Salma Hayek segir að Harvey Weinstein hafi hótað að drepa hana Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 13. desember 2017 21:29 Hayek vann með Weinstein að myndinni Frida. Vísir/Getty Leikkonan Salma Hayek hefur skrifað grein í New York Times þar sem hún segir frá reynslu sinni af samstarfi við kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein. Hún segir frá kynferðislegri áreitni hans og hótunum um ofbeldi. Hún segist hafa neitað Weinstein árum saman. „Neitaði að opna hurðina fyrir honum á öllum stundum sólarhringsins, hótel eftir hótel, tökustað eftir tökustað, þar sem hann birtist fyrirvarlaust, meðal annars einu sinni á tökustað fyrir mynd sem hann tengdist ekki,“ skrifar Hayek. „Neitaði að fara í sturtu með honum. Neitaði að leyfa honum að horfa á mig í sturtu. Neitaði að leyfa honum að nudda mig. Neitaði að leyfa nöktum vini hans að nudda mig. Neitaði að leyfa honum að gefa mér munngælur. Neitaði að vera nakin með annarri konu.“ Hún segir að neitanir hennar hafi haft í för með sér „makkíavellíska reiði Harvey“ og að þó hann hafi oft reynt að tala fyrir um henni til að ná sínu fram hafi hann einnig haft í hótunum við hana. Einu sinni, segir hún að í bræðikasti hafi hann sagt „ég mun drepa þig, ekki halda að ég geti það ekki.“ Weinstein og Hayek ræða hér saman á verðlaunaafhendingu árið 2005.Vísir/Getty Hayek vann með Weinstein að myndinni Frida, byggðri á ævi listakonunnar Fridu Kahlo. Eftir að hún neitaði að sofa hjá honum segir hún að hann hafi hótað að reka hana úr hlutverki Fridu. Þegar hún samþykkti kröfur hans varðandi handrit myndarinnar samþykkti hann að leyfa henni að leika í myndinni. Krafðist meiri nektar En á meðan á tökum stóð hafi Harvey kvartað undan því að hún hafi ekki nýtt líkama sinn nægilega mikið. Hann hafi því sett henni afarkosti. „Hann myndi leyfa mér að klára myndina ef ég samþykkti kynlífsatriði með annarri konu. Hann krafðist algerrar nektar. Hann hafði stöðugt krafist þess að sjá meira hold, meira kynlíf.“ Hayek féllst á kröfur Harvey til að kvikmyndin yrði framleidd. „Ég mætti á tökustað daginn sem stóð til að taka upp atriðið sem ég taldi að myndi bjarga myndinni,“ segir Hayek. „Og í fyrsta og síðasta skiptið á mínum ferli fékk ég taugaáfall: líkami minn skalf óstjórnlega, ég varð andstutt og ég fór að gráta og gráta, gat ekki hætt, eins og ég væri að kasta upp tárum.“ Þakklát þeim sem hlusta Að lokum var Frida tilnefnd til sex Óskarsverðlauna, þar á meðal var Hayek tilnefnd sem besta leikkona í aðalhlutverki. Hún segir að jafnvel eftir að myndin var komin út varð hún dauðhrædd við að sjá Weinstein. „Þar til það er jafnrétti í okkar bransa, og konur og karlar eru metnir að sömu verðleikum að öllu leiti, mun samfélag okkar halda áfram að vera gróðastía fyrir ofbeldismenn,“ skrifar Hayek. „Ég er þakklát fyrir alla sem hlusta á reynslusögur okkar. Ég vona að með því að bæta minni rödd í kór þeirra sem loksins eru að rjúfa þögnina mun það varpa ljósi á hvers vegna það er svo erfitt og hvers vegna svo margar okkar hafa beðið svo lengi.“ Fjöldi kvenna hefur sakað Weinstein um kynferðisofbeldi síðustu mánuði. Weinstein neitar öllum ásökunum. MeToo Bandaríkin Hollywood Mál Harvey Weinstein Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir „Ég þekki forseta Bandaríkjanna, hvern þekkir þú?“ Harvey Weinstein montaði sig af sambandi við Obama og laug til um kynlíf við Gwyneth Paltrow til að fá sínu fram 6. desember 2017 21:00 Fólkið sem rauf þögnina manneskja ársins hjá Time Fólkið sem rauf þögnina og ræddi opinskátt um kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi eru manneskja ársins að mati tímaritsins Time. 6. desember 2017 13:12 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Fleiri fréttir „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Sjá meira
