Efast um skilaboðin með minni lækkun kolefnisgjalds Kjartan Kjartansson skrifar 14. desember 2017 14:45 Kolefnisgjald er lagt á jarðefnaeldsneyti eins og bensín og dísilolíu. Markmiðið er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun. Vísir/Pjetur Ríkisstjórnin stefnir á að hækka kolefnisgjald á jarðefnaeldsneyti um helming til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í fjárlagafrumvarpinu sem var kynnt í morgun. Það er helmingi minni hækkun en fyrri ríkisstjórn lagði til. Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands spyr hvaað skilaboð verið sé að senda með því. Í fjárlagafrumvarpinu sem Benedikt Jóhannesson, þáverandi fjármálaráðherra ríkisstjórnar Viðreisnar, Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar, lagði fram í september var lagt til að kolefnisgjald yrði tvöfaldað. Hagfræðingar hafa talið kolefnisgjald á jarðefnaeldsneyti eina skilvirkustu aðgerðina til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun. Yfirlýst markmið nýrrar ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er að Íslands verði kolefnishlutlaust fyrir árið 2040. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, kynnti meðal annars þá stefnu á loftslagsfundi í París í vikunni.Sjá einnig:Hækkun olíugjalda umdeild þótt verðið sé sögulega lágt Engu að síður stefnir núverandi ríkisstjórn á að hækka kolefnisgjaldið minna en fyrri ríkisstjórn. „Hvaða skilaboð eru það hækka kolefnisgjald um einungis um 50% þegar fyrrverandi ráðherra lagði til 100%?“ segir Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, við Vísi um fjárlagafrumvarpið.Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.Segir engin gögn um að landsbyggðarfólk keyri meiraSjálfur telur Árni það fyrir neðan allan hellur. Jafnframt dregur hann í efa varnagla sem bæði framsóknarmenn og vinstri græn hafa slegið við því að hækka gjöld á eldsneyti en þeir telja að það komi sérstaklega illa niður á landsbyggðarfólki sem þurfi að aka meira en fólk í þéttbýli. „Ég kannaði málið um daginn hjá Hagstofunni og Umhverfisstofnun og komst að því að engin gögn eru til sem sýna fram á að fólk á landsbyggðinni eyði meira fé í bensín eða olíu en annað fólk,“ segir Árni. Í fjárlagafrumvarpinu nú kemur þó fram að kolefnisgjaldið eigi að hækka á næstu árum „í takt við aðgerðaáætlun í loftslagsmálum“. Þá sé starfshópur að störfum sem mun setja fram tillögur um framtíðarstefnu stjórnvalda um skattlagningu ökutækja og eldsneytis. Þær eiga meðal annars að taka mið af því að dregið verði úr losun gróðurhúsalofttegunda. Alþingi Fjárlög Loftslagsmál Tengdar fréttir Hækkun olíugjalda umdeild þótt verðið sé sögulega lágt Sérfræðingar hafa mælt með kolefnisgjaldi á jarðefnaeldsneyti lengi en hugmyndir um hækkun slíkra gjalda mætir mótstöðu á Íslandi. 18. október 2017 10:30 Þetta eru málin sem ríkisstjórnin ætlar að leggja fram Alls eru 188 mál á þingmálaskrá ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar fyrir þing sem var að hefjast. 14. september 2017 12:45 Stefna á kolefnishlutlaust Ísland en draga úr hækkun kolefnisgjalds Þrátt fyrir að ný ríkisstjórn vilji ganga lengra en Parísarsamkomulagið í loftslagsmálum ætlar hún að hækka kolefnisgjald minna en fráfarandi stjórn, að minnsta kosti til að byrja með. 30. nóvember 2017 11:45 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ Innlent Fleiri fréttir Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Sjá meira
