert um áratuga skeið. „Þetta hefur að mörgu leyti verið mjög skemmtilegur og gefandi tími, þó að ferðalögin hafi kannski verið nokkuð mikil. Það var tekið saman í fjölskyldunni fyrir skömmu að á þessu rúma ári síðan ég hætti sem forseti væri ég búinn að halda fyrirlestra og ræður á ráðstefnum og þingum í 15 borgum í fimm heimsálfum,“ sagði Ólafur Ragnar. Hann hefur farið til Bandaríkjanna, Kanada, Evrópu, Rússlands, Kína, Kasakstan, Miðausturlanda, Afríku og Suður-Ameríku á undnaförnu ári. „Tíminn hefur því að mörgu leyti verið annasamari en hann var á tíðum meðan ég var á Bessastöðum. Þá tóku daglegar annir og föst verkefni forsetaembættisins ansi mikinn tíma. Það var oft erfitt að sinna meginmálum og höfuðáherslum sem ég hafði haft mikinn áhuga á og skipta Ísland miklu máli. En eftir að ég lét af embætti þá hef ég frelsi til að velja og hafna. Það eru ánægjuleg viðbrigði. Það er eiginlega í fyrsta skipti sem ég hef haft það vegna þess að meðan ég var þingmaður og ráðherra þá voru skyldurnar, kvöðin að vera á vettvangi dagsdaglega svo mikil að ég hafði ekki slíkt frelsi.“
Ólafur Ragnar Grímsson Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira