Linda Wenzel gæti hlotið dauðadóm í Írak: „Mig langar bara að komast burt“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. júlí 2017 11:15 Talið er að Linda hafi gengið til liðs við hin alræmdu hryðjuverkasamtök ISIS. Hún fannst heil á húfi í Írak. Vísir/AP Það var fyrir um ári sem foreldrar Lindu Wenzel, þýskrar unglingsstúlku sem handtekin var á meðal ISIS-liða í Mósúl í Írak í síðustu viku, byrjuðu að leita að dóttur sinni eftir að hún hvarf frá heimabæ þeirra Pulsnitz nálægt borginni Dresden. Þýsk yfirvöld staðfestu í gær að Linda væri fundin heil á húfi, það er ekkert amar að henni líkamlega en óljóst er hvernig andleg líðan stúlkunnar er. Talið er að Linda hafi flúið að heiman fyrir ári síðan til að ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin ISIS en hún var ein af fimm konum sem öryggissveit írakska hersins handtók þegar herinn tók yfir gömlu borgina í Mósúl. En hver er Linda, þessi unglingsstúlka frá smábænum Pulsnitz, sem gekk, að því virðist, til liðs við alræmd hryðjuverkasamtök?Gríðarleg eyðilegging blasir við í borginni Mósúl eftir bardagana þar undanfarið.vísir/gettyGóður námsmaður sem komst í kynni við öfgamenn á netinu Írakski blaðamaðurinn Amir Musawy heimsótti Lindu í síðustu viku en hann var hluti af rannsóknarteymi þýska blaðsins Süddeutsche Zeitung og ríkisstöðvanna NDR og WDR. Musawy segir að hann hafi verið fyrsti blaðamaðurinn til að hitta Lindu eftir að öryggissveitirnar fundu hana. „Mér virtist sem hún skildi ekki alveg hvað hafði komið fyrir hana eða hvað hún hafði gert,“ er haft eftir Musawy á vef CNN. Þar er vísað í umfjöllun Süddeutsche Zeitung og viðtals Musawy við Lindu. „Mig langar bara að komast burt. Mig langar að komast burt frá þessu stríði, burt frá öllum þessu vopnum, burt úr hávaðanum,“ sagði Linda. Þá kvaðst hún einnig vera tilbúin að bera vitni. Talið er að Linda hafa flúið að heiman stuttu eftir að hún tók upp íslamstrú. Hún var góður námsmaður sem komst í kynni við öfgamenn á internetinu. Hún var allt í einu að hlusta á arabíska tónlist í staðinn fyrir rapp og ekki leið á löngu þar til hún var farin að ganga með slæðu.Giftist vígamanni ISIS sem lést skömmu eftir brúðkaupið Linda hitti tilvonandi eiginmann sinn, vígamann fyrir ISIS-samtökin, á netinu. Hún ferðaðist til Istanbúl í Tyrklandi í júlí í fyrra og sagði við Musawy að það hafi hún verið flutt, gegn vilja sínum, til Mósúl. Þegar þangað var komið giftist hún vígamanni ISIS en hann lét lífið í bardaga skömmu síðar. Að því er fram kemur í umfjöllun New York Times var Linda í felum í kjallara í Mósúl þegar öryggissveitirnar fundu hana og handtóku. Hún var þá með sár á fótlegg sem hún sagði vera eftir loftárás en kvaðst að öðru leyti hafa það ágætt. Haft var eftir föður Lindu í þýskum fjölmiðlum að hann hefði brotnað saman þegar hann fékk fregnir af því að hún væri á lífi. „Ég vona svo sannarlega að Linda komist heilu og höldnu heim. Ég mun alltaf vera til staðar fyrir hana.“ Ekki liggur enn fyrir hvort að Linda muni snúa heim til Þýskalands þar sem hennar gætu beðið réttarhöld í Írak verði það staðfest að hún hafi gengið til liðs við ISIS. Þá er hugsanlegt að hún verði dæmd til dauða. Meira en 930 manns, þar á meðal börn, hafa farið frá Þýskalandi til Íraks og Sýrlands til að berjast með ISIS. Þýsk yfirvöld telja að um 20 prósent af þessum fjölda séu ungar stúlkar og konur. Tengdar fréttir Þýska stúlkan fundin heil á húfi í Írak Yfirvöld í Þýskalandi staðfestu í dag að þýska stúlkan, sem strauk að heiman árið 2016 til að ganga til liðs við samtökin sem kenna sig við Íslamskt ríki, er fundin heil á húfi í Írak. 24. júlí 2017 20:20 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Það var fyrir um ári sem foreldrar Lindu Wenzel, þýskrar unglingsstúlku sem handtekin var á meðal ISIS-liða í Mósúl í Írak í síðustu viku, byrjuðu að leita að dóttur sinni eftir að hún hvarf frá heimabæ þeirra Pulsnitz nálægt borginni Dresden. Þýsk yfirvöld staðfestu í gær að Linda væri fundin heil á húfi, það er ekkert amar að henni líkamlega en óljóst er hvernig andleg líðan stúlkunnar er. Talið er að Linda hafi flúið að heiman fyrir ári síðan til að ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin ISIS en hún var ein af fimm konum sem öryggissveit írakska hersins handtók þegar herinn tók yfir gömlu borgina í Mósúl. En hver er Linda, þessi unglingsstúlka frá smábænum Pulsnitz, sem gekk, að því virðist, til liðs við alræmd hryðjuverkasamtök?Gríðarleg eyðilegging blasir við í borginni Mósúl eftir bardagana þar undanfarið.vísir/gettyGóður námsmaður sem komst í kynni við öfgamenn á netinu Írakski blaðamaðurinn Amir Musawy heimsótti Lindu í síðustu viku en hann var hluti af rannsóknarteymi þýska blaðsins Süddeutsche Zeitung og ríkisstöðvanna NDR og WDR. Musawy segir að hann hafi verið fyrsti blaðamaðurinn til að hitta Lindu eftir að öryggissveitirnar fundu hana. „Mér virtist sem hún skildi ekki alveg hvað hafði komið fyrir hana eða hvað hún hafði gert,“ er haft eftir Musawy á vef CNN. Þar er vísað í umfjöllun Süddeutsche Zeitung og viðtals Musawy við Lindu. „Mig langar bara að komast burt. Mig langar að komast burt frá þessu stríði, burt frá öllum þessu vopnum, burt úr hávaðanum,“ sagði Linda. Þá kvaðst hún einnig vera tilbúin að bera vitni. Talið er að Linda hafa flúið að heiman stuttu eftir að hún tók upp íslamstrú. Hún var góður námsmaður sem komst í kynni við öfgamenn á internetinu. Hún var allt í einu að hlusta á arabíska tónlist í staðinn fyrir rapp og ekki leið á löngu þar til hún var farin að ganga með slæðu.Giftist vígamanni ISIS sem lést skömmu eftir brúðkaupið Linda hitti tilvonandi eiginmann sinn, vígamann fyrir ISIS-samtökin, á netinu. Hún ferðaðist til Istanbúl í Tyrklandi í júlí í fyrra og sagði við Musawy að það hafi hún verið flutt, gegn vilja sínum, til Mósúl. Þegar þangað var komið giftist hún vígamanni ISIS en hann lét lífið í bardaga skömmu síðar. Að því er fram kemur í umfjöllun New York Times var Linda í felum í kjallara í Mósúl þegar öryggissveitirnar fundu hana og handtóku. Hún var þá með sár á fótlegg sem hún sagði vera eftir loftárás en kvaðst að öðru leyti hafa það ágætt. Haft var eftir föður Lindu í þýskum fjölmiðlum að hann hefði brotnað saman þegar hann fékk fregnir af því að hún væri á lífi. „Ég vona svo sannarlega að Linda komist heilu og höldnu heim. Ég mun alltaf vera til staðar fyrir hana.“ Ekki liggur enn fyrir hvort að Linda muni snúa heim til Þýskalands þar sem hennar gætu beðið réttarhöld í Írak verði það staðfest að hún hafi gengið til liðs við ISIS. Þá er hugsanlegt að hún verði dæmd til dauða. Meira en 930 manns, þar á meðal börn, hafa farið frá Þýskalandi til Íraks og Sýrlands til að berjast með ISIS. Þýsk yfirvöld telja að um 20 prósent af þessum fjölda séu ungar stúlkar og konur.
Tengdar fréttir Þýska stúlkan fundin heil á húfi í Írak Yfirvöld í Þýskalandi staðfestu í dag að þýska stúlkan, sem strauk að heiman árið 2016 til að ganga til liðs við samtökin sem kenna sig við Íslamskt ríki, er fundin heil á húfi í Írak. 24. júlí 2017 20:20 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Þýska stúlkan fundin heil á húfi í Írak Yfirvöld í Þýskalandi staðfestu í dag að þýska stúlkan, sem strauk að heiman árið 2016 til að ganga til liðs við samtökin sem kenna sig við Íslamskt ríki, er fundin heil á húfi í Írak. 24. júlí 2017 20:20