Innlent

Ökumaður olli vatnstjóni í Hafnarfirði

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Það gekk mikið á í Hafnarfirði í gærkvöldi.
Það gekk mikið á í Hafnarfirði í gærkvöldi. VÍSIR/DANÍEL
Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni á Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði í gærkvöldi með þeim afleiðingum að hann ók á steyptan vegg.

Að sögn lögreglunnar staðnæmdist bíllinn ekki við vegginn heldur ók sem leið lá yfir nálæga akbraut og á brunahana sem brotnaði við höggið. Því næst hafi bifreiðinni verið ekið „út fyrir veg“ þar sem hún stöðvaðist við girðingu.

Talið er að um 400 þúsund lítrar af vatni hafi sprautar út brunahananum áður en tókst að loka fyrir vatnið. Mikið af vatninu fór að bílaverkstæði þar nærri og urðu töluverðar skemmdir.

Ökumaðurinn, sem að sögn lögreglu er 38 ára, er grunaður um of hraðan akstur en hann hefur aldrei öðlast ökuréttindi og hefur ítrekað verið stöðvaður við akstur bifreiðar. 

Bifreiðin var flutt af vettvangi með dráttarbifreið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×