Óvænt tap Brady og félaga í Miami Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. desember 2017 10:30 Jordan Phillips reynir að verjast sendingu frá Tom Brady í leiknum. Vísir/Getty Meistararnir í New England Patriots máttu þola óvænt tap fyrir Miami Dolphins í NFL-deildinni í nótt, 27-20. Tom Brady, sem hefur verið magnaður á tímabilinu, var langt frá sínu besta að þessu sinni. Hann kláraði aðeins 24 af 43 sendingum sínum, kastaði samtals 233 jarda og skoraði eitt snertimark. Hann kastaði jafnframt boltanum tvívegis í hendur varnarmanns Miami - í bæði skiptin til Xavien Howard sem átti stórleik. Patriots tókst enn fremur ekki að ná í endurnýjun í þriðju tilraun í ellefu tilraunum en slíkt er fáheyrt, sérstaklega hjá jafn öflugu liði og Patriots.Smelltu hér til að sjá samantekt úr leiknum á YouTube-rás NFL-deildarinnar. Leikstjórnandi Miami, reynsluboltinn Jay Cutler, átti hins vegar góðan leik og skoraði tvö snertimörk, í bæði skiptin með því að gefa á útherjann Jarvis Landry. Hlauparinn Kenyan Drake átti stórleik en hann var með tæpa 200 jarda samtals í leiknum. Miami náði forystunni snemma í leiknum og lét hana ekki af hendi. Patriots náði að minnka muninn í tíu stig þegar þrettán mínútur voru eftir. Gestunum tókst ekki að skora snertimark á lokamínútum leiksins og þar við sat. Miklu munaði um að innherjinn Rob Gronkowski var í banni í leiknum en hann snýr aftur á sunnudagskvöld, er Patriots mætir Pittsburgh Steelers í uppgjöri tveggja bestu liða Ameríkudeildarinnar.Sjá einnig:Dýrkeyptur sigur arnanna Steelers er þegar öruggt með sigur í norðurriðli deildarinnar en tryggir sér heimavallarrétt út úrslitakeppnina með sigri á Patriots á sunnudag. Það er því gríðarlega mikið í húfi fyrir bæði lið í þeim leik. Viðureign Patriots og Steelers verður sýnd í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 21.25 á sunnudag. Klukkan 18.00 verður leikur Green Bay Packers og Carolina Panthers sýndur en ágætar líkur eru á því að Aaron Rodgers, leikstjórnandi Packers, snúi aftur eftir að hafa viðbeinsbrotnað fyrr á tímabilinu. NFL Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Fótbolti Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Fleiri fréttir Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Sjá meira
Meistararnir í New England Patriots máttu þola óvænt tap fyrir Miami Dolphins í NFL-deildinni í nótt, 27-20. Tom Brady, sem hefur verið magnaður á tímabilinu, var langt frá sínu besta að þessu sinni. Hann kláraði aðeins 24 af 43 sendingum sínum, kastaði samtals 233 jarda og skoraði eitt snertimark. Hann kastaði jafnframt boltanum tvívegis í hendur varnarmanns Miami - í bæði skiptin til Xavien Howard sem átti stórleik. Patriots tókst enn fremur ekki að ná í endurnýjun í þriðju tilraun í ellefu tilraunum en slíkt er fáheyrt, sérstaklega hjá jafn öflugu liði og Patriots.Smelltu hér til að sjá samantekt úr leiknum á YouTube-rás NFL-deildarinnar. Leikstjórnandi Miami, reynsluboltinn Jay Cutler, átti hins vegar góðan leik og skoraði tvö snertimörk, í bæði skiptin með því að gefa á útherjann Jarvis Landry. Hlauparinn Kenyan Drake átti stórleik en hann var með tæpa 200 jarda samtals í leiknum. Miami náði forystunni snemma í leiknum og lét hana ekki af hendi. Patriots náði að minnka muninn í tíu stig þegar þrettán mínútur voru eftir. Gestunum tókst ekki að skora snertimark á lokamínútum leiksins og þar við sat. Miklu munaði um að innherjinn Rob Gronkowski var í banni í leiknum en hann snýr aftur á sunnudagskvöld, er Patriots mætir Pittsburgh Steelers í uppgjöri tveggja bestu liða Ameríkudeildarinnar.Sjá einnig:Dýrkeyptur sigur arnanna Steelers er þegar öruggt með sigur í norðurriðli deildarinnar en tryggir sér heimavallarrétt út úrslitakeppnina með sigri á Patriots á sunnudag. Það er því gríðarlega mikið í húfi fyrir bæði lið í þeim leik. Viðureign Patriots og Steelers verður sýnd í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 21.25 á sunnudag. Klukkan 18.00 verður leikur Green Bay Packers og Carolina Panthers sýndur en ágætar líkur eru á því að Aaron Rodgers, leikstjórnandi Packers, snúi aftur eftir að hafa viðbeinsbrotnað fyrr á tímabilinu.
NFL Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Fótbolti Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Fleiri fréttir Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Sjá meira