Innlent

Kynferðisbrot í höfuðborginni tólf prósent fleiri á árinu

Þórdís Valsdóttir skrifar
Bráðabirgðatölurnar gefa innsýn inn í þau afbrot sem tilkynnt voru til lögreglu á árinu.
Bráðabirgðatölurnar gefa innsýn inn í þau afbrot sem tilkynnt voru til lögreglu á árinu. Vísir/Eyþór
Á árinu sem er að líða var tilkynnt um 309 kynferðisbrot til lögreglu. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum sem Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birti út í dag. Tölurnar voru unnar úr kerfum lögreglunnar.

Tilkynntum kynferðisbrotum fjölgar um 12 prósent á milli ára en á síðasta ári voru 277 brot tilkynnt til lögreglu. Tæplega helmingur af þeim 308 kynferðisbrotum sem tilkynnt voru árið 2017 voru nauðganir.

Tilkynntar nauðganir árið 2017 voru 144 og er það sextán prósent aukning frá síðasta ári.

Hegningarlagabrotum fjölgar en umferðarlagabrotum fækkar

Í tölum lögreglunnar kom einnig fram að skráðum umferðarlagabrotum hefur fækkað um sextán prósent á milli ára. Brotin sem skráð voru á þessu ári voru 27.940 samanborið við 33.114 á síðasta ári.

Þá var tilkynnt um 9.421 hegningarlagabrot til lögreglunnar á árinu og er það um níu prósent fjölgun á milli ára. Af þeim brotum voru flest auðgunarbrot, en undir þau falla þjófnaður, innbrot og fleiri brot.

Innbrotum fjölgaði lítillega og var tilkynnt að meðaltali um 2,4 innbrot á dag. Hins vegar fjölgaði þjófnuðum úr 2.939 á síðasta ári í 3.305 á þessu ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×