Snæfell fer í undanúrslit eftir hörkuspennu í Stykkishólmi Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 10. desember 2017 20:52 Berglind Gunnarsdóttir tryggði sínum konum sigurinn Vísir/Eyþór Berglind Gunnarsdóttir tryggði Snæfelli sæti í undanúrslitum Maltbikars kvenna á lokasekúndum viðureignar liðsins við Val í Stykkishólmi í kvöld. Jafnt var með liðunum 73-73 þegar 17 sekúndur voru eftir af leiknum og Darri Freyr Atlason, þjálfari Vals, tók leikhlé. Það fór þó ekki betur en svo að Snæfellskonur náðu boltanum, Berglind átti skot sem geigaði, hún fór sjálf í sóknarfrákastið og skoraði úr sniðskoti á síðustu sekúndubrotum leiksins. Leikurinn var í járnum allan tímann, en jafnt var eftir fyrsta leikhlutann. Valskonur komust tveimur stigum yfir fyrir leikhlé, en Snæfellskonur náðu forystunni aftur fyrir síðasta leikhlutann. Bæði lið skoruðu jafn mörg stig í síðasta fjórðungnum og Snæfell fór því með tvegga stiga sigur, 75-73. Skallagrímur valtaði yfir 1. deildar lið ÍR í Borgarnesi. Sigur heimakvenna var aldrei í hættu, en staðan var 24-7 eftir fyrsta leikhlutann. Gestirnir úr Breiðholti náðu að standa ágætlega í Skallagrímskonum í öðrum leikhluta, en úrslitin voru í raun ráðin eftir fyrsta fjórðunginn því ÍR-ingar náðu aldrei að saxa neitt á forystuna. Svo fór að lokum að Skallagrímur fór með 45 stiga sigur, 92-47. Njarðvíkingar sigruðu lið Breiðabliks suður með sjó. Njarðvík hefur ekki enn náð að vinna leik í Domino's deildinni, en er nú komið í undanúrslit bikarkeppninnar. Breiðablik byrjaði leikinn betur og fór með 18-13 forystu eftir fyrsta leikhluta. Þá skelltu heimakonur í lás í vörninni og unnu annan leikhluta með 15 stigum. Blikar klóruðu í bakkann í þriðja leikhluta en heimakonur náðu að halda út leikinn og fóru með þriggja stiga sigur, 77-74. Fyrr í dag hafði Keflavík unnið KR sannfærandi. Það verða því Keflavík, Njarðvík, Snæfell og Skallagrímur sem verða í pottinum þegar dregið verður til undanúrslita.Snæfell-Valur 75-73 (21-21, 18-20, 20-16, 16-16)Snæfell: Kristen Denise McCarthy 26/7 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 15/5 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 11/7 fráköst/8 stoðsendingar, Sara Diljá Sigurðardóttir 8, Alda Leif Jónsdóttir 7/4 fráköst, Júlia Scheving Steindórsdóttir 6, Anna Soffía Lárusdóttir 2.Valur: Hallveig Jónsdóttir 26/5 fráköst, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 16/8 fráköst, Alexandra Petersen 16/8 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 8/13 fráköst, Ásta Júlía Grímsdóttir 4/5 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 2/4 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 1.Njarðvík-Breiðablik 77-74 (13-18, 29-14, 17-26, 18-16) Njarðvík: Shalonda R. Winton 36/26 fráköst/8 stoðsendingar, María Jónsdóttir 10/15 fráköst, Björk Gunnarsdótir 8/7 stoðsendingar, Karen Dögg Vilhjálmsdóttir 8, Erna Freydís Traustadóttir 7, Hrund Skúladóttir 6, Hulda Bergsteinsdóttir 2.Breiðablik: Sóllilja Bjarnadóttir 21/9 fráköst, Isabella Ósk Sigurðardóttir 19/14 fráköst/5 varin skot, Ivory Crawford 14/19 fráköst/5 stoðsendingar, Telma Lind Ásgeirsdóttir 9, Lovísa Falsdóttir 6, Auður Íris Ólafsdóttir 5/6 stoðsendingar.Skallagrímur-ÍR 92-47 (24-7, 21-20, 26-13, 21-7)Skallagrímur: Carmen Tyson-Thomas 34/15 fráköst/5 stoðsendingar, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 12/9 fráköst/7 stoðsendingar, Fanney Lind G. Thomas 10, Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir 10/6 fráköst, Guðrún Ósk Ámundadóttir 8/6 fráköst, Karen Munda Jónsdóttir 7, Bríet Lilja Sigurðardóttir 6/8 fráköst, Lidia Mirchandani Villar 4/6 fráköst, Arna Hrönn Ámundaóttir 1/4 fráköst.ÍR: Nína Jenný Kristjánsdóttir 10/4 fráköst, Katla Marín Stefánsdóttir 10/5 fráköst, Birna Eiríksdóttir 6, Hanna Þráinsdóttir 5, Bryndís Gunnlaugsdóttir 4, Hlín Sveinsdóttir 4, Sigríður Antonsdóttir 3, Sigurbjörg Rós Sigurðardóttir 2/9 fráköst, Hrafnhildur Magnúsdóttir 1, Snædís Birna Árnadóttir 1/4 fráköst, Rannveig Bára Bjarnadóttir 1. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Fleiri fréttir Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sjá meira
