Brady biður þjálfara sinn afsökunar Magnús Ellert Bjarnason skrifar 10. desember 2017 10:30 Brady og McDaniels á góðri stund. Vísir / Getty Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots í NFL- deildinni, byrjaði vikulegan blaðamannfund sinn sem fram fór í gær á því að biðja sóknarþjálfara sinn, Josh McDaniels afsökunar. Þrátt fyrir að Patriots hafi valtað yfir Buffalo Bills á útivelli síðastliðinn sunnudag, 23-3, kom uppá milli þeirra á hliðarlínunni eftir að sókn í fyrsta leikhluta endaði með vallarsparki en ekki snertimarki. Brady sást öskra á McDaniels og var hann greinilega langt því frá að vera sáttur með þjálfarann sinn. Brady þykir það miður og hefur þetta angrað hann alla vikuna. „Áður en ég tala um leikinn gegn Miami vil ég byrja á því að biðja Josh afsökunar á því sem gerðist seinasta sunnudag í Buffalo. Ég vil bara koma þessu frá mér áður en ég held lengra af því að mér hefur liðið illa yfir þessu alla viku. Fólk sem sá þetta telur eflaust að samband sé okkar svona en það gæti ekki verið meira fjarri sannleikanum. Samband okkar er frábært og ég elska Josh. Hann veit það.“ McDaniels erfir þetta ekki við Brady en hann sagði í viðtali eftir leikinn gegn Buffalo að svona gerist og að þetta sé hluti af því sem geri Brady frábæran. Þess má til gamans geta að Brady kallar McDaniels „Babe“ og hefur talað um hann sem einn nánasta vin sinn. Brady er af flestum sérfræðingum talinn besti leikstjórnandinn í sögu NFL- deildarinnar. Hann er annar af aðeins tveim leikmönnum í sögu NFL deildarinnar til að vinna fimm ofurskálir (e. Superbowl) og eini leikstjórnandinn til að afreka það. Patriots hafa unnið 8 leiki í röð og sitja á toppi Ameríkudeildar NFL með 10 sigra og tvö töp eftir tólf leiki. Liðið heldur til Miami á morgun þar sem þeir mæta heimamönnum í Dolphins aðfaranótt þriðjudags kl 01:30 að íslenskum tíma. NFL Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Fleiri fréttir Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Blaðamannafundur Íslands: Farið yfir málin fyrir Frakkaleikinn Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði Settar í bann fyrir búðarþjófnað Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Fór upp Eiffelturninn á hjóli NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Magavandamálin farin að trufla hana Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sjá meira
Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots í NFL- deildinni, byrjaði vikulegan blaðamannfund sinn sem fram fór í gær á því að biðja sóknarþjálfara sinn, Josh McDaniels afsökunar. Þrátt fyrir að Patriots hafi valtað yfir Buffalo Bills á útivelli síðastliðinn sunnudag, 23-3, kom uppá milli þeirra á hliðarlínunni eftir að sókn í fyrsta leikhluta endaði með vallarsparki en ekki snertimarki. Brady sást öskra á McDaniels og var hann greinilega langt því frá að vera sáttur með þjálfarann sinn. Brady þykir það miður og hefur þetta angrað hann alla vikuna. „Áður en ég tala um leikinn gegn Miami vil ég byrja á því að biðja Josh afsökunar á því sem gerðist seinasta sunnudag í Buffalo. Ég vil bara koma þessu frá mér áður en ég held lengra af því að mér hefur liðið illa yfir þessu alla viku. Fólk sem sá þetta telur eflaust að samband sé okkar svona en það gæti ekki verið meira fjarri sannleikanum. Samband okkar er frábært og ég elska Josh. Hann veit það.“ McDaniels erfir þetta ekki við Brady en hann sagði í viðtali eftir leikinn gegn Buffalo að svona gerist og að þetta sé hluti af því sem geri Brady frábæran. Þess má til gamans geta að Brady kallar McDaniels „Babe“ og hefur talað um hann sem einn nánasta vin sinn. Brady er af flestum sérfræðingum talinn besti leikstjórnandinn í sögu NFL- deildarinnar. Hann er annar af aðeins tveim leikmönnum í sögu NFL deildarinnar til að vinna fimm ofurskálir (e. Superbowl) og eini leikstjórnandinn til að afreka það. Patriots hafa unnið 8 leiki í röð og sitja á toppi Ameríkudeildar NFL með 10 sigra og tvö töp eftir tólf leiki. Liðið heldur til Miami á morgun þar sem þeir mæta heimamönnum í Dolphins aðfaranótt þriðjudags kl 01:30 að íslenskum tíma.
NFL Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Fleiri fréttir Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Blaðamannafundur Íslands: Farið yfir málin fyrir Frakkaleikinn Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði Settar í bann fyrir búðarþjófnað Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Fór upp Eiffelturninn á hjóli NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Magavandamálin farin að trufla hana Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sjá meira