Juku eigin skyldur en lækkuðu leiguverðið Sveinn Arnarsson skrifar 14. desember 2017 07:00 Heilbrigðisstofnunin hefur talsverðar tekjur af hverri framkvæmdri aðgerð fyrirtækisins Gravitas. vísir/pjetur Stuttu eftir að leigusamningur var undirritaður milli Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS) og einkafyrirtækisins Gravitas um leigu á skurðstofu til að framkvæma magabands- og magaermaraðgerðir var samningnum breytt, skyldur HSS auknar í samningnum en leigan um leið lækkuð. Halldór Jónsson, forstjóri HSS, segir þetta eiga sér eðlilegar skýringar. Einkafyrirtækið Gravitas framkvæmir magabands- og magaermaraðgerðir á einstaklingum í yfirvigt. Voru gerðar um 330 aðgerðir á síðasta ári og er fjöldinn í ár svipaður að sögn Halldórs. Í upphaflegum samningi greiddi fyrirtækið 100 þúsund krónur á aðgerð en fimm mánuðum seinna hafði leigan lækkað í 80 þúsund á hverja aðgerð. „Það er alveg ljóst að HSS er ekki að greiða með þessari starfsemi,“ segir Halldór. „Þegar við skoðum málið heildrænt erum við að nýta þá aðstöðu sem fyrir er, fá fyrir það greitt sem stendur fyllilega undir því sem við setjum í samninginn. Einnig verður til fjármagn sem við getum nýtt í annan rekstur. Því er það ábati fyrir okkur hjá HSS. Vonir standa til að þessi starfsemi eflist og eru viðræður í gangi við fleiri einkaaðila um að nýta aðstöðuna.“ Í maí árið 2015 er gerður samningur við fyrirtækið þar sem skyldur HSS eru listaðar. Auk aðgangs að húsnæði er hjúkrunarfræðingur HSS í vinnu á aðgerðadag sem sinnir móttöku og útskrift allan daginn og annar starfsmaður sinnir sótthreinsun. Auk þess skal HSS annast þrif á skurðstofugangi en ekki á skurðstofu. Greiddi Gravitas 100 þúsund krónur til HSS fyrir hverja aðgerð. Í október sama ár er samningurinn framlengdur. Kemur þar fram að fyrri samningur gildi en jafnframt eru skyldur HSS auknar. Annar hjúkrunarfræðingur er að störfum frá HSS í fjóra tíma á dag og á heilbrigðisstofnunin að annast aukalega þrif á skurðstofu fyrir hverja vinnulotu, útvega margnota tau á skurðstofu, fatnað á sjúklinga og annast þrif á því sem og að kaupa stærri skjá á skurðstofu samkvæmt beiðni Gravitas. Auk þess er verðið lækkað niður í 80 þúsund krónur á hverja skurðaðgerð. Einstaklingar sem ákveða að undirgangast þessar aðgerðir greiða fyrirtækinu beint. Magabandsaðgerð kostar rétt liðlega eina milljón króna. Magaermaraðgerð kostar hálfa aðra milljón króna. Ekki náðist í Auðun Sigurðsson, eiganda Gravitas, við vinnslu fréttarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Stuttu eftir að leigusamningur var undirritaður milli Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS) og einkafyrirtækisins Gravitas um leigu á skurðstofu til að framkvæma magabands- og magaermaraðgerðir var samningnum breytt, skyldur HSS auknar í samningnum en leigan um leið lækkuð. Halldór Jónsson, forstjóri HSS, segir þetta eiga sér eðlilegar skýringar. Einkafyrirtækið Gravitas framkvæmir magabands- og magaermaraðgerðir á einstaklingum í yfirvigt. Voru gerðar um 330 aðgerðir á síðasta ári og er fjöldinn í ár svipaður að sögn Halldórs. Í upphaflegum samningi greiddi fyrirtækið 100 þúsund krónur á aðgerð en fimm mánuðum seinna hafði leigan lækkað í 80 þúsund á hverja aðgerð. „Það er alveg ljóst að HSS er ekki að greiða með þessari starfsemi,“ segir Halldór. „Þegar við skoðum málið heildrænt erum við að nýta þá aðstöðu sem fyrir er, fá fyrir það greitt sem stendur fyllilega undir því sem við setjum í samninginn. Einnig verður til fjármagn sem við getum nýtt í annan rekstur. Því er það ábati fyrir okkur hjá HSS. Vonir standa til að þessi starfsemi eflist og eru viðræður í gangi við fleiri einkaaðila um að nýta aðstöðuna.“ Í maí árið 2015 er gerður samningur við fyrirtækið þar sem skyldur HSS eru listaðar. Auk aðgangs að húsnæði er hjúkrunarfræðingur HSS í vinnu á aðgerðadag sem sinnir móttöku og útskrift allan daginn og annar starfsmaður sinnir sótthreinsun. Auk þess skal HSS annast þrif á skurðstofugangi en ekki á skurðstofu. Greiddi Gravitas 100 þúsund krónur til HSS fyrir hverja aðgerð. Í október sama ár er samningurinn framlengdur. Kemur þar fram að fyrri samningur gildi en jafnframt eru skyldur HSS auknar. Annar hjúkrunarfræðingur er að störfum frá HSS í fjóra tíma á dag og á heilbrigðisstofnunin að annast aukalega þrif á skurðstofu fyrir hverja vinnulotu, útvega margnota tau á skurðstofu, fatnað á sjúklinga og annast þrif á því sem og að kaupa stærri skjá á skurðstofu samkvæmt beiðni Gravitas. Auk þess er verðið lækkað niður í 80 þúsund krónur á hverja skurðaðgerð. Einstaklingar sem ákveða að undirgangast þessar aðgerðir greiða fyrirtækinu beint. Magabandsaðgerð kostar rétt liðlega eina milljón króna. Magaermaraðgerð kostar hálfa aðra milljón króna. Ekki náðist í Auðun Sigurðsson, eiganda Gravitas, við vinnslu fréttarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira