Efast um skilaboðin með minni lækkun kolefnisgjalds Kjartan Kjartansson skrifar 14. desember 2017 14:45 Kolefnisgjald er lagt á jarðefnaeldsneyti eins og bensín og dísilolíu. Markmiðið er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun. Vísir/Pjetur Ríkisstjórnin stefnir á að hækka kolefnisgjald á jarðefnaeldsneyti um helming til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í fjárlagafrumvarpinu sem var kynnt í morgun. Það er helmingi minni hækkun en fyrri ríkisstjórn lagði til. Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands spyr hvaað skilaboð verið sé að senda með því. Í fjárlagafrumvarpinu sem Benedikt Jóhannesson, þáverandi fjármálaráðherra ríkisstjórnar Viðreisnar, Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar, lagði fram í september var lagt til að kolefnisgjald yrði tvöfaldað. Hagfræðingar hafa talið kolefnisgjald á jarðefnaeldsneyti eina skilvirkustu aðgerðina til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun. Yfirlýst markmið nýrrar ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er að Íslands verði kolefnishlutlaust fyrir árið 2040. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, kynnti meðal annars þá stefnu á loftslagsfundi í París í vikunni.Sjá einnig:Hækkun olíugjalda umdeild þótt verðið sé sögulega lágt Engu að síður stefnir núverandi ríkisstjórn á að hækka kolefnisgjaldið minna en fyrri ríkisstjórn. „Hvaða skilaboð eru það hækka kolefnisgjald um einungis um 50% þegar fyrrverandi ráðherra lagði til 100%?“ segir Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, við Vísi um fjárlagafrumvarpið.Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.Segir engin gögn um að landsbyggðarfólk keyri meiraSjálfur telur Árni það fyrir neðan allan hellur. Jafnframt dregur hann í efa varnagla sem bæði framsóknarmenn og vinstri græn hafa slegið við því að hækka gjöld á eldsneyti en þeir telja að það komi sérstaklega illa niður á landsbyggðarfólki sem þurfi að aka meira en fólk í þéttbýli. „Ég kannaði málið um daginn hjá Hagstofunni og Umhverfisstofnun og komst að því að engin gögn eru til sem sýna fram á að fólk á landsbyggðinni eyði meira fé í bensín eða olíu en annað fólk,“ segir Árni. Í fjárlagafrumvarpinu nú kemur þó fram að kolefnisgjaldið eigi að hækka á næstu árum „í takt við aðgerðaáætlun í loftslagsmálum“. Þá sé starfshópur að störfum sem mun setja fram tillögur um framtíðarstefnu stjórnvalda um skattlagningu ökutækja og eldsneytis. Þær eiga meðal annars að taka mið af því að dregið verði úr losun gróðurhúsalofttegunda. Alþingi Fjárlög Loftslagsmál Tengdar fréttir Hækkun olíugjalda umdeild þótt verðið sé sögulega lágt Sérfræðingar hafa mælt með kolefnisgjaldi á jarðefnaeldsneyti lengi en hugmyndir um hækkun slíkra gjalda mætir mótstöðu á Íslandi. 18. október 2017 10:30 Þetta eru málin sem ríkisstjórnin ætlar að leggja fram Alls eru 188 mál á þingmálaskrá ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar fyrir þing sem var að hefjast. 14. september 2017 12:45 Stefna á kolefnishlutlaust Ísland en draga úr hækkun kolefnisgjalds Þrátt fyrir að ný ríkisstjórn vilji ganga lengra en Parísarsamkomulagið í loftslagsmálum ætlar hún að hækka kolefnisgjald minna en fráfarandi stjórn, að minnsta kosti til að byrja með. 30. nóvember 2017 11:45 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Sjá meira
Ríkisstjórnin stefnir á að hækka kolefnisgjald á jarðefnaeldsneyti um helming til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í fjárlagafrumvarpinu sem var kynnt í morgun. Það er helmingi minni hækkun en fyrri ríkisstjórn lagði til. Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands spyr hvaað skilaboð verið sé að senda með því. Í fjárlagafrumvarpinu sem Benedikt Jóhannesson, þáverandi fjármálaráðherra ríkisstjórnar Viðreisnar, Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar, lagði fram í september var lagt til að kolefnisgjald yrði tvöfaldað. Hagfræðingar hafa talið kolefnisgjald á jarðefnaeldsneyti eina skilvirkustu aðgerðina til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun. Yfirlýst markmið nýrrar ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er að Íslands verði kolefnishlutlaust fyrir árið 2040. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, kynnti meðal annars þá stefnu á loftslagsfundi í París í vikunni.Sjá einnig:Hækkun olíugjalda umdeild þótt verðið sé sögulega lágt Engu að síður stefnir núverandi ríkisstjórn á að hækka kolefnisgjaldið minna en fyrri ríkisstjórn. „Hvaða skilaboð eru það hækka kolefnisgjald um einungis um 50% þegar fyrrverandi ráðherra lagði til 100%?“ segir Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, við Vísi um fjárlagafrumvarpið.Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.Segir engin gögn um að landsbyggðarfólk keyri meiraSjálfur telur Árni það fyrir neðan allan hellur. Jafnframt dregur hann í efa varnagla sem bæði framsóknarmenn og vinstri græn hafa slegið við því að hækka gjöld á eldsneyti en þeir telja að það komi sérstaklega illa niður á landsbyggðarfólki sem þurfi að aka meira en fólk í þéttbýli. „Ég kannaði málið um daginn hjá Hagstofunni og Umhverfisstofnun og komst að því að engin gögn eru til sem sýna fram á að fólk á landsbyggðinni eyði meira fé í bensín eða olíu en annað fólk,“ segir Árni. Í fjárlagafrumvarpinu nú kemur þó fram að kolefnisgjaldið eigi að hækka á næstu árum „í takt við aðgerðaáætlun í loftslagsmálum“. Þá sé starfshópur að störfum sem mun setja fram tillögur um framtíðarstefnu stjórnvalda um skattlagningu ökutækja og eldsneytis. Þær eiga meðal annars að taka mið af því að dregið verði úr losun gróðurhúsalofttegunda.
Alþingi Fjárlög Loftslagsmál Tengdar fréttir Hækkun olíugjalda umdeild þótt verðið sé sögulega lágt Sérfræðingar hafa mælt með kolefnisgjaldi á jarðefnaeldsneyti lengi en hugmyndir um hækkun slíkra gjalda mætir mótstöðu á Íslandi. 18. október 2017 10:30 Þetta eru málin sem ríkisstjórnin ætlar að leggja fram Alls eru 188 mál á þingmálaskrá ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar fyrir þing sem var að hefjast. 14. september 2017 12:45 Stefna á kolefnishlutlaust Ísland en draga úr hækkun kolefnisgjalds Þrátt fyrir að ný ríkisstjórn vilji ganga lengra en Parísarsamkomulagið í loftslagsmálum ætlar hún að hækka kolefnisgjald minna en fráfarandi stjórn, að minnsta kosti til að byrja með. 30. nóvember 2017 11:45 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Sjá meira
Hækkun olíugjalda umdeild þótt verðið sé sögulega lágt Sérfræðingar hafa mælt með kolefnisgjaldi á jarðefnaeldsneyti lengi en hugmyndir um hækkun slíkra gjalda mætir mótstöðu á Íslandi. 18. október 2017 10:30
Þetta eru málin sem ríkisstjórnin ætlar að leggja fram Alls eru 188 mál á þingmálaskrá ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar fyrir þing sem var að hefjast. 14. september 2017 12:45
Stefna á kolefnishlutlaust Ísland en draga úr hækkun kolefnisgjalds Þrátt fyrir að ný ríkisstjórn vilji ganga lengra en Parísarsamkomulagið í loftslagsmálum ætlar hún að hækka kolefnisgjald minna en fráfarandi stjórn, að minnsta kosti til að byrja með. 30. nóvember 2017 11:45