Berglind Gunnarsdóttir tryggði Snæfelli sæti í undanúrslitum Maltbikars kvenna á lokasekúndum viðureignar liðsins við Val í Stykkishólmi í kvöld. Jafnt var með liðunum 73-73 þegar 17 sekúndur voru eftir af leiknum og Darri Freyr Atlason, þjálfari Vals, tók leikhlé. Það fór þó ekki betur en svo að Snæfellskonur náðu boltanum, Berglind átti skot sem geigaði, hún fór sjálf í sóknarfrákastið og skoraði úr sniðskoti á síðustu sekúndubrotum leiksins. Leikurinn var í járnum allan tímann, en jafnt var eftir fyrsta leikhlutann. Valskonur komust tveimur stigum yfir fyrir leikhlé, en Snæfellskonur náðu forystunni aftur fyrir síðasta leikhlutann. Bæði lið skoruðu jafn mörg stig í síðasta fjórðungnum og Snæfell fór því með tvegga stiga sigur, 75-73. Skallagrímur valtaði yfir 1. deildar lið ÍR í Borgarnesi. Sigur heimakvenna var aldrei í hættu, en staðan var 24-7 eftir fyrsta leikhlutann. Gestirnir úr Breiðholti náðu að standa ágætlega í Skallagrímskonum í öðrum leikhluta, en úrslitin voru í raun ráðin eftir fyrsta fjórðunginn því ÍR-ingar náðu aldrei að saxa neitt á forystuna. Svo fór að lokum að Skallagrímur fór með 45 stiga sigur, 92-47. Njarðvíkingar sigruðu lið Breiðabliks suður með sjó. Njarðvík hefur ekki enn náð að vinna leik í Domino's deildinni, en er nú komið í undanúrslit bikarkeppninnar. Breiðablik byrjaði leikinn betur og fór með 18-13 forystu eftir fyrsta leikhluta. Þá skelltu heimakonur í lás í vörninni og unnu annan leikhluta með 15 stigum. Blikar klóruðu í bakkann í þriðja leikhluta en heimakonur náðu að halda út leikinn og fóru með þriggja stiga sigur, 77-74. Fyrr í dag hafði Keflavík unnið KR sannfærandi. Það verða því Keflavík, Njarðvík, Snæfell og Skallagrímur sem verða í pottinum þegar dregið verður til undanúrslita.Snæfell-Valur 75-73 (21-21, 18-20, 20-16, 16-16)Snæfell: Kristen Denise McCarthy 26/7 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 15/5 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 11/7 fráköst/8 stoðsendingar, Sara Diljá Sigurðardóttir 8, Alda Leif Jónsdóttir 7/4 fráköst, Júlia Scheving Steindórsdóttir 6, Anna Soffía Lárusdóttir 2.Valur: Hallveig Jónsdóttir 26/5 fráköst, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 16/8 fráköst, Alexandra Petersen 16/8 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 8/13 fráköst, Ásta Júlía Grímsdóttir 4/5 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 2/4 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 1.Njarðvík-Breiðablik 77-74 (13-18, 29-14, 17-26, 18-16) Njarðvík: Shalonda R. Winton 36/26 fráköst/8 stoðsendingar, María Jónsdóttir 10/15 fráköst, Björk Gunnarsdótir 8/7 stoðsendingar, Karen Dögg Vilhjálmsdóttir 8, Erna Freydís Traustadóttir 7, Hrund Skúladóttir 6, Hulda Bergsteinsdóttir 2.Breiðablik: Sóllilja Bjarnadóttir 21/9 fráköst, Isabella Ósk Sigurðardóttir 19/14 fráköst/5 varin skot, Ivory Crawford 14/19 fráköst/5 stoðsendingar, Telma Lind Ásgeirsdóttir 9, Lovísa Falsdóttir 6, Auður Íris Ólafsdóttir 5/6 stoðsendingar.Skallagrímur-ÍR 92-47 (24-7, 21-20, 26-13, 21-7)Skallagrímur: Carmen Tyson-Thomas 34/15 fráköst/5 stoðsendingar, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 12/9 fráköst/7 stoðsendingar, Fanney Lind G. Thomas 10, Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir 10/6 fráköst, Guðrún Ósk Ámundadóttir 8/6 fráköst, Karen Munda Jónsdóttir 7, Bríet Lilja Sigurðardóttir 6/8 fráköst, Lidia Mirchandani Villar 4/6 fráköst, Arna Hrönn Ámundaóttir 1/4 fráköst.ÍR: Nína Jenný Kristjánsdóttir 10/4 fráköst, Katla Marín Stefánsdóttir 10/5 fráköst, Birna Eiríksdóttir 6, Hanna Þráinsdóttir 5, Bryndís Gunnlaugsdóttir 4, Hlín Sveinsdóttir 4, Sigríður Antonsdóttir 3, Sigurbjörg Rós Sigurðardóttir 2/9 fráköst, Hrafnhildur Magnúsdóttir 1, Snædís Birna Árnadóttir 1/4 fráköst, Rannveig Bára Bjarnadóttir 1.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Fleiri fréttir Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sjá meira