Aldalöng þögn er rofin Garðar Örn Úlfarsson skrifar 15. desember 2017 07:00 Katrín Jakobsdóttir flutti í gærkvöld fyrstu stefnuræðu sína sem forsætisráðherra landsins. vísir/hanna „Sagt hefur verið að það sé auðvelt að dæma stjórnmálamenn út frá hugsjónum þeirra en mikilvægari dómur sé sá sem falli um þær málamiðlanir sem þeir gera,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, í fyrstu stefnuræðu sinni sem forsætisráðherra. Katrín sagði óvenjulega pólitíska tíma hafa verið hér undanfarin ár. „Stundum þarf að fórna minni hagsmunum fyrir meiri en niðurstaðan þarf hins vegar að vera samfélaginu sem heild til heilla. Markmið þessarar ríkisstjórnar er fyrst og fremst að koma til móts við ákall almennings um að sú hagsæld sem hér hefur verið á undanförnum árum skili sér í ríkari mæli til samfélagsins,“ sagði forsætisráðherra og vísaði þar fyrst og fremst til uppbyggingar heilbrigðis- og menntakerfis auk hinna efnislegu innviða. „Sáttmáli ríkisstjórnarinnar fjallar um leiðir til að ná fram félagslegum, efnahagslegum og pólitískum stöðugleika sem tryggir góð lífskjör til framtíðar fyrir venjulegt fólk,“ sagði Katrín. Sáttmálinn bæri ágætri stöðu efnahagsmála vitni. Forsætisráðherra sagði það hljóta að vera verkefni flokka á Alþingi að byggja upp traust á stjórnmálum og þinginu. „Nú er senn áratugur liðinn frá hruni, og efnahagur landsins hefur vænkast en traust almennings á stjórnmálum og stofnunum samfélagsins er enn umtalsvert minna en fyrir áratug.“ Katrín sagði að litið yrði til alþjóðlegra viðmiða við endurskoðun siðareglna og reglna um hagsmunaskráningu. „Þá er mikilvægt að við reynum að skapa samstöðu um ferli til að leiða til lykta heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar sem hefur verið eitt stærsta pólitíska þrætuepli undanfarinna ára,“ bætti ráðherrann við. „Gleymum því ekki að latneska orðið minister þýðir þjónn en ekki herra eins og innlend hefð er fyrir að láta okkur sem skipum ríkisstjórn heita.“ Þá sagði Katrín ætlunina að gera betur í loftslagsmálum en Parísarsamkomulagið geri ráð fyrir. Það er frumskylda okkar að leggja mikinn metnað í stærsta viðfangsefni mannkyns,“ sagði hún. „Loftslagsmálin krefjast samstarfs stjórnvalda, atvinnulífs og almennings. Grundvallaratriði er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá öllum geirum samfélagsins.“ Katrín vék að metoo-hreyfingunni. „Bylting kvenna á samfélagsmiðlum undanfarin misseri rýfur aldalanga þögn. Þar erum við hvergi nærri komin á endastöð. Langtímaverkefnið snýst um að breyta viðteknum skoðunum sem viðhaldið hafa lakari stöðu kvenna um aldir. Eitt kjörtímabil mun einungis vera eitt örstutt spor í þeirri vegferð. Bráðaverkefnið verður aðgerðaáætlun um úrbætur í meðferð kynferðisbrota þar sem styrktir verða innviðir réttarvörslukerfisins.“ Síðast en ekki síst snýst jafnrétti að sögn forsætisráðherra um jöfn tækifæri ólíkra stétta. „Þar verður ekki hjá því komist að endurskoða samfélagskerfið,“ sagði hún. Ríkisstjórnin hygðist taka málefni tekjulægstu hópanna föstum tökum. „Fátækt á einfaldlega ekki að vera til staðar í jafn ríku samfélagi og við eigum hér saman.“ Katrín sagði að lögð yrði áhersla á að draga úr greiðsluþátttöku sjúklinga, bæta geðheilbrigðisþjónustu og forvarnir og byggja upp hjúkrunarrými. Þá boðaði ráðherrann aukin fjárframlög til háskóla til að ná meðaltali OECD-ríkjanna árið 2020. Iðnnám, verk- og starfsnám yrði eflt og rekstur framhaldsskólanna styrktur. „Þó að fólkið í landinu hafi á undanförnum misserum notið aukins kaupmáttar, sterkara gengis og lágrar verðbólgu þá finna útflutningsfyrirtæki fyrir lakari samkeppnisstöðu vegna launakostnaðar og gengisþróunar. Mikilvægt er til lengri tíma að treysta undirstöður í ríkisfjármálum, meðal annars með stofnun Þjóðarsjóðs um arðinn af orkuauðlindum,“ boðaði forsætisráðherrann sem kvaðst hafa hitt forystumenn samtaka á vinnumarkaði eftir að hún tók við embætti. „Komandi kjarasamningar munu ráða miklu um efnahagslega þróun komandi missera og ára en þar leggja stjórnvöld áherslu á að til að tryggja megi efnahagslegan stöðugleika sé um leið mikilvægt að treysta hinar félagslegu stoðir og vinna með sem flestum að ábyrgum vinnumarkaði.“ Katrín kvaðst leggja áherslu á að unnið verði hratt að því í samstarfi við heildarsamtök örorkulífeyrisþega að endurskoða þann hluta almannatryggingakerfisins sem lúti að þeim til að tryggja mannsæmandi kjör og hvetja til samfélagsþátttöku öryrkja. Í alþjóðamálum eru blikur á lofti að mati Katrínar. „Ríkisstjórnin ætlar að gera betur í alþjóðlegri þróunarsamvinnu og móttöku flóttamanna sem hvort tveggja skiptir máli í hinu stóra samhengi,“ sagði forsætisráðherra. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu MeToo Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Sjá meira