Ríkisstjórnin stefnir á að hækka kolefnisgjald á jarðefnaeldsneyti um helming til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í fjárlagafrumvarpinu sem var kynnt í morgun. Það er helmingi minni hækkun en fyrri ríkisstjórn lagði til. Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands spyr hvaað skilaboð verið sé að senda með því. Í fjárlagafrumvarpinu sem Benedikt Jóhannesson, þáverandi fjármálaráðherra ríkisstjórnar Viðreisnar, Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar, lagði fram í september var lagt til að kolefnisgjald yrði tvöfaldað. Hagfræðingar hafa talið kolefnisgjald á jarðefnaeldsneyti eina skilvirkustu aðgerðina til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun. Yfirlýst markmið nýrrar ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er að Íslands verði kolefnishlutlaust fyrir árið 2040. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, kynnti meðal annars þá stefnu á loftslagsfundi í París í vikunni.Sjá einnig:Hækkun olíugjalda umdeild þótt verðið sé sögulega lágt Engu að síður stefnir núverandi ríkisstjórn á að hækka kolefnisgjaldið minna en fyrri ríkisstjórn. „Hvaða skilaboð eru það hækka kolefnisgjald um einungis um 50% þegar fyrrverandi ráðherra lagði til 100%?“ segir Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, við Vísi um fjárlagafrumvarpið.Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.Segir engin gögn um að landsbyggðarfólk keyri meiraSjálfur telur Árni það fyrir neðan allan hellur. Jafnframt dregur hann í efa varnagla sem bæði framsóknarmenn og vinstri græn hafa slegið við því að hækka gjöld á eldsneyti en þeir telja að það komi sérstaklega illa niður á landsbyggðarfólki sem þurfi að aka meira en fólk í þéttbýli. „Ég kannaði málið um daginn hjá Hagstofunni og Umhverfisstofnun og komst að því að engin gögn eru til sem sýna fram á að fólk á landsbyggðinni eyði meira fé í bensín eða olíu en annað fólk,“ segir Árni. Í fjárlagafrumvarpinu nú kemur þó fram að kolefnisgjaldið eigi að hækka á næstu árum „í takt við aðgerðaáætlun í loftslagsmálum“. Þá sé starfshópur að störfum sem mun setja fram tillögur um framtíðarstefnu stjórnvalda um skattlagningu ökutækja og eldsneytis. Þær eiga meðal annars að taka mið af því að dregið verði úr losun gróðurhúsalofttegunda.
Alþingi Fjárlög Loftslagsmál Tengdar fréttir Hækkun olíugjalda umdeild þótt verðið sé sögulega lágt Sérfræðingar hafa mælt með kolefnisgjaldi á jarðefnaeldsneyti lengi en hugmyndir um hækkun slíkra gjalda mætir mótstöðu á Íslandi. 18. október 2017 10:30 Þetta eru málin sem ríkisstjórnin ætlar að leggja fram Alls eru 188 mál á þingmálaskrá ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar fyrir þing sem var að hefjast. 14. september 2017 12:45 Stefna á kolefnishlutlaust Ísland en draga úr hækkun kolefnisgjalds Þrátt fyrir að ný ríkisstjórn vilji ganga lengra en Parísarsamkomulagið í loftslagsmálum ætlar hún að hækka kolefnisgjald minna en fráfarandi stjórn, að minnsta kosti til að byrja með. 30. nóvember 2017 11:45 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ Innlent Fleiri fréttir Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Sjá meira
Hækkun olíugjalda umdeild þótt verðið sé sögulega lágt Sérfræðingar hafa mælt með kolefnisgjaldi á jarðefnaeldsneyti lengi en hugmyndir um hækkun slíkra gjalda mætir mótstöðu á Íslandi. 18. október 2017 10:30
Þetta eru málin sem ríkisstjórnin ætlar að leggja fram Alls eru 188 mál á þingmálaskrá ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar fyrir þing sem var að hefjast. 14. september 2017 12:45
Stefna á kolefnishlutlaust Ísland en draga úr hækkun kolefnisgjalds Þrátt fyrir að ný ríkisstjórn vilji ganga lengra en Parísarsamkomulagið í loftslagsmálum ætlar hún að hækka kolefnisgjald minna en fráfarandi stjórn, að minnsta kosti til að byrja með. 30. nóvember 2017 11:45