Seinni bylgjan: Þessi voru valin best í nóvember Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 12. desember 2017 12:00 Nóvembermánuður Olís deildanna var gerður upp hjá Tómasi Þór Þórðarsyni og félögum í Seinni bylgjunni í gærkvöld. Í úrvalsliði nóvembermánaðar úr Olís deild karla voru í markinu Ágúst Elí Björgvinsson úr FH, vinstri hornamaður var Haukamaðurinn Hákon Daði Styrmisson og liðsfélagi hans Atli Már Báruson var úti í vinstri skyttu, Selfyssingurinn Haukur Þrastarson stjórnaði spilinu, Einar Rafn Eiðsson úr FH var hægri skytta, Mosfellingurinn Árni Bragi Eyjólfsson í hægra horninu og inni á línunni var Eyjamaðurinn Kári Kristján Kristjánsson. Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, stýrir þessu stjörnu prýdda liði, en Grótta fór loksins að vinna leiki í mánuðinum og enduðu hann á því að vinna Val á útivelli.Úr Olís deild kvenna var úrvalsliðið þannig skipað að Elín Jóna Þorsteinsdóttir úr Haukum stóð vaktina í markinu, Selfyssingurinn Perla Ruth Albertsdóttir á línunni, Ragnheiður Júlíusdóttir úr Fram var í vinstri skyttu, Ester Óskarsdóttir úr ÍBV í leikstjórnendastöðunni á miðjunni, Valskonan Díana Dögg Magnúsdóttir úti hægra meginn, Stefanía Theodórsdóttir úr Stjörnunni var í vinstra horninu og í hinu horninu Þórey Rósa Stefánsdóttir úr Fram. Þjálfari liðsins var Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals, en Valur hefur enn ekki tapað leik á tímabilinu.Lesendur Vísis fengu að ráða því hverjir fengu nafnbótina leikmaður mánaðarins. Tilnefndir voru að þessu sinni Haukur Þrastarsson, Einar Rafn Eiðsson, Árni Bragi Eyjólfsson og Gísli Þorgeir Kristjánsson. Selfyssingurinn Haukur fékk yfirburða kosningu, 44 prósent atkvæða, og var því útnefndur leikmaður mánaðarins. Árni Bragi kom honum næst með 26 prósent og FH-ingarnir skiptu með sér restinni af atkvæðunum.Það var einnig í höndum lesenda Vísis að ákveða hver var best í Olís deild kvenna. Þar voru Díana Dögg Magnúsdóttir, Ragnheiður Júlíusdóttir, Andrea Jacobsen og Ester Óskarsdóttir. Framarinn Ragnheiður var ekki með alveg jafn mikla yfirburði og Haukur, en vann samt nokkuð örugglega með þriðjung atkvæðanna. Hinar þrjár skiptu restinni af atkvæðunum bróðurlega á milli sín, Andrea með 21 prósent, Ester 22 og Díana Dögg 24 prósent atkvæða.Með í kosningunni á Vísi voru tilþrif mánaðarins. Af þeim fimm tilþrifum sem tilnefnd voru vann Leonharð Þorgeir Harðarson úr Haukum fyrir frábært mark sem hann skoraði gegn Val, þrumuskot beint upp í samskeitin. Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira
Nóvembermánuður Olís deildanna var gerður upp hjá Tómasi Þór Þórðarsyni og félögum í Seinni bylgjunni í gærkvöld. Í úrvalsliði nóvembermánaðar úr Olís deild karla voru í markinu Ágúst Elí Björgvinsson úr FH, vinstri hornamaður var Haukamaðurinn Hákon Daði Styrmisson og liðsfélagi hans Atli Már Báruson var úti í vinstri skyttu, Selfyssingurinn Haukur Þrastarson stjórnaði spilinu, Einar Rafn Eiðsson úr FH var hægri skytta, Mosfellingurinn Árni Bragi Eyjólfsson í hægra horninu og inni á línunni var Eyjamaðurinn Kári Kristján Kristjánsson. Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, stýrir þessu stjörnu prýdda liði, en Grótta fór loksins að vinna leiki í mánuðinum og enduðu hann á því að vinna Val á útivelli.Úr Olís deild kvenna var úrvalsliðið þannig skipað að Elín Jóna Þorsteinsdóttir úr Haukum stóð vaktina í markinu, Selfyssingurinn Perla Ruth Albertsdóttir á línunni, Ragnheiður Júlíusdóttir úr Fram var í vinstri skyttu, Ester Óskarsdóttir úr ÍBV í leikstjórnendastöðunni á miðjunni, Valskonan Díana Dögg Magnúsdóttir úti hægra meginn, Stefanía Theodórsdóttir úr Stjörnunni var í vinstra horninu og í hinu horninu Þórey Rósa Stefánsdóttir úr Fram. Þjálfari liðsins var Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals, en Valur hefur enn ekki tapað leik á tímabilinu.Lesendur Vísis fengu að ráða því hverjir fengu nafnbótina leikmaður mánaðarins. Tilnefndir voru að þessu sinni Haukur Þrastarsson, Einar Rafn Eiðsson, Árni Bragi Eyjólfsson og Gísli Þorgeir Kristjánsson. Selfyssingurinn Haukur fékk yfirburða kosningu, 44 prósent atkvæða, og var því útnefndur leikmaður mánaðarins. Árni Bragi kom honum næst með 26 prósent og FH-ingarnir skiptu með sér restinni af atkvæðunum.Það var einnig í höndum lesenda Vísis að ákveða hver var best í Olís deild kvenna. Þar voru Díana Dögg Magnúsdóttir, Ragnheiður Júlíusdóttir, Andrea Jacobsen og Ester Óskarsdóttir. Framarinn Ragnheiður var ekki með alveg jafn mikla yfirburði og Haukur, en vann samt nokkuð örugglega með þriðjung atkvæðanna. Hinar þrjár skiptu restinni af atkvæðunum bróðurlega á milli sín, Andrea með 21 prósent, Ester 22 og Díana Dögg 24 prósent atkvæða.Með í kosningunni á Vísi voru tilþrif mánaðarins. Af þeim fimm tilþrifum sem tilnefnd voru vann Leonharð Þorgeir Harðarson úr Haukum fyrir frábært mark sem hann skoraði gegn Val, þrumuskot beint upp í samskeitin.
Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira