Birgitta er í skýjunum með viðbrögðin: „Gleðisprengja í hjartað“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 14. desember 2017 08:30 Birgitta Haukdal Brynjarsdóttir gaf út fjórar barnabækur fyrir þessi jól. Gassi „Miðasalan fór í gang klukkan tólf og þrjár mínútur yfir tólf var bara allt að seljast upp,“ segir söngkonan Birgitta Haukdal í samtali við Vísi en miðasalan á afmælistónleika Írafárs gerði allt vitlaust í í fyrradag. Hljómsveitin ákvað því að bæta við aukatónleikum seinna sama kvöld þar sem margir voru enn inn á miðasölusíðunni. Birgitta segist alls ekki hafa átt von á þessum viðbrögðum við tónleikunum. „Ég trúði þessu bara ekki, ég eiginlega meðtók þetta ekki fyrr en í gær.“ Írafár heldur upp á 20 ára afmæli þann 2. júní 2018 í Hörpu en þetta er í fyrsta skipti í 12 ár sem hljómsveitin kemur saman. Uppselt er á fyrri tónleikana og miðasala á seinni gengur vel. „Það er komið vel á veg og fer hver að verða síðastur til þess að ná sér í miða. Það er alveg dásamlegt að finna fyrir þessum góðu straumum og áhuganum á tónlistinni okkar í dag.“Koma öll saman afturMargir deildu gleði sinni á samfélagsmiðlum í gær yfir því að vera komnir með miða. Hljómsveitin Írafár gaf á sínum tíma út plöturnar Allt sem ég sé, Nýtt upphaf og Írafár en fyrsta lagið þeirra kom út árið 2000. „Þetta er bara alveg geggjað gaman og þvílík gleðisprengja í hjartað að fólk njóti þess að hlusta á tónlistina mans.“ Birgitta segir að það hafi komið á óvart hvað miðasalan fór hratt af stað en þau hafi ekki einu sinni verið byrjuð að auglýsa þá. Birgitta hefur verið dugleg að koma fram síðan Írafár hætti en þó meira á bak við tjöldin og ekki sungið Írafár lögin nema örsjaldan. Hún sló meðal annars í gegn á Fiskidögum á Dalvík og á Þjóðhátíð í Eyjum í sumar. „Þessar uppákomur hafa sennilega kitlað fólkið aðeins,“ segir Birgitta og hlær. Hún er einstaklega spennt fyrir því að flytja lögin aftur en aðdáendur geta átt von á skemmtilegum tónleikum. „Það er gaman að segja frá því að Hanni trommarinn okkar sem hætti í bandinu á sínum tíma verður gestur á tónleikunum og mun að sjálfsögðu koma fram. Við erum öll ótrúlega spennt fyrir því. Það er því smá skraut ofan á kökuna að fá einn af upprunanum með okkur. Mér finnst það ótrúlega skemmtilegt.“Fara aftur í dvalaViðbrögðin við miðasölunni í gær sýna að Írafár á enn marga aðdáendur. „Ég fann það þegar ég var að taka þessi lög í sumar að ef einhver tími er til þess að gera þetta þá er það núna.“ Hljómsveitin er þó ekki byrjuð aftur og er því ekkert tónleikaferðalag framundan. „Þetta verða bara einu tónleikarnir sem við höldum. Ef það kemur til þess að við gerum eitthvað meira þá verður það í mesta lagi sem atriði á stærri uppákomu næsta sumar, þó ekkert hafi verið ákveðið í þeim efnum. Eftir sumarið leggjumst við aftur í dvala.“ Birgitta hefur mörgu að fagna þessa dagana en hún gaf út fjórar barnabækur fyrir jólin og ein þeirra, Lára og jólin, er í 12. sæti bóksölulistans samkvæmt nýjustu sölutölum og er hún fjórða mest selda barnabókin. „Alveg dásamlegt, ég get ekki haldið annað en gleðileg jól,“ segir Birgitta um þessar góðu viðtökur. Tónlist Mest lesið Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Tónlist Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Lífið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni Lífið Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Lífið „Aldraðir bræður“ leigðu sér hjólastóla með ökumönnum Ferðalög „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Lífið Minnist náins kollega og elskhuga Bíó og sjónvarp Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Lífið Trúði varla eigin augum þegar hún sá fyrir og eftir myndirnar Lífið samstarf Kyssast og kela en missa svo áhugann Lífið Fleiri fréttir Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Sjá meira
„Miðasalan fór í gang klukkan tólf og þrjár mínútur yfir tólf var bara allt að seljast upp,“ segir söngkonan Birgitta Haukdal í samtali við Vísi en miðasalan á afmælistónleika Írafárs gerði allt vitlaust í í fyrradag. Hljómsveitin ákvað því að bæta við aukatónleikum seinna sama kvöld þar sem margir voru enn inn á miðasölusíðunni. Birgitta segist alls ekki hafa átt von á þessum viðbrögðum við tónleikunum. „Ég trúði þessu bara ekki, ég eiginlega meðtók þetta ekki fyrr en í gær.“ Írafár heldur upp á 20 ára afmæli þann 2. júní 2018 í Hörpu en þetta er í fyrsta skipti í 12 ár sem hljómsveitin kemur saman. Uppselt er á fyrri tónleikana og miðasala á seinni gengur vel. „Það er komið vel á veg og fer hver að verða síðastur til þess að ná sér í miða. Það er alveg dásamlegt að finna fyrir þessum góðu straumum og áhuganum á tónlistinni okkar í dag.“Koma öll saman afturMargir deildu gleði sinni á samfélagsmiðlum í gær yfir því að vera komnir með miða. Hljómsveitin Írafár gaf á sínum tíma út plöturnar Allt sem ég sé, Nýtt upphaf og Írafár en fyrsta lagið þeirra kom út árið 2000. „Þetta er bara alveg geggjað gaman og þvílík gleðisprengja í hjartað að fólk njóti þess að hlusta á tónlistina mans.“ Birgitta segir að það hafi komið á óvart hvað miðasalan fór hratt af stað en þau hafi ekki einu sinni verið byrjuð að auglýsa þá. Birgitta hefur verið dugleg að koma fram síðan Írafár hætti en þó meira á bak við tjöldin og ekki sungið Írafár lögin nema örsjaldan. Hún sló meðal annars í gegn á Fiskidögum á Dalvík og á Þjóðhátíð í Eyjum í sumar. „Þessar uppákomur hafa sennilega kitlað fólkið aðeins,“ segir Birgitta og hlær. Hún er einstaklega spennt fyrir því að flytja lögin aftur en aðdáendur geta átt von á skemmtilegum tónleikum. „Það er gaman að segja frá því að Hanni trommarinn okkar sem hætti í bandinu á sínum tíma verður gestur á tónleikunum og mun að sjálfsögðu koma fram. Við erum öll ótrúlega spennt fyrir því. Það er því smá skraut ofan á kökuna að fá einn af upprunanum með okkur. Mér finnst það ótrúlega skemmtilegt.“Fara aftur í dvalaViðbrögðin við miðasölunni í gær sýna að Írafár á enn marga aðdáendur. „Ég fann það þegar ég var að taka þessi lög í sumar að ef einhver tími er til þess að gera þetta þá er það núna.“ Hljómsveitin er þó ekki byrjuð aftur og er því ekkert tónleikaferðalag framundan. „Þetta verða bara einu tónleikarnir sem við höldum. Ef það kemur til þess að við gerum eitthvað meira þá verður það í mesta lagi sem atriði á stærri uppákomu næsta sumar, þó ekkert hafi verið ákveðið í þeim efnum. Eftir sumarið leggjumst við aftur í dvala.“ Birgitta hefur mörgu að fagna þessa dagana en hún gaf út fjórar barnabækur fyrir jólin og ein þeirra, Lára og jólin, er í 12. sæti bóksölulistans samkvæmt nýjustu sölutölum og er hún fjórða mest selda barnabókin. „Alveg dásamlegt, ég get ekki haldið annað en gleðileg jól,“ segir Birgitta um þessar góðu viðtökur.
Tónlist Mest lesið Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Tónlist Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Lífið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni Lífið Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Lífið „Aldraðir bræður“ leigðu sér hjólastóla með ökumönnum Ferðalög „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Lífið Minnist náins kollega og elskhuga Bíó og sjónvarp Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Lífið Trúði varla eigin augum þegar hún sá fyrir og eftir myndirnar Lífið samstarf Kyssast og kela en missa svo áhugann Lífið Fleiri fréttir Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Sjá meira