Juku eigin skyldur en lækkuðu leiguverðið Sveinn Arnarsson skrifar 14. desember 2017 07:00 Heilbrigðisstofnunin hefur talsverðar tekjur af hverri framkvæmdri aðgerð fyrirtækisins Gravitas. vísir/pjetur Stuttu eftir að leigusamningur var undirritaður milli Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS) og einkafyrirtækisins Gravitas um leigu á skurðstofu til að framkvæma magabands- og magaermaraðgerðir var samningnum breytt, skyldur HSS auknar í samningnum en leigan um leið lækkuð. Halldór Jónsson, forstjóri HSS, segir þetta eiga sér eðlilegar skýringar. Einkafyrirtækið Gravitas framkvæmir magabands- og magaermaraðgerðir á einstaklingum í yfirvigt. Voru gerðar um 330 aðgerðir á síðasta ári og er fjöldinn í ár svipaður að sögn Halldórs. Í upphaflegum samningi greiddi fyrirtækið 100 þúsund krónur á aðgerð en fimm mánuðum seinna hafði leigan lækkað í 80 þúsund á hverja aðgerð. „Það er alveg ljóst að HSS er ekki að greiða með þessari starfsemi,“ segir Halldór. „Þegar við skoðum málið heildrænt erum við að nýta þá aðstöðu sem fyrir er, fá fyrir það greitt sem stendur fyllilega undir því sem við setjum í samninginn. Einnig verður til fjármagn sem við getum nýtt í annan rekstur. Því er það ábati fyrir okkur hjá HSS. Vonir standa til að þessi starfsemi eflist og eru viðræður í gangi við fleiri einkaaðila um að nýta aðstöðuna.“ Í maí árið 2015 er gerður samningur við fyrirtækið þar sem skyldur HSS eru listaðar. Auk aðgangs að húsnæði er hjúkrunarfræðingur HSS í vinnu á aðgerðadag sem sinnir móttöku og útskrift allan daginn og annar starfsmaður sinnir sótthreinsun. Auk þess skal HSS annast þrif á skurðstofugangi en ekki á skurðstofu. Greiddi Gravitas 100 þúsund krónur til HSS fyrir hverja aðgerð. Í október sama ár er samningurinn framlengdur. Kemur þar fram að fyrri samningur gildi en jafnframt eru skyldur HSS auknar. Annar hjúkrunarfræðingur er að störfum frá HSS í fjóra tíma á dag og á heilbrigðisstofnunin að annast aukalega þrif á skurðstofu fyrir hverja vinnulotu, útvega margnota tau á skurðstofu, fatnað á sjúklinga og annast þrif á því sem og að kaupa stærri skjá á skurðstofu samkvæmt beiðni Gravitas. Auk þess er verðið lækkað niður í 80 þúsund krónur á hverja skurðaðgerð. Einstaklingar sem ákveða að undirgangast þessar aðgerðir greiða fyrirtækinu beint. Magabandsaðgerð kostar rétt liðlega eina milljón króna. Magaermaraðgerð kostar hálfa aðra milljón króna. Ekki náðist í Auðun Sigurðsson, eiganda Gravitas, við vinnslu fréttarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Sjá meira
Stuttu eftir að leigusamningur var undirritaður milli Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS) og einkafyrirtækisins Gravitas um leigu á skurðstofu til að framkvæma magabands- og magaermaraðgerðir var samningnum breytt, skyldur HSS auknar í samningnum en leigan um leið lækkuð. Halldór Jónsson, forstjóri HSS, segir þetta eiga sér eðlilegar skýringar. Einkafyrirtækið Gravitas framkvæmir magabands- og magaermaraðgerðir á einstaklingum í yfirvigt. Voru gerðar um 330 aðgerðir á síðasta ári og er fjöldinn í ár svipaður að sögn Halldórs. Í upphaflegum samningi greiddi fyrirtækið 100 þúsund krónur á aðgerð en fimm mánuðum seinna hafði leigan lækkað í 80 þúsund á hverja aðgerð. „Það er alveg ljóst að HSS er ekki að greiða með þessari starfsemi,“ segir Halldór. „Þegar við skoðum málið heildrænt erum við að nýta þá aðstöðu sem fyrir er, fá fyrir það greitt sem stendur fyllilega undir því sem við setjum í samninginn. Einnig verður til fjármagn sem við getum nýtt í annan rekstur. Því er það ábati fyrir okkur hjá HSS. Vonir standa til að þessi starfsemi eflist og eru viðræður í gangi við fleiri einkaaðila um að nýta aðstöðuna.“ Í maí árið 2015 er gerður samningur við fyrirtækið þar sem skyldur HSS eru listaðar. Auk aðgangs að húsnæði er hjúkrunarfræðingur HSS í vinnu á aðgerðadag sem sinnir móttöku og útskrift allan daginn og annar starfsmaður sinnir sótthreinsun. Auk þess skal HSS annast þrif á skurðstofugangi en ekki á skurðstofu. Greiddi Gravitas 100 þúsund krónur til HSS fyrir hverja aðgerð. Í október sama ár er samningurinn framlengdur. Kemur þar fram að fyrri samningur gildi en jafnframt eru skyldur HSS auknar. Annar hjúkrunarfræðingur er að störfum frá HSS í fjóra tíma á dag og á heilbrigðisstofnunin að annast aukalega þrif á skurðstofu fyrir hverja vinnulotu, útvega margnota tau á skurðstofu, fatnað á sjúklinga og annast þrif á því sem og að kaupa stærri skjá á skurðstofu samkvæmt beiðni Gravitas. Auk þess er verðið lækkað niður í 80 þúsund krónur á hverja skurðaðgerð. Einstaklingar sem ákveða að undirgangast þessar aðgerðir greiða fyrirtækinu beint. Magabandsaðgerð kostar rétt liðlega eina milljón króna. Magaermaraðgerð kostar hálfa aðra milljón króna. Ekki náðist í Auðun Sigurðsson, eiganda Gravitas, við vinnslu fréttarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Sjá meira