Friðarverðlaunahafar Nóbels: „Finnst Íslendingum þeir öruggari þegar þeir vita að Trump er með fingurinn á þessum takka?“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. desember 2017 11:30 Ray Acheson og Tim Wright, fulltrúar ICAN, eru nú stödd hér á landi en samtökin eru handhafi friðarverðlauna Nóbels í ár. vísir/vilhelm Það ætti ekki að vera erfitt fyrir Ísland að skrifa undir samning Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum. Ísland sé lykilland í baráttunni fyrir því að banna kjarnorkuvopn en allt sé þetta spurning um pólitíska stefnu og vilja. Þetta segja þau Ray Acheson frá Kanada og Ástralinn Tim Wright, fulltrúar ICAN, International Campaign to Abolish Nuclear Weapons, handhafa friðarverðlauna Nóbels í ár. Acheson og Wright eru nú stödd hér á landi til að vekja athygli á baráttunni fyrir því að kjarnorkuvopn verði bönnuð en þau komu hingað beint frá Osló eftir að hafa verið viðstödd afhendingu friðarverðlaunanna. ICAN voru stofnuð af almennum borgurum í Ástralíu árið 2007 og hafa þau Acheson og Wright starfað með samtökunum frá upphafi. Samtökin leggja áherslu á að varpa ljósi á þær skelfilegu afleiðingar sem kjarnorkuvopn hafa í för með sér en 468 grasrótarsamtök í yfir 100 löndum um allan heim eiga aðild að ICAN. ICAN eru í grunninn grasrótarsamtök aktívista. Það er ekki algengt að slík samtök hljóti friðarverðlaun Nóbels en í sumar urðu tímamót í baráttu samtakanna þegar 122 ríki greiddu atkvæði á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna með samningi SÞ um bann við kjarnorkuvopnum. Nú þegar hafa meira en 50 ríki skrifað undir samninginn en það getur tekið allt að tvö ár að fullgilda hann.Beatrice Fihn, stjórnandi ICAN, og Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, þegar friðarverðlaun Nóbels voru afhent um liðna helgi.vísir/epaEkkert NATO-ríki aðili að samningnum Ísland skipaði sér í sveit með öðrum NATO-ríkjum og sniðgekk samningaviðræðurnar og samninginn með öllu. Það voru mikil vonbrigði að sögn Wright og Acheson en ekkert NATO-ríki er aðili að samningnum. Afstaða NATO-ríkjanna byggir á því að bandarísk kjarnorkuvopn séu nauðsynleg til þess að tryggja heimsfrið. NATO-ríkin eru undir svokallaðri „kjarnorkuregnhlíf“ (e. Nuclear umbrella) ásamt Ástralíu, Japan og Suður-Kóreu. Wright og Ray eru sammála um að þessi hugmynd um að við séum vernduð af kjarnorkuregnhlífinni sé bæði furðuleg og hættuleg og benda á kjarnorkuvopnaeign Norður-Kóreu í því samhengi. „Þjóðirnar undir kjarnorkuregnhlífinni segja að þessi vopn séu í góðu lagi og í raun nauðsynleg. Það hvetur einfaldlega ríki eins og Norður-Kóreu til að þróa sín eigin kjarnorkuvopn því ef við höldum því fram að þau séu nauðsynleg fyrir öryggi okkar, af hverju ætti Norður-Kórea ekki að halda fram því sama um öryggi sitt?“ spyr Wright.Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er nú með fingurinn á kjarnorkutakka landsins.vísir/epaAlmenningur berjist af krafti gegn kjarnorkuvopnum Aðspurð hvers vegna þau telji að NATO-ríkin hafi ekki skrifað undir samninginn um bann við kjarnorkuvopnum segir Wright að það skorti leiðtoga innan NATO sem hafi hugrekki til að taka af skarið og segja „nei“ við kjarnorkuvopnum. Wright segir að ríkin undir kjarnorkuregnhlífinni séu í raun ekki að hugsa um öryggi þegna sinna. Það séu 15 þúsund kjarnorkuvopn til í heiminum og ICAN hafi áhyggjur af því að ef við losum okkur ekki við þau þá muni þau verða notuð aftur. Þess vegna þurfi að bregðast við. „Það þarf bara einn til þess að vísa veginn og ég er viss um að aðrir munu fylgja eftir. Við vonum að nýi forsætisráðherrann hér, Katrín Jakobsdóttir, geti verið einhver sem vísi þennan veg,“ segir Wright en bætir við að ICAN þurfi að fá almenning með sér í lið í baráttunni og það af krafti. „Annars er of auðvelt að fylgja Donald Trump, Bandaríkjaforseta, að málum og stefnu Bandaríkjanna því Barack Obama var líka hlynntur kjarnorkuvopnum. Það sem felst í því að vera undir kjarnorkuregnhlífinni er að Ísland heldur því í raun fram að öryggi þjóðarinnar byggist á því að Trump sé með fingurinn á takkanum fyrir þau 7000 kjarnorkuvopn sem Bandaríkin ráða yfir. Finnst Íslendingum þeir öruggari þegar þeir vita að Trump er með fingurinn á þessum takka eða finnst þeim öryggi sitt minna? Vilja Íslendingar taka þátt í þessari hótun um fjöldamorð sem kjarnorkuvopn eru? Ég er ekki búinn að vera hérna lengi en ég ímynda mér að það sé ekki málið,“ segir Wright.Frá fundi Ronald Reagan, forseta Bandaríkjanna, og Mikhail Gorbachev, leiðtoga Sovétríkjanna, í Höfða í Reykjavík árið 1986. Fundurinn var afar mikilvægur liður í því að binda endi á kalda stríðið.vísir/gvaÍsland gegnt mikilvægu hlutverki í að draga úr vígbúnaði ríkja með kjarnorkuvopn Acheson bendir á að sögulega hafi Ísland gegnt mikilvægu hlutverki þegar kemur að því að draga úr vígbúnaði ríkja með kjarnorkuvopn. „Til að mynda með leiðtogafundi Reagan og Gorbachev hér í Reykjavík árið 1986. Við erum að leita að ríki sem tekur þannig forystu og Ísland er nú þegar nokkuð einstakt á meðal NATO-ríkja þar sem þið leyfið hvorki flutning né geymslu kjarnorkuvopna á ykkar landsvæði. Það ætti því ekki að vera erfitt fyrir Ísland að skrifa undir samninginn um bann við kjarnorkuvopnum og uppfylla skilyrði hans,“ segir Acheson. Það eina sem Ísland þurfi að gera sé að lýsa því yfir að það hafni kjarnorkuvopnum og það muni ekki taka þátt í neins konar undirbúningi fyrir hugsanlega notkun slíkra vopna. „Ég sé ekki miklar hindranir hvað varðar formlegar breytingar hér heldur er þetta aðeins spurning um pólitíska stefnu og vilja,“ segir Acheson.Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, á fundi þeirra Acheson og Wright í Háskóla Íslands í gær. Hún fékk orðið þegar þau höfðu lokið máli sínu og hvatti meðal annars almenning til að halda baráttunni gegn kjarnorkuvopnum áfram á lofti.vísir/áeKatrín skrifaði undir þingmannaheit ICAN Þá nefna þau einnig að áður en Katrín varð forsætisráðherra skrifaði hún undir svokallað Parliamentary Pledge hjá ICAN, eða þingmannaheit. Heitið felur það í sér að þeir þingmenn sem skrifa undir það lofa því að vinna að undirritun og fullgildingu samningsins í sínu heimalandi. Þá var Katrín ein átta þingmanna sem lögðu fram þingsályktunartillögu um aðild Íslands að yfirlýsingu ICAN um bann við kjarnavopnum þingveturinn 2015 til 21016. Wright segir að mörg ríki í Evrópu séu hlynnt banni við kjarnorkuvopnum og nefnir Austurríki, Írland, Svíþjóð, Sviss og Liechtenstein sem öll voru virk í samningaviðræðunum við Sameinuðu þjóðirnar vegna samningsins sem samþykktur var á allsherjarþinginu í sumar. „Mikill meirihluta þjóða í heiminum styður bann við kjarnorkuvopnum en Ísland er enn í hópi fárra þjóða sem trúa því að þetta séu góð og gild vopn. Það er þó bara tímaspursmál hvenær það breytist. Ég held að Ísland muni skrifa undir samninginn því það er hið rétta og ábyrga að gera. Við þurfum að endurhugsa þessar gömlu stefnur sem ekkert vit er í,“ segir Wright. Hann segir að ICAN sjái Ísland sem lykilland í baráttunni fyrir því að banna kjarnorkuvopn í heiminum. Því hafi samtökin lagt mikla áherslu á að fulltrúar þeirra kæmu hingað beint frá Osló eftir að hafa fengið friðarverðlaunin afhent.Mette-Marit, krónprinsessa Noregs, ásamt Setsuko Thurlow sem lifði af kjarnorkuárásina á Hiroshima 1945. Hún tók við friðarverðlaununum ásamt stjórnanda ICAN.vísir/epaUpphafið að endalokunum „Markmið okkar er að Ísland undirriti samninginn og við vonumst til að geta örvað opinbera umræðu um þessi mál. Við sjáum Ísland sem lykilland í þessari baráttu. [...] Önnur lönd í NATO eru heldur ekki ánægð með stöðuna eins og hún er en almenningur þarf að þrýsta á um breytingar og við viljum hjálpa til við að skapa þann þrýsting,“ segir Wright. Takist ICAN að sannfæra ríki eins og Ísland um að gerast aðili að samningnum muni það setja þrýsting á ríki eins og Bandaríkin, Bretland og Frakkland. Ef þau fari að huga alvarlega að afvopnun muni lönd á borð við Rússland og jafnvel Kína vera tilneydd til þess að til þess að taka skref í átt að afvopnun. „Samningurinn markar þáttaskil. Þær voru sem tóku við friðarverðlaununum fyrir okkar hönd og önnur þeirra er kona sem lifði af árásina í Hiroshima. Hún hefur lýst þessu sem upphafinu að endalokunum. Við erum þess fullviss að samningurinn muni hafa mikil áhrif en við erum ekki með skýra hugmynd um hversu mörg ár það mun taka okkur að útrýma kjarnorkuvopnum alveg í heiminum,“ segir Wright. Það séu ekki aðeins þau níu lönd sem eigi kjarnorkuvopn sem séu vandamálið heldur einnig þessir tugir þjóða sem segjast vernduð af kjarnorkuvopnaeign annarra þjóða. „Ísland er núna hluti af vandamálinu en getur verið mikilvægur liður í lausninni,“ segir Wright. Donald Trump Nóbelsverðlaun Tengdar fréttir Friðarverðlaunahafar Nóbels binda miklar vonir við Katrínu Jakobsdóttur Ray Acheson og Tim Wright binda miklar vonir við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra og formanns Vinstri grænna, þegar kemur að baráttunni við að banna kjarnorkuvopn í heiminum. 14. desember 2017 09:12 Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Vonbetri eftir daginn í dag Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Fleiri fréttir Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Sjá meira
Það ætti ekki að vera erfitt fyrir Ísland að skrifa undir samning Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum. Ísland sé lykilland í baráttunni fyrir því að banna kjarnorkuvopn en allt sé þetta spurning um pólitíska stefnu og vilja. Þetta segja þau Ray Acheson frá Kanada og Ástralinn Tim Wright, fulltrúar ICAN, International Campaign to Abolish Nuclear Weapons, handhafa friðarverðlauna Nóbels í ár. Acheson og Wright eru nú stödd hér á landi til að vekja athygli á baráttunni fyrir því að kjarnorkuvopn verði bönnuð en þau komu hingað beint frá Osló eftir að hafa verið viðstödd afhendingu friðarverðlaunanna. ICAN voru stofnuð af almennum borgurum í Ástralíu árið 2007 og hafa þau Acheson og Wright starfað með samtökunum frá upphafi. Samtökin leggja áherslu á að varpa ljósi á þær skelfilegu afleiðingar sem kjarnorkuvopn hafa í för með sér en 468 grasrótarsamtök í yfir 100 löndum um allan heim eiga aðild að ICAN. ICAN eru í grunninn grasrótarsamtök aktívista. Það er ekki algengt að slík samtök hljóti friðarverðlaun Nóbels en í sumar urðu tímamót í baráttu samtakanna þegar 122 ríki greiddu atkvæði á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna með samningi SÞ um bann við kjarnorkuvopnum. Nú þegar hafa meira en 50 ríki skrifað undir samninginn en það getur tekið allt að tvö ár að fullgilda hann.Beatrice Fihn, stjórnandi ICAN, og Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, þegar friðarverðlaun Nóbels voru afhent um liðna helgi.vísir/epaEkkert NATO-ríki aðili að samningnum Ísland skipaði sér í sveit með öðrum NATO-ríkjum og sniðgekk samningaviðræðurnar og samninginn með öllu. Það voru mikil vonbrigði að sögn Wright og Acheson en ekkert NATO-ríki er aðili að samningnum. Afstaða NATO-ríkjanna byggir á því að bandarísk kjarnorkuvopn séu nauðsynleg til þess að tryggja heimsfrið. NATO-ríkin eru undir svokallaðri „kjarnorkuregnhlíf“ (e. Nuclear umbrella) ásamt Ástralíu, Japan og Suður-Kóreu. Wright og Ray eru sammála um að þessi hugmynd um að við séum vernduð af kjarnorkuregnhlífinni sé bæði furðuleg og hættuleg og benda á kjarnorkuvopnaeign Norður-Kóreu í því samhengi. „Þjóðirnar undir kjarnorkuregnhlífinni segja að þessi vopn séu í góðu lagi og í raun nauðsynleg. Það hvetur einfaldlega ríki eins og Norður-Kóreu til að þróa sín eigin kjarnorkuvopn því ef við höldum því fram að þau séu nauðsynleg fyrir öryggi okkar, af hverju ætti Norður-Kórea ekki að halda fram því sama um öryggi sitt?“ spyr Wright.Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er nú með fingurinn á kjarnorkutakka landsins.vísir/epaAlmenningur berjist af krafti gegn kjarnorkuvopnum Aðspurð hvers vegna þau telji að NATO-ríkin hafi ekki skrifað undir samninginn um bann við kjarnorkuvopnum segir Wright að það skorti leiðtoga innan NATO sem hafi hugrekki til að taka af skarið og segja „nei“ við kjarnorkuvopnum. Wright segir að ríkin undir kjarnorkuregnhlífinni séu í raun ekki að hugsa um öryggi þegna sinna. Það séu 15 þúsund kjarnorkuvopn til í heiminum og ICAN hafi áhyggjur af því að ef við losum okkur ekki við þau þá muni þau verða notuð aftur. Þess vegna þurfi að bregðast við. „Það þarf bara einn til þess að vísa veginn og ég er viss um að aðrir munu fylgja eftir. Við vonum að nýi forsætisráðherrann hér, Katrín Jakobsdóttir, geti verið einhver sem vísi þennan veg,“ segir Wright en bætir við að ICAN þurfi að fá almenning með sér í lið í baráttunni og það af krafti. „Annars er of auðvelt að fylgja Donald Trump, Bandaríkjaforseta, að málum og stefnu Bandaríkjanna því Barack Obama var líka hlynntur kjarnorkuvopnum. Það sem felst í því að vera undir kjarnorkuregnhlífinni er að Ísland heldur því í raun fram að öryggi þjóðarinnar byggist á því að Trump sé með fingurinn á takkanum fyrir þau 7000 kjarnorkuvopn sem Bandaríkin ráða yfir. Finnst Íslendingum þeir öruggari þegar þeir vita að Trump er með fingurinn á þessum takka eða finnst þeim öryggi sitt minna? Vilja Íslendingar taka þátt í þessari hótun um fjöldamorð sem kjarnorkuvopn eru? Ég er ekki búinn að vera hérna lengi en ég ímynda mér að það sé ekki málið,“ segir Wright.Frá fundi Ronald Reagan, forseta Bandaríkjanna, og Mikhail Gorbachev, leiðtoga Sovétríkjanna, í Höfða í Reykjavík árið 1986. Fundurinn var afar mikilvægur liður í því að binda endi á kalda stríðið.vísir/gvaÍsland gegnt mikilvægu hlutverki í að draga úr vígbúnaði ríkja með kjarnorkuvopn Acheson bendir á að sögulega hafi Ísland gegnt mikilvægu hlutverki þegar kemur að því að draga úr vígbúnaði ríkja með kjarnorkuvopn. „Til að mynda með leiðtogafundi Reagan og Gorbachev hér í Reykjavík árið 1986. Við erum að leita að ríki sem tekur þannig forystu og Ísland er nú þegar nokkuð einstakt á meðal NATO-ríkja þar sem þið leyfið hvorki flutning né geymslu kjarnorkuvopna á ykkar landsvæði. Það ætti því ekki að vera erfitt fyrir Ísland að skrifa undir samninginn um bann við kjarnorkuvopnum og uppfylla skilyrði hans,“ segir Acheson. Það eina sem Ísland þurfi að gera sé að lýsa því yfir að það hafni kjarnorkuvopnum og það muni ekki taka þátt í neins konar undirbúningi fyrir hugsanlega notkun slíkra vopna. „Ég sé ekki miklar hindranir hvað varðar formlegar breytingar hér heldur er þetta aðeins spurning um pólitíska stefnu og vilja,“ segir Acheson.Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, á fundi þeirra Acheson og Wright í Háskóla Íslands í gær. Hún fékk orðið þegar þau höfðu lokið máli sínu og hvatti meðal annars almenning til að halda baráttunni gegn kjarnorkuvopnum áfram á lofti.vísir/áeKatrín skrifaði undir þingmannaheit ICAN Þá nefna þau einnig að áður en Katrín varð forsætisráðherra skrifaði hún undir svokallað Parliamentary Pledge hjá ICAN, eða þingmannaheit. Heitið felur það í sér að þeir þingmenn sem skrifa undir það lofa því að vinna að undirritun og fullgildingu samningsins í sínu heimalandi. Þá var Katrín ein átta þingmanna sem lögðu fram þingsályktunartillögu um aðild Íslands að yfirlýsingu ICAN um bann við kjarnavopnum þingveturinn 2015 til 21016. Wright segir að mörg ríki í Evrópu séu hlynnt banni við kjarnorkuvopnum og nefnir Austurríki, Írland, Svíþjóð, Sviss og Liechtenstein sem öll voru virk í samningaviðræðunum við Sameinuðu þjóðirnar vegna samningsins sem samþykktur var á allsherjarþinginu í sumar. „Mikill meirihluta þjóða í heiminum styður bann við kjarnorkuvopnum en Ísland er enn í hópi fárra þjóða sem trúa því að þetta séu góð og gild vopn. Það er þó bara tímaspursmál hvenær það breytist. Ég held að Ísland muni skrifa undir samninginn því það er hið rétta og ábyrga að gera. Við þurfum að endurhugsa þessar gömlu stefnur sem ekkert vit er í,“ segir Wright. Hann segir að ICAN sjái Ísland sem lykilland í baráttunni fyrir því að banna kjarnorkuvopn í heiminum. Því hafi samtökin lagt mikla áherslu á að fulltrúar þeirra kæmu hingað beint frá Osló eftir að hafa fengið friðarverðlaunin afhent.Mette-Marit, krónprinsessa Noregs, ásamt Setsuko Thurlow sem lifði af kjarnorkuárásina á Hiroshima 1945. Hún tók við friðarverðlaununum ásamt stjórnanda ICAN.vísir/epaUpphafið að endalokunum „Markmið okkar er að Ísland undirriti samninginn og við vonumst til að geta örvað opinbera umræðu um þessi mál. Við sjáum Ísland sem lykilland í þessari baráttu. [...] Önnur lönd í NATO eru heldur ekki ánægð með stöðuna eins og hún er en almenningur þarf að þrýsta á um breytingar og við viljum hjálpa til við að skapa þann þrýsting,“ segir Wright. Takist ICAN að sannfæra ríki eins og Ísland um að gerast aðili að samningnum muni það setja þrýsting á ríki eins og Bandaríkin, Bretland og Frakkland. Ef þau fari að huga alvarlega að afvopnun muni lönd á borð við Rússland og jafnvel Kína vera tilneydd til þess að til þess að taka skref í átt að afvopnun. „Samningurinn markar þáttaskil. Þær voru sem tóku við friðarverðlaununum fyrir okkar hönd og önnur þeirra er kona sem lifði af árásina í Hiroshima. Hún hefur lýst þessu sem upphafinu að endalokunum. Við erum þess fullviss að samningurinn muni hafa mikil áhrif en við erum ekki með skýra hugmynd um hversu mörg ár það mun taka okkur að útrýma kjarnorkuvopnum alveg í heiminum,“ segir Wright. Það séu ekki aðeins þau níu lönd sem eigi kjarnorkuvopn sem séu vandamálið heldur einnig þessir tugir þjóða sem segjast vernduð af kjarnorkuvopnaeign annarra þjóða. „Ísland er núna hluti af vandamálinu en getur verið mikilvægur liður í lausninni,“ segir Wright.
Donald Trump Nóbelsverðlaun Tengdar fréttir Friðarverðlaunahafar Nóbels binda miklar vonir við Katrínu Jakobsdóttur Ray Acheson og Tim Wright binda miklar vonir við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra og formanns Vinstri grænna, þegar kemur að baráttunni við að banna kjarnorkuvopn í heiminum. 14. desember 2017 09:12 Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Vonbetri eftir daginn í dag Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Fleiri fréttir Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Sjá meira
Friðarverðlaunahafar Nóbels binda miklar vonir við Katrínu Jakobsdóttur Ray Acheson og Tim Wright binda miklar vonir við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra og formanns Vinstri grænna, þegar kemur að baráttunni við að banna kjarnorkuvopn í heiminum. 14. desember 2017 09:12