Launakostnaður á Alþingi aldrei hærri Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 12. desember 2017 06:00 Formenn stjórnmálaflokkanna eftir kosningarnar haustið 2017. Vísir/Anton „Launakostnaður vegna alþingismanna hefur aldrei verið hærri en nú. Bæði kemur til kjararáðshækkunin í fyrra og síðan fjölgun þingflokka á Alþingi sem leiðir til þess að fleiri þingflokksformenn fá álagsgreiðslur og að auki eru fleiri flokksformenn utan stjórnar sem fá 50 prósent álag á laun,“ segir Karl M. Kristjánsson, aðstoðarskrifstofustjóri Alþingis. Fimm flokkar áttu fulltrúa á þingi á kjörtímabilinu 2009 til 2013. Í kosningum 2013 náðu sex flokkar kjöri. Á nýloknu kjörtímabili áttu sjö flokkar kjörna fulltrúa á Alþingi og þeim fjölgaði um einn eftir nýafstaðnar kosningar og eru nú átta sem er metfjöldi þingflokka. Í reglum forsætisnefndar Alþingis um þingfararkostnað er kveðið á um álagsgreiðslur vegna ábyrgðarstarfa af ýmsum toga. Flokksformenn fá greitt 50 prósent álag á þingfararkaup sitt. Þetta álag er eingöngu greitt til formanna sem ekki eru ráðherrar. Formenn allra þingflokka fá einnig álag á sín laun sem nemur 15 prósentum af þingfararkaupi. Átta þingmenn eru þingflokksformenn og fá 15 prósent álag. Sömu álagsgreiðslur fá sex varaforsetar og átta formenn fastanefnda. Hver varaformaður fastanefndar fær 10 prósent álag og annar varaformaður hverrar nefndar fær fimm prósent álag á þingfararkaup sitt. Í reglum forsætisnefndar um þingfararkostnað er þó kveðið á um að ekki sé greitt álag nema vegna eins embættis. Þannig fái þingflokksformaður ekki aukið álag þótt hann sé varaformaður nefndar, svo dæmi sé tekið. Gegni enginn þingmaður tveimur eða fleiri umræddra embætta, standa einungis átta þingmenn eftir af 63 sem fá þingfararkaup án sérstaks álags.Fjölgun flokka sem eiga fulltrúa á Alþingi hefur þannig haft þau áhrif að hlutfall þeirra alþingismanna sem fá álagsgreiðslur á laun sín hækkar. Tólf þingmenn eru á ráðherralaunum; þeir ellefu þingmenn sem eru ráðherrar og forseti Alþingis. Fimm þingmenn eiga rétt á 50 prósenta álagi á laun sín vegna stöðu sinnar sem formenn flokka. Þess ber þó að geta að Píratar hafna ætíð þessu formannsálagi. Auk þingfararkaups og álags vegna tengdra starfa fá alþingismenn einnig fastar greiðslur vegna kostnaðar sem hlotist getur af starfi þeirra. Alþingismenn fá að lágmarki 70.000 kr. í fastar greiðslur á mánuði vegna starfskostnaðar og ferðakostnaðar. Þingmenn í landsbyggðarkjördæmum fá að auki greiddar 134.041 kr. í fastan húsnæðis- og dvalarkostnað. Fjárhæðin er ætluð til að standa undir húsnæðis- og dvalarkostnaði á höfuðborgarsvæðinu eða í kjördæminu ef þingmaður á heimili á höfuðborgarsvæði. Haldi landsbyggðarþingmaður sem á heimili utan höfuðborgarsvæðisins annað heimili í Reykjavík getur hann hins vegar óskað eftir 40 prósent álagi á greiðslur vegna húsnæðis- og dvalarkostnaðar sem hækkar þá upp í 187.657. kr. Fastar greiðslur alþingismanna úr landsbyggðarkjördæmi, aðrar en launagreiðslur, geta því farið upp í 257.657 kr. á mánuði. Ef svo er ástatt um formann flokks sem ekki er ráðherra eru laun hans auk greiðslna vegna ferða-, húsnæðis- og starfskostnaðar 1.909.448 kr. á mánuði. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Stj.mál Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira
„Launakostnaður vegna alþingismanna hefur aldrei verið hærri en nú. Bæði kemur til kjararáðshækkunin í fyrra og síðan fjölgun þingflokka á Alþingi sem leiðir til þess að fleiri þingflokksformenn fá álagsgreiðslur og að auki eru fleiri flokksformenn utan stjórnar sem fá 50 prósent álag á laun,“ segir Karl M. Kristjánsson, aðstoðarskrifstofustjóri Alþingis. Fimm flokkar áttu fulltrúa á þingi á kjörtímabilinu 2009 til 2013. Í kosningum 2013 náðu sex flokkar kjöri. Á nýloknu kjörtímabili áttu sjö flokkar kjörna fulltrúa á Alþingi og þeim fjölgaði um einn eftir nýafstaðnar kosningar og eru nú átta sem er metfjöldi þingflokka. Í reglum forsætisnefndar Alþingis um þingfararkostnað er kveðið á um álagsgreiðslur vegna ábyrgðarstarfa af ýmsum toga. Flokksformenn fá greitt 50 prósent álag á þingfararkaup sitt. Þetta álag er eingöngu greitt til formanna sem ekki eru ráðherrar. Formenn allra þingflokka fá einnig álag á sín laun sem nemur 15 prósentum af þingfararkaupi. Átta þingmenn eru þingflokksformenn og fá 15 prósent álag. Sömu álagsgreiðslur fá sex varaforsetar og átta formenn fastanefnda. Hver varaformaður fastanefndar fær 10 prósent álag og annar varaformaður hverrar nefndar fær fimm prósent álag á þingfararkaup sitt. Í reglum forsætisnefndar um þingfararkostnað er þó kveðið á um að ekki sé greitt álag nema vegna eins embættis. Þannig fái þingflokksformaður ekki aukið álag þótt hann sé varaformaður nefndar, svo dæmi sé tekið. Gegni enginn þingmaður tveimur eða fleiri umræddra embætta, standa einungis átta þingmenn eftir af 63 sem fá þingfararkaup án sérstaks álags.Fjölgun flokka sem eiga fulltrúa á Alþingi hefur þannig haft þau áhrif að hlutfall þeirra alþingismanna sem fá álagsgreiðslur á laun sín hækkar. Tólf þingmenn eru á ráðherralaunum; þeir ellefu þingmenn sem eru ráðherrar og forseti Alþingis. Fimm þingmenn eiga rétt á 50 prósenta álagi á laun sín vegna stöðu sinnar sem formenn flokka. Þess ber þó að geta að Píratar hafna ætíð þessu formannsálagi. Auk þingfararkaups og álags vegna tengdra starfa fá alþingismenn einnig fastar greiðslur vegna kostnaðar sem hlotist getur af starfi þeirra. Alþingismenn fá að lágmarki 70.000 kr. í fastar greiðslur á mánuði vegna starfskostnaðar og ferðakostnaðar. Þingmenn í landsbyggðarkjördæmum fá að auki greiddar 134.041 kr. í fastan húsnæðis- og dvalarkostnað. Fjárhæðin er ætluð til að standa undir húsnæðis- og dvalarkostnaði á höfuðborgarsvæðinu eða í kjördæminu ef þingmaður á heimili á höfuðborgarsvæði. Haldi landsbyggðarþingmaður sem á heimili utan höfuðborgarsvæðisins annað heimili í Reykjavík getur hann hins vegar óskað eftir 40 prósent álagi á greiðslur vegna húsnæðis- og dvalarkostnaðar sem hækkar þá upp í 187.657. kr. Fastar greiðslur alþingismanna úr landsbyggðarkjördæmi, aðrar en launagreiðslur, geta því farið upp í 257.657 kr. á mánuði. Ef svo er ástatt um formann flokks sem ekki er ráðherra eru laun hans auk greiðslna vegna ferða-, húsnæðis- og starfskostnaðar 1.909.448 kr. á mánuði.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Stj.mál Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira