Þroskasaga þjóðar Birgir Örn Guðjónsson skrifar 12. desember 2017 08:00 Í hruninu og kjölfar þess gekk þjóðin í gegnum vægast sagt sérstakt tímabil. Reiðin var mikil og fólk var oft ekki með það alveg á hreinu hvert átti að beina þessari reiði. Hinn almenni Íslendingur vaknaði einn daginn upp við það að góðæri síðustu ára hafði verið sýndarveruleiki og að stærsta partý Íslandssögunnar var einkapartý þar sem einungis útvöldum var boðið. Eftir sat þjóðin með ruslið og reikninginn. Mótmælin sem fylgdu í kjölfarið voru eitthvað sem við þekktum mjög lítið og við vissum ekki alveg hvernig við áttum að umgangast. Það er því eðlilegt að eitthvað hafi farið úr böndunum. Lögreglan var að læra að vinna við þessar aðstæður og þeir sem voru að mótmæla voru einnig að stíga út á nýjar slóðir. Í þessum aðstæðum og við þetta ferli gerði lögreglan mistök og einnig margir mótmælendur. Margt af því sem við töldum öruggt og sjálfsagt í samfélaginu var hrunið. Hvað eru eðlileg viðbrögð við slíku? Það er mjög erfitt að skilgreina það og þar að leiðandi mjög erfitt að benda fingri. Það að fara að heimilum einstaklinga og mótmæla voru samt ein af þeim mistökum sem gerð voru. Þar var gengið of langt. Það er ekki þar með sagt að þeir sem gerðu þetta séu slæmir einstaklingar eða ofbeldisseggir. Alls ekki. Þetta var bara andrúmið í þjóðfélagi og ákveðin afleiðing örvæntingar. Það er ekki að ástæðulausu að talað sé um siðrof þegar þetta tímabil er nefnt. Að sjálfsögðu er leiðinlegt að einstaklingar hafi þurft að upplifa það að mótmælt hafi verið við heimili þeirra. Alveg eins og það er leiðinlegt að fjöldi fólks hafi þurft að upplifa það að missa hús sín, bíla, atvinnu og jafnvel heilsu, algjörlega óverðskuldað vegna græðgi og mistaka annarra. Alveg eins og það er leiðinlegt að lögreglumönnum hafi verið stillt upp sem girðingu og í raun andstæðingum ráðvilltrar þjóðar. Ég veit að það eru lögreglumenn enn að takast á við það í dag. Frá þessum tíma hefur lögreglan tekið risa framförum hvað varðar hvernig hún tekst á við mótmæli. Hún hefur lært af reynslunni. Lögreglan er á allt öðrum stað í dag en hún var þarna. Það er gott. Fólk verður síðan að hafa rétt á að láta sína skoðun í ljós og mótmæla. Það má aldrei vera eitthvað sem fólk óttast á einhvern hátt og umræðan má alls ekki verða til þess að fólk óttist að rísa upp og láta rödd sína hljóma. Lýðræði hefur verið dýru verði keypt í sögunni og mistök voru í raun mikilvægir vaxtaverkir þess. Þessi mistök eru þroskaskref lýðræðissamfélaga. Meðal þess sem við eigum að hafa lært er að vernda það sem skiptir okkur hvað mestu máli, eins og heimili fólks og svo ekki sé talað um börnin okkar. Við getum verið ósátt við einstaklinga en það er óásættanlegt að láta það bitna með beinum hætti á börnum þeirra eða fjölskyldum. Slíkt ætti ekki undir neinum kringumstæðum að vera samþykkt af samfélaginu. Við vitum ekki hvað mun gerast í framtíðinni. Sagan kennir okkur samt að það sé alls ekki ólíklegt að á einhverjum tímapunkti muni aftur eitthvað gerast sem veldur einhverskonar siðrofi. Ef það gerist á okkar líftíma þá vona ég að við drögum lærdóm af því sem gerst hefur. Það er kannski það mikilvægasta sem við getum gert. Það gerir okkur að betri manneskjum og betri þjóð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins“ Rakel Hinriksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun „Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins“ Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Í hruninu og kjölfar þess gekk þjóðin í gegnum vægast sagt sérstakt tímabil. Reiðin var mikil og fólk var oft ekki með það alveg á hreinu hvert átti að beina þessari reiði. Hinn almenni Íslendingur vaknaði einn daginn upp við það að góðæri síðustu ára hafði verið sýndarveruleiki og að stærsta partý Íslandssögunnar var einkapartý þar sem einungis útvöldum var boðið. Eftir sat þjóðin með ruslið og reikninginn. Mótmælin sem fylgdu í kjölfarið voru eitthvað sem við þekktum mjög lítið og við vissum ekki alveg hvernig við áttum að umgangast. Það er því eðlilegt að eitthvað hafi farið úr böndunum. Lögreglan var að læra að vinna við þessar aðstæður og þeir sem voru að mótmæla voru einnig að stíga út á nýjar slóðir. Í þessum aðstæðum og við þetta ferli gerði lögreglan mistök og einnig margir mótmælendur. Margt af því sem við töldum öruggt og sjálfsagt í samfélaginu var hrunið. Hvað eru eðlileg viðbrögð við slíku? Það er mjög erfitt að skilgreina það og þar að leiðandi mjög erfitt að benda fingri. Það að fara að heimilum einstaklinga og mótmæla voru samt ein af þeim mistökum sem gerð voru. Þar var gengið of langt. Það er ekki þar með sagt að þeir sem gerðu þetta séu slæmir einstaklingar eða ofbeldisseggir. Alls ekki. Þetta var bara andrúmið í þjóðfélagi og ákveðin afleiðing örvæntingar. Það er ekki að ástæðulausu að talað sé um siðrof þegar þetta tímabil er nefnt. Að sjálfsögðu er leiðinlegt að einstaklingar hafi þurft að upplifa það að mótmælt hafi verið við heimili þeirra. Alveg eins og það er leiðinlegt að fjöldi fólks hafi þurft að upplifa það að missa hús sín, bíla, atvinnu og jafnvel heilsu, algjörlega óverðskuldað vegna græðgi og mistaka annarra. Alveg eins og það er leiðinlegt að lögreglumönnum hafi verið stillt upp sem girðingu og í raun andstæðingum ráðvilltrar þjóðar. Ég veit að það eru lögreglumenn enn að takast á við það í dag. Frá þessum tíma hefur lögreglan tekið risa framförum hvað varðar hvernig hún tekst á við mótmæli. Hún hefur lært af reynslunni. Lögreglan er á allt öðrum stað í dag en hún var þarna. Það er gott. Fólk verður síðan að hafa rétt á að láta sína skoðun í ljós og mótmæla. Það má aldrei vera eitthvað sem fólk óttast á einhvern hátt og umræðan má alls ekki verða til þess að fólk óttist að rísa upp og láta rödd sína hljóma. Lýðræði hefur verið dýru verði keypt í sögunni og mistök voru í raun mikilvægir vaxtaverkir þess. Þessi mistök eru þroskaskref lýðræðissamfélaga. Meðal þess sem við eigum að hafa lært er að vernda það sem skiptir okkur hvað mestu máli, eins og heimili fólks og svo ekki sé talað um börnin okkar. Við getum verið ósátt við einstaklinga en það er óásættanlegt að láta það bitna með beinum hætti á börnum þeirra eða fjölskyldum. Slíkt ætti ekki undir neinum kringumstæðum að vera samþykkt af samfélaginu. Við vitum ekki hvað mun gerast í framtíðinni. Sagan kennir okkur samt að það sé alls ekki ólíklegt að á einhverjum tímapunkti muni aftur eitthvað gerast sem veldur einhverskonar siðrofi. Ef það gerist á okkar líftíma þá vona ég að við drögum lærdóm af því sem gerst hefur. Það er kannski það mikilvægasta sem við getum gert. Það gerir okkur að betri manneskjum og betri þjóð.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun