Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Víkingur 30-28 | Baráttuglaðir Víkingar náðu ekki að bjarga stigi Viktor Örn Guðmundsson skrifar 17. desember 2017 19:30 Úr leik ÍR og Hauka fyrr í vetur. vísir/ernir ÍR-ingar eru komnir með 13 stig í Olís deild karla eftir sigur þeirra á Víkingum í kvöld, 30-28. Staðan í hálfleik var 16-14 ÍR í vil og því 2 mikilvæg stig sem Bjarni Fritzon og hans menn taka með sér í fríið. Jafnt var á fyrstu tölum leiksins en eftir að Víkingar náðu 3-2 forystu tók við 5-0 sprettur frá ÍR og litu þeir aldrei um öxl eftir það, 16-14 í hálfleik. Þeir héldu áfram sama dampi í seinni hálfleik og leiddu á öllum tölum, mest fimm marka forysta 20-15 um miðjan síðari hálfleik og var það bil of stórt fyrir Víkinga sem bitu þó aðeins frá sér en að lokum var það sanngjarn sigur sem var í raun aldrei í hættu. Með sigrinum komast ÍR-ingar upp fyrir Aftureldingu í 7. sæti deildarinnar en Mosfellingar geta náð 7. sætinu á ný þegar þeir mæta Stjörnunni í kvöld.Afhverju ÍR vann leikinn ÍR byrjaði leikinn betur, þeir leiddi frá 5 mínútu leiksins og náðu fimm marka forskoti í upphafi seinni hálfleiks sem var erfitt fyrir Víkinga að vinna upp þó þeir hafi bitið vel frá sér. Lykilmenn ÍR-inga voru öflugri en lykilmenn Víkinga í leiknum þegar á reyndi og það er helst sú ástæða afhverju ÍR vann í kvöld.Hverjir stóðu upp úr? Sveinn Andri Sveinsson var öflugur í sóknarleik ÍR með 8 mörk og mikið af gegnumbrotum sem leiddu til refsingar í formi tveggja mínútna eða vítakasta, Daníel Guðmundsson var einnig sterkur fyrir þá hvítklæddu en hann skoraði mikilvæg mörk í lokin sem og að vera með 100% vítanýtingu. Hjá Víkingum var það helst Birgir Már sem var stóð upp úr en hann kláraði færin sín vel og skoraði sjö mörk í heildina.Hvað gekk illa? Þetta var heilt yfir litið ágætlega leikinn leikur hjá báðum liðum, ef ég á að taka einhvað þá gekk illa hjá báðum liðum að bæði verjast og verja bolta í fyrri hálfleik. Víkingar voru oft að taka ótímabær og erfið skot sem Grétar átti ekki í miklum erfiðleikum með.Hvað gerist næst? Núna tekur við 6 vikna pása hjá báðum liðum og því virkilega sterkt fyrir ÍR að fara með 2 stig á bakinu í það frí, þeir mæta næst Fjölni í Grafarvogi og verður það eflaust hörkuleikur. Víkingar fara næst á einn erfiðasta útivöll landsins og mæta heitum eyjapeyjum og þarf Gunnar Gunnarsson heldur betur að slípa liðið sitt saman ef illa á ekki að fara þar. Gunnar: Erum ennþá á lífi í þessari aukadeild„Við erum daprir í vörn í fyrri hálfleik og erum að hleypa þeim í of stórt forskot og í það fer mikil orka,” sagði Gunnar Gunnarsson eftir leik en hans lið fékk á sig 16 mörk í fyrri hálfleik. ÍR leiddi þegar mest var með 5 mörkum og var forskotið aldrei minna en 2 mörk þó svo að Víkingar hafi fengið góð tækifæri að minnka muninn niður í 1 mark. „Ég er stoltur af strákunum að hafa unnið sig aftur inn í þetta, við vorum bara sjálfum okkur verstir og misnotuðum færi sem gátu komið okkur í góða stöðu. Samt sem áður er ég ánægður með strákana að hafa staðið í lappirnar og klárað leikinn,” sagði Gunnar og bætti við: „Það komu inn leikmenn sem hafa ekki fengið mikinn spilatíma sem voru að skila sínu og menn komnir með meiri aga,” sagði Gunnar aðspurður út í þá jákvæðu punkta sem hans menn geta tekið út úr þessum leik. Aðspurður út í framhaldið var Gunnar nokkuð brattur. „Við erum ennþá á lífi í þessari aukadeild þarna niðri, við þurfum bara nota tímann vel um jólin, það eru 6 vikur í næsta leik og menn þurfa bara að undirbúa sig vel undir þann leik og lítum við á það þannig að við eigum góðan möguleika að bjarga okkur.” Bjarni: Menn hörkuðu þetta af sér og komu saman sem lið„Það var afar mikilvægt að klára þennan leik og enda þennan fyrri hluta mótsins á sigri,” voru fyrstu viðbrögð Bjarna Fritzonar, þjálfara ÍR, er blaðamaður ræddi við hann eftir leikinn. „Ég var rosalega ánægður með strákana, við erum búnir að vera í alskonar basli, mikið af meiðslum og margir að spila mjög tæpir en menn hörkuðu þetta af sér og komu saman sem lið og eins og við þurftum að gera.” ÍR ingar jafna Stjörnuna að stigum og eru því í 6-7 sæti deildarinnar, framar vonum miðað við meiðsli lykilmanna hjá þeim í vetur. „Mér lýst mjög vel á framhaldið, þegar ég lít til baka þá er ég sáttur við allt sem hefur gengið, við fáum 4-5 leikmenn til baka eftir jól og hlakka ég til að mæta bestu liðunum þá,” sagði Bjarni Fritzon að lokum. Olís-deild karla
ÍR-ingar eru komnir með 13 stig í Olís deild karla eftir sigur þeirra á Víkingum í kvöld, 30-28. Staðan í hálfleik var 16-14 ÍR í vil og því 2 mikilvæg stig sem Bjarni Fritzon og hans menn taka með sér í fríið. Jafnt var á fyrstu tölum leiksins en eftir að Víkingar náðu 3-2 forystu tók við 5-0 sprettur frá ÍR og litu þeir aldrei um öxl eftir það, 16-14 í hálfleik. Þeir héldu áfram sama dampi í seinni hálfleik og leiddu á öllum tölum, mest fimm marka forysta 20-15 um miðjan síðari hálfleik og var það bil of stórt fyrir Víkinga sem bitu þó aðeins frá sér en að lokum var það sanngjarn sigur sem var í raun aldrei í hættu. Með sigrinum komast ÍR-ingar upp fyrir Aftureldingu í 7. sæti deildarinnar en Mosfellingar geta náð 7. sætinu á ný þegar þeir mæta Stjörnunni í kvöld.Afhverju ÍR vann leikinn ÍR byrjaði leikinn betur, þeir leiddi frá 5 mínútu leiksins og náðu fimm marka forskoti í upphafi seinni hálfleiks sem var erfitt fyrir Víkinga að vinna upp þó þeir hafi bitið vel frá sér. Lykilmenn ÍR-inga voru öflugri en lykilmenn Víkinga í leiknum þegar á reyndi og það er helst sú ástæða afhverju ÍR vann í kvöld.Hverjir stóðu upp úr? Sveinn Andri Sveinsson var öflugur í sóknarleik ÍR með 8 mörk og mikið af gegnumbrotum sem leiddu til refsingar í formi tveggja mínútna eða vítakasta, Daníel Guðmundsson var einnig sterkur fyrir þá hvítklæddu en hann skoraði mikilvæg mörk í lokin sem og að vera með 100% vítanýtingu. Hjá Víkingum var það helst Birgir Már sem var stóð upp úr en hann kláraði færin sín vel og skoraði sjö mörk í heildina.Hvað gekk illa? Þetta var heilt yfir litið ágætlega leikinn leikur hjá báðum liðum, ef ég á að taka einhvað þá gekk illa hjá báðum liðum að bæði verjast og verja bolta í fyrri hálfleik. Víkingar voru oft að taka ótímabær og erfið skot sem Grétar átti ekki í miklum erfiðleikum með.Hvað gerist næst? Núna tekur við 6 vikna pása hjá báðum liðum og því virkilega sterkt fyrir ÍR að fara með 2 stig á bakinu í það frí, þeir mæta næst Fjölni í Grafarvogi og verður það eflaust hörkuleikur. Víkingar fara næst á einn erfiðasta útivöll landsins og mæta heitum eyjapeyjum og þarf Gunnar Gunnarsson heldur betur að slípa liðið sitt saman ef illa á ekki að fara þar. Gunnar: Erum ennþá á lífi í þessari aukadeild„Við erum daprir í vörn í fyrri hálfleik og erum að hleypa þeim í of stórt forskot og í það fer mikil orka,” sagði Gunnar Gunnarsson eftir leik en hans lið fékk á sig 16 mörk í fyrri hálfleik. ÍR leiddi þegar mest var með 5 mörkum og var forskotið aldrei minna en 2 mörk þó svo að Víkingar hafi fengið góð tækifæri að minnka muninn niður í 1 mark. „Ég er stoltur af strákunum að hafa unnið sig aftur inn í þetta, við vorum bara sjálfum okkur verstir og misnotuðum færi sem gátu komið okkur í góða stöðu. Samt sem áður er ég ánægður með strákana að hafa staðið í lappirnar og klárað leikinn,” sagði Gunnar og bætti við: „Það komu inn leikmenn sem hafa ekki fengið mikinn spilatíma sem voru að skila sínu og menn komnir með meiri aga,” sagði Gunnar aðspurður út í þá jákvæðu punkta sem hans menn geta tekið út úr þessum leik. Aðspurður út í framhaldið var Gunnar nokkuð brattur. „Við erum ennþá á lífi í þessari aukadeild þarna niðri, við þurfum bara nota tímann vel um jólin, það eru 6 vikur í næsta leik og menn þurfa bara að undirbúa sig vel undir þann leik og lítum við á það þannig að við eigum góðan möguleika að bjarga okkur.” Bjarni: Menn hörkuðu þetta af sér og komu saman sem lið„Það var afar mikilvægt að klára þennan leik og enda þennan fyrri hluta mótsins á sigri,” voru fyrstu viðbrögð Bjarna Fritzonar, þjálfara ÍR, er blaðamaður ræddi við hann eftir leikinn. „Ég var rosalega ánægður með strákana, við erum búnir að vera í alskonar basli, mikið af meiðslum og margir að spila mjög tæpir en menn hörkuðu þetta af sér og komu saman sem lið og eins og við þurftum að gera.” ÍR ingar jafna Stjörnuna að stigum og eru því í 6-7 sæti deildarinnar, framar vonum miðað við meiðsli lykilmanna hjá þeim í vetur. „Mér lýst mjög vel á framhaldið, þegar ég lít til baka þá er ég sáttur við allt sem hefur gengið, við fáum 4-5 leikmenn til baka eftir jól og hlakka ég til að mæta bestu liðunum þá,” sagði Bjarni Fritzon að lokum.