„Sagt hefur verið að það sé auðvelt að dæma stjórnmálamenn út frá hugsjónum þeirra en mikilvægari dómur sé sá sem falli um þær málamiðlanir sem þeir gera,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, í fyrstu stefnuræðu sinni sem forsætisráðherra. Katrín sagði óvenjulega pólitíska tíma hafa verið hér undanfarin ár. „Stundum þarf að fórna minni hagsmunum fyrir meiri en niðurstaðan þarf hins vegar að vera samfélaginu sem heild til heilla. Markmið þessarar ríkisstjórnar er fyrst og fremst að koma til móts við ákall almennings um að sú hagsæld sem hér hefur verið á undanförnum árum skili sér í ríkari mæli til samfélagsins,“ sagði forsætisráðherra og vísaði þar fyrst og fremst til uppbyggingar heilbrigðis- og menntakerfis auk hinna efnislegu innviða. „Sáttmáli ríkisstjórnarinnar fjallar um leiðir til að ná fram félagslegum, efnahagslegum og pólitískum stöðugleika sem tryggir góð lífskjör til framtíðar fyrir venjulegt fólk,“ sagði Katrín. Sáttmálinn bæri ágætri stöðu efnahagsmála vitni. Forsætisráðherra sagði það hljóta að vera verkefni flokka á Alþingi að byggja upp traust á stjórnmálum og þinginu. „Nú er senn áratugur liðinn frá hruni, og efnahagur landsins hefur vænkast en traust almennings á stjórnmálum og stofnunum samfélagsins er enn umtalsvert minna en fyrir áratug.“ Katrín sagði að litið yrði til alþjóðlegra viðmiða við endurskoðun siðareglna og reglna um hagsmunaskráningu. „Þá er mikilvægt að við reynum að skapa samstöðu um ferli til að leiða til lykta heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar sem hefur verið eitt stærsta pólitíska þrætuepli undanfarinna ára,“ bætti ráðherrann við. „Gleymum því ekki að latneska orðið minister þýðir þjónn en ekki herra eins og innlend hefð er fyrir að láta okkur sem skipum ríkisstjórn heita.“ Þá sagði Katrín ætlunina að gera betur í loftslagsmálum en Parísarsamkomulagið geri ráð fyrir. Það er frumskylda okkar að leggja mikinn metnað í stærsta viðfangsefni mannkyns,“ sagði hún. „Loftslagsmálin krefjast samstarfs stjórnvalda, atvinnulífs og almennings. Grundvallaratriði er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá öllum geirum samfélagsins.“ Katrín vék að metoo-hreyfingunni. „Bylting kvenna á samfélagsmiðlum undanfarin misseri rýfur aldalanga þögn. Þar erum við hvergi nærri komin á endastöð. Langtímaverkefnið snýst um að breyta viðteknum skoðunum sem viðhaldið hafa lakari stöðu kvenna um aldir. Eitt kjörtímabil mun einungis vera eitt örstutt spor í þeirri vegferð. Bráðaverkefnið verður aðgerðaáætlun um úrbætur í meðferð kynferðisbrota þar sem styrktir verða innviðir réttarvörslukerfisins.“ Síðast en ekki síst snýst jafnrétti að sögn forsætisráðherra um jöfn tækifæri ólíkra stétta. „Þar verður ekki hjá því komist að endurskoða samfélagskerfið,“ sagði hún. Ríkisstjórnin hygðist taka málefni tekjulægstu hópanna föstum tökum. „Fátækt á einfaldlega ekki að vera til staðar í jafn ríku samfélagi og við eigum hér saman.“ Katrín sagði að lögð yrði áhersla á að draga úr greiðsluþátttöku sjúklinga, bæta geðheilbrigðisþjónustu og forvarnir og byggja upp hjúkrunarrými. Þá boðaði ráðherrann aukin fjárframlög til háskóla til að ná meðaltali OECD-ríkjanna árið 2020. Iðnnám, verk- og starfsnám yrði eflt og rekstur framhaldsskólanna styrktur. „Þó að fólkið í landinu hafi á undanförnum misserum notið aukins kaupmáttar, sterkara gengis og lágrar verðbólgu þá finna útflutningsfyrirtæki fyrir lakari samkeppnisstöðu vegna launakostnaðar og gengisþróunar. Mikilvægt er til lengri tíma að treysta undirstöður í ríkisfjármálum, meðal annars með stofnun Þjóðarsjóðs um arðinn af orkuauðlindum,“ boðaði forsætisráðherrann sem kvaðst hafa hitt forystumenn samtaka á vinnumarkaði eftir að hún tók við embætti. „Komandi kjarasamningar munu ráða miklu um efnahagslega þróun komandi missera og ára en þar leggja stjórnvöld áherslu á að til að tryggja megi efnahagslegan stöðugleika sé um leið mikilvægt að treysta hinar félagslegu stoðir og vinna með sem flestum að ábyrgum vinnumarkaði.“ Katrín kvaðst leggja áherslu á að unnið verði hratt að því í samstarfi við heildarsamtök örorkulífeyrisþega að endurskoða þann hluta almannatryggingakerfisins sem lúti að þeim til að tryggja mannsæmandi kjör og hvetja til samfélagsþátttöku öryrkja. Í alþjóðamálum eru blikur á lofti að mati Katrínar. „Ríkisstjórnin ætlar að gera betur í alþjóðlegri þróunarsamvinnu og móttöku flóttamanna sem hvort tveggja skiptir máli í hinu stóra samhengi,“ sagði forsætisráðherra.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu MeToo Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent