Risinn vaknaði í Eyjum: „Vonandi er þetta byrjunin á einhverju stórkostlegu“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. desember 2017 11:00 Aron Rafn Eðvarðsson, markvörður ÍBV í Olís-deild karla í handbolta og íslenska landsliðsins, fór hamförum í 26-21 sigri Eyjamanna gegn Haukum á sunnudaginn var. Aron hefur átt mjög erfitt uppdráttar á leiktíðinni og verið langt frá sínu besta en í síðasta leik sýndi hann sparihliðarnar og minnti rækilega á sig nú þegar styttist í EM í Króatíu. Risinn rólegi varði 21 skot og var með 50 prósent hlutfallsmarkvörslu en hann var að verja 6,8 skot að meðaltali í leik með 28 prósent hlutfallsmarkvörslu að meðaltali fyrir leikinn á sunnudaginn. Hann jafnaði meðaltal sitt í vörðum skotum á fyrsta korterinu í leiknum. „Ég er ofboðslega ánægður með þetta. Þetta er bara frábært og þarna er Aron miklu líkari þeim leikmanni sem hann á að vera. Ég vona svo sannarlega að þetta sé byrjunin á einhverju stórkostlegu því þessi strákur á það skilið að vera frábær. Ég vona bara að þetta verði ísbrjótur fyrir hann. Nú getur hann vonandi andað aðeins léttar,“ sagði Sebastian Alexandersson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður og sérfræðingur Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport HD, í þættinum á mánudagskvöldið. „Það er ekki bara fjöldinn af skotum heldur hvernig hann er að verja skotin. Tímasetningar eru betri í dauðafærunum og hann spilaði bara eins og maður með topp sjálfstraust sem er geggjað,“ sagði Sebastian og Gunnar Berg Viktorsson, fyrrverandi landsliðsmaður sem bæði spilaði með og þjálfaði Aron, tók undir. „Það býr rosalega mikið í þessum strák. Þegar ég var að spila með honum og þjálfa hann var mikill karakter í Aroni og hann vann fullt af leikjum fyrir okkur. Svo gerist eitthvað á þessu ári, en það er 100 prósent að það býr mikið í honum. Hann er að sýan að hann eigi að vera í landsliðinu. Ég hef ekki trú á öðru en að hann haldi þessu áfram og þá erum við bara í góðum málum,“ sagði Gunnar Berg Viktorsson. Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umboðsmaður um mál Gísla Þorgeirs: Getur ekkert kvartað Í síðustu viku var greint frá því að FH fengi ekki krónu frá Kiel fyrir handboltamanninn efnilega, Gísla Þorgeir Kristjánsson. 12. desember 2017 17:15 Seinni bylgjan: Þessi voru valin best í nóvember Nóvembermánuður Olís deildanna var gerður upp hjá Tómasi Þór Þórðarsyni og félögum í Seinni bylgjunni í gærkvöld. 12. desember 2017 12:00 Formaður dómaranefndar HSÍ: Félögin þurfa að taka hlutverk sitt alvarlega Það er skortur á handboltadómurum á Íslandi en formaður dómaranefndar HSÍ, Guðjón L. Sigurðsson, segir að helst þyrfti HSÍ að vera með 78 dómara á sínum snærum. Þeir eru aftur á móti aðeins 33 og þar af hafa aðeins 14 réttindi til þess að dæma í efstu deildunum. 12. desember 2017 20:15 Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Fleiri fréttir Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Sjá meira
Aron Rafn Eðvarðsson, markvörður ÍBV í Olís-deild karla í handbolta og íslenska landsliðsins, fór hamförum í 26-21 sigri Eyjamanna gegn Haukum á sunnudaginn var. Aron hefur átt mjög erfitt uppdráttar á leiktíðinni og verið langt frá sínu besta en í síðasta leik sýndi hann sparihliðarnar og minnti rækilega á sig nú þegar styttist í EM í Króatíu. Risinn rólegi varði 21 skot og var með 50 prósent hlutfallsmarkvörslu en hann var að verja 6,8 skot að meðaltali í leik með 28 prósent hlutfallsmarkvörslu að meðaltali fyrir leikinn á sunnudaginn. Hann jafnaði meðaltal sitt í vörðum skotum á fyrsta korterinu í leiknum. „Ég er ofboðslega ánægður með þetta. Þetta er bara frábært og þarna er Aron miklu líkari þeim leikmanni sem hann á að vera. Ég vona svo sannarlega að þetta sé byrjunin á einhverju stórkostlegu því þessi strákur á það skilið að vera frábær. Ég vona bara að þetta verði ísbrjótur fyrir hann. Nú getur hann vonandi andað aðeins léttar,“ sagði Sebastian Alexandersson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður og sérfræðingur Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport HD, í þættinum á mánudagskvöldið. „Það er ekki bara fjöldinn af skotum heldur hvernig hann er að verja skotin. Tímasetningar eru betri í dauðafærunum og hann spilaði bara eins og maður með topp sjálfstraust sem er geggjað,“ sagði Sebastian og Gunnar Berg Viktorsson, fyrrverandi landsliðsmaður sem bæði spilaði með og þjálfaði Aron, tók undir. „Það býr rosalega mikið í þessum strák. Þegar ég var að spila með honum og þjálfa hann var mikill karakter í Aroni og hann vann fullt af leikjum fyrir okkur. Svo gerist eitthvað á þessu ári, en það er 100 prósent að það býr mikið í honum. Hann er að sýan að hann eigi að vera í landsliðinu. Ég hef ekki trú á öðru en að hann haldi þessu áfram og þá erum við bara í góðum málum,“ sagði Gunnar Berg Viktorsson. Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umboðsmaður um mál Gísla Þorgeirs: Getur ekkert kvartað Í síðustu viku var greint frá því að FH fengi ekki krónu frá Kiel fyrir handboltamanninn efnilega, Gísla Þorgeir Kristjánsson. 12. desember 2017 17:15 Seinni bylgjan: Þessi voru valin best í nóvember Nóvembermánuður Olís deildanna var gerður upp hjá Tómasi Þór Þórðarsyni og félögum í Seinni bylgjunni í gærkvöld. 12. desember 2017 12:00 Formaður dómaranefndar HSÍ: Félögin þurfa að taka hlutverk sitt alvarlega Það er skortur á handboltadómurum á Íslandi en formaður dómaranefndar HSÍ, Guðjón L. Sigurðsson, segir að helst þyrfti HSÍ að vera með 78 dómara á sínum snærum. Þeir eru aftur á móti aðeins 33 og þar af hafa aðeins 14 réttindi til þess að dæma í efstu deildunum. 12. desember 2017 20:15 Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Fleiri fréttir Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Sjá meira
Umboðsmaður um mál Gísla Þorgeirs: Getur ekkert kvartað Í síðustu viku var greint frá því að FH fengi ekki krónu frá Kiel fyrir handboltamanninn efnilega, Gísla Þorgeir Kristjánsson. 12. desember 2017 17:15
Seinni bylgjan: Þessi voru valin best í nóvember Nóvembermánuður Olís deildanna var gerður upp hjá Tómasi Þór Þórðarsyni og félögum í Seinni bylgjunni í gærkvöld. 12. desember 2017 12:00
Formaður dómaranefndar HSÍ: Félögin þurfa að taka hlutverk sitt alvarlega Það er skortur á handboltadómurum á Íslandi en formaður dómaranefndar HSÍ, Guðjón L. Sigurðsson, segir að helst þyrfti HSÍ að vera með 78 dómara á sínum snærum. Þeir eru aftur á móti aðeins 33 og þar af hafa aðeins 14 réttindi til þess að dæma í efstu deildunum. 12. desember 2017 20:15