Guðmundur Helgi: Næ í þriðja flokkinn ef þetta heldur svona áfram Einar Sigurvinsson skrifar 11. desember 2017 22:20 Strákar, ég er að fara að ná í 3. flokkinn !!! Guðmundur Helgi var sótillur í kvöld. vísir/anton „Einfaldlega til háborinnar skammar. Ég skammast mín fyrir mitt lið,“ sagði Guðmundur Helgi Pálsson, þjálfari Fram, sem var að vonum ósáttur eftir tíu marka tap sinna manna, 20-30, gegn Stjörnunni í kvöld. „Þetta var hræðilegt í alla staði. Allt sem við höfðum unnið að í vikunni fór á fyrstu tíu mínútunum. Mínir menn þurfa bara gjörsamlega í taka sig saman í andlitinu, þetta er ekki boðlegt. Ég fer og næ bara í þriðja flokkinn ef þetta heldur svona áfram.“ Það gekk ekkert upp hjá Fram í kvöld. Sókn, vörn og markvarsla hefur sjaldan litið verr út á tímabilinu en í kvöld. Guðmundur vill einna helst meina að færanýtingin hafi orðið þeim að falli. „Við gerum alla markmenn sem við mætum að einhverjum heimsmeisturum, hann er með 70 prósent markvörslu í fyrri hálfleik. Það er náttúrlega bara ótrúlegt. Við vorum að opna varnirnar og erum að gera hluti sem var búið að tala um, en svo vantar að klára dæmið. Það að koma boltanum í netið virðist bara vera ómögulegt hjá mínum mönnum núna. Það er skotæfing í næstu viku, það er klárt.“ Tapið í kvöld var fimmta tap Fram í röð í Olís-deildinni. Guðmundur telur þó ekki enn tilefni til að hafa miklar áhyggjur af stöðunni. „Við erum alveg á jörðinni, þetta er allt í lagi. Áhyggjuefnið er að þetta er ekki Framliðið sem ég þekki. Áhyggjuefnið er að fá þessa menn til að hafa gaman af þessu og sýna smá vilja. Þetta er ekki í boði, það er áhyggjuefni,“ sagði svekktur Guðmundur Helgi að lokum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fram - Stjarnan 20-30 | Framarar eins og lömb leidd til slátrunar Stjarnan náði mest fjórtán marka forskoti í fyrri hálfleik og hreinlega gekk yfir Framara í kvöld. 11. desember 2017 22:15 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
„Einfaldlega til háborinnar skammar. Ég skammast mín fyrir mitt lið,“ sagði Guðmundur Helgi Pálsson, þjálfari Fram, sem var að vonum ósáttur eftir tíu marka tap sinna manna, 20-30, gegn Stjörnunni í kvöld. „Þetta var hræðilegt í alla staði. Allt sem við höfðum unnið að í vikunni fór á fyrstu tíu mínútunum. Mínir menn þurfa bara gjörsamlega í taka sig saman í andlitinu, þetta er ekki boðlegt. Ég fer og næ bara í þriðja flokkinn ef þetta heldur svona áfram.“ Það gekk ekkert upp hjá Fram í kvöld. Sókn, vörn og markvarsla hefur sjaldan litið verr út á tímabilinu en í kvöld. Guðmundur vill einna helst meina að færanýtingin hafi orðið þeim að falli. „Við gerum alla markmenn sem við mætum að einhverjum heimsmeisturum, hann er með 70 prósent markvörslu í fyrri hálfleik. Það er náttúrlega bara ótrúlegt. Við vorum að opna varnirnar og erum að gera hluti sem var búið að tala um, en svo vantar að klára dæmið. Það að koma boltanum í netið virðist bara vera ómögulegt hjá mínum mönnum núna. Það er skotæfing í næstu viku, það er klárt.“ Tapið í kvöld var fimmta tap Fram í röð í Olís-deildinni. Guðmundur telur þó ekki enn tilefni til að hafa miklar áhyggjur af stöðunni. „Við erum alveg á jörðinni, þetta er allt í lagi. Áhyggjuefnið er að þetta er ekki Framliðið sem ég þekki. Áhyggjuefnið er að fá þessa menn til að hafa gaman af þessu og sýna smá vilja. Þetta er ekki í boði, það er áhyggjuefni,“ sagði svekktur Guðmundur Helgi að lokum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fram - Stjarnan 20-30 | Framarar eins og lömb leidd til slátrunar Stjarnan náði mest fjórtán marka forskoti í fyrri hálfleik og hreinlega gekk yfir Framara í kvöld. 11. desember 2017 22:15 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Fram - Stjarnan 20-30 | Framarar eins og lömb leidd til slátrunar Stjarnan náði mest fjórtán marka forskoti í fyrri hálfleik og hreinlega gekk yfir Framara í kvöld. 11. desember 2017 22:15