Leikkonan Salma Hayek hefur skrifað grein í New York Times þar sem hún segir frá reynslu sinni af samstarfi við kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein. Hún segir frá kynferðislegri áreitni hans og hótunum um ofbeldi. Hún segist hafa neitað Weinstein árum saman. „Neitaði að opna hurðina fyrir honum á öllum stundum sólarhringsins, hótel eftir hótel, tökustað eftir tökustað, þar sem hann birtist fyrirvarlaust, meðal annars einu sinni á tökustað fyrir mynd sem hann tengdist ekki,“ skrifar Hayek. „Neitaði að fara í sturtu með honum. Neitaði að leyfa honum að horfa á mig í sturtu. Neitaði að leyfa honum að nudda mig. Neitaði að leyfa nöktum vini hans að nudda mig. Neitaði að leyfa honum að gefa mér munngælur. Neitaði að vera nakin með annarri konu.“ Hún segir að neitanir hennar hafi haft í för með sér „makkíavellíska reiði Harvey“ og að þó hann hafi oft reynt að tala fyrir um henni til að ná sínu fram hafi hann einnig haft í hótunum við hana. Einu sinni, segir hún að í bræðikasti hafi hann sagt „ég mun drepa þig, ekki halda að ég geti það ekki.“ Weinstein og Hayek ræða hér saman á verðlaunaafhendingu árið 2005.Vísir/Getty Hayek vann með Weinstein að myndinni Frida, byggðri á ævi listakonunnar Fridu Kahlo. Eftir að hún neitaði að sofa hjá honum segir hún að hann hafi hótað að reka hana úr hlutverki Fridu. Þegar hún samþykkti kröfur hans varðandi handrit myndarinnar samþykkti hann að leyfa henni að leika í myndinni. Krafðist meiri nektar En á meðan á tökum stóð hafi Harvey kvartað undan því að hún hafi ekki nýtt líkama sinn nægilega mikið. Hann hafi því sett henni afarkosti. „Hann myndi leyfa mér að klára myndina ef ég samþykkti kynlífsatriði með annarri konu. Hann krafðist algerrar nektar. Hann hafði stöðugt krafist þess að sjá meira hold, meira kynlíf.“ Hayek féllst á kröfur Harvey til að kvikmyndin yrði framleidd. „Ég mætti á tökustað daginn sem stóð til að taka upp atriðið sem ég taldi að myndi bjarga myndinni,“ segir Hayek. „Og í fyrsta og síðasta skiptið á mínum ferli fékk ég taugaáfall: líkami minn skalf óstjórnlega, ég varð andstutt og ég fór að gráta og gráta, gat ekki hætt, eins og ég væri að kasta upp tárum.“ Þakklát þeim sem hlusta Að lokum var Frida tilnefnd til sex Óskarsverðlauna, þar á meðal var Hayek tilnefnd sem besta leikkona í aðalhlutverki. Hún segir að jafnvel eftir að myndin var komin út varð hún dauðhrædd við að sjá Weinstein. „Þar til það er jafnrétti í okkar bransa, og konur og karlar eru metnir að sömu verðleikum að öllu leiti, mun samfélag okkar halda áfram að vera gróðastía fyrir ofbeldismenn,“ skrifar Hayek. „Ég er þakklát fyrir alla sem hlusta á reynslusögur okkar. Ég vona að með því að bæta minni rödd í kór þeirra sem loksins eru að rjúfa þögnina mun það varpa ljósi á hvers vegna það er svo erfitt og hvers vegna svo margar okkar hafa beðið svo lengi.“ Fjöldi kvenna hefur sakað Weinstein um kynferðisofbeldi síðustu mánuði. Weinstein neitar öllum ásökunum.
MeToo Bandaríkin Hollywood Mál Harvey Weinstein Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir „Ég þekki forseta Bandaríkjanna, hvern þekkir þú?“ Harvey Weinstein montaði sig af sambandi við Obama og laug til um kynlíf við Gwyneth Paltrow til að fá sínu fram 6. desember 2017 21:00 Fólkið sem rauf þögnina manneskja ársins hjá Time Fólkið sem rauf þögnina og ræddi opinskátt um kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi eru manneskja ársins að mati tímaritsins Time. 6. desember 2017 13:12 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Fleiri fréttir „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Sjá meira
„Ég þekki forseta Bandaríkjanna, hvern þekkir þú?“ Harvey Weinstein montaði sig af sambandi við Obama og laug til um kynlíf við Gwyneth Paltrow til að fá sínu fram 6. desember 2017 21:00
Fólkið sem rauf þögnina manneskja ársins hjá Time Fólkið sem rauf þögnina og ræddi opinskátt um kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi eru manneskja ársins að mati tímaritsins Time. 6. desember 2017 13:12