Vill frekar tjaldsvæðið en að fara í Víðines Jón Hákon Halldórsson skrifar 16. desember 2017 07:00 Svanur býr í bíl í Laugardal og þarf varanlegt húsnæði. vísir/vilhelm Starfsmenn vettvangs- og ráðagjafateymis Reykjavíkurborgar hafa undanfarna daga rætt við þá einstaklinga sem hafast við á tjaldsvæðinu í Laugardal og boðið þeim skammtímahúsnæði í Víðinesi. Forstöðumaður teymisins, Þór Gíslason, segir að af átján einstaklingum sem hafi verið talað við hafi fimm lýst áhuga á að þiggja boðið. Þór segir ekki hafa verið sett tímamörk á það hversu lengi fólkið getur dvalist í Víðinesinu. En allavega er þetta ekki hugsað sem framtíðarhúsnæði. Þetta er hugsað sem skammtímaúrræði til að hleypa fólki fram yfir tímabundinn hjalla. Ekki eru allir ánægðir með úrræðið í Víðinesi. „Meðan flóttamennirnir voru þarna þá vildu þeir ekki vera þar. Þetta er svo langt frá bænum, en þetta á að vera nógu gott handa okkur og það á að láta okkur borga fyrir þetta,“ segir Svanur Elíasson. Svanur segir úrræðið í Víðinesi ekki vera neina raunverulega lausn. „Vegna þess að ég er með hund og þetta er allt sameiginleg aðstaða þarna. Ég hef það bara fínt í mínum bíl og hef allt hérna hjá mér, tölvuna, sjónvarpið og hita. Ég þarf ekkert annað til bráðabirgða. Ég þarf varanlegt húsnæði,“ segir Svanur. Hann er búinn að vera meira og minna í Laugardalnum síðan í júlí, en var líka í Hafnarfirði og Mosfellsbæ í sumar. Þór segir það ósköp misjafnt hversu lengi fólkið er búið að vera í Laugardalnum. „Það er fólk sem er búið að vera þarna síðan í vor. En meginþorrinn frá því í september eða október eftir því sem öðrum tjaldsvæðum í nágrenni við Reykjavík var lokað,“ segir hann. Hann segir að húsið sem fólkinu er boðið í Víðinesi sé í ágætu ástandi. „Það sem fólk hefur verið að setja fyrir sig er vegalengd en fyrir þá einstaklinga sem geta séð um sinn fararmáta sjálfir þá er þetta vel gerlegt,“ segir hann. „Meiningin er að fólkið greiði leigu,“ segir Þór. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins nemur upphæðin 50 þúsund krónum en Þór segist ekki geta staðfest þá tölu. Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Tengdar fréttir Íbúum tjaldsvæðsins hrollkalt í rafmagnsleysi Rafmagn fór af tjaldsvæðinu í Laugardal um miðnætti og var ekki komið á aftur á sjöunda tímanum í morgun. 8. desember 2017 07:30 Einungis þrír íbúar á tjaldsvæðinu kváðust þiggja tilboð um leiguherbergi Flestir dvelja á tjaldsvæðinu í Laugardal vegna erfiðra aðstæðna á leigumarkaði. 9. desember 2017 09:55 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Fleiri fréttir Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Sjá meira
Starfsmenn vettvangs- og ráðagjafateymis Reykjavíkurborgar hafa undanfarna daga rætt við þá einstaklinga sem hafast við á tjaldsvæðinu í Laugardal og boðið þeim skammtímahúsnæði í Víðinesi. Forstöðumaður teymisins, Þór Gíslason, segir að af átján einstaklingum sem hafi verið talað við hafi fimm lýst áhuga á að þiggja boðið. Þór segir ekki hafa verið sett tímamörk á það hversu lengi fólkið getur dvalist í Víðinesinu. En allavega er þetta ekki hugsað sem framtíðarhúsnæði. Þetta er hugsað sem skammtímaúrræði til að hleypa fólki fram yfir tímabundinn hjalla. Ekki eru allir ánægðir með úrræðið í Víðinesi. „Meðan flóttamennirnir voru þarna þá vildu þeir ekki vera þar. Þetta er svo langt frá bænum, en þetta á að vera nógu gott handa okkur og það á að láta okkur borga fyrir þetta,“ segir Svanur Elíasson. Svanur segir úrræðið í Víðinesi ekki vera neina raunverulega lausn. „Vegna þess að ég er með hund og þetta er allt sameiginleg aðstaða þarna. Ég hef það bara fínt í mínum bíl og hef allt hérna hjá mér, tölvuna, sjónvarpið og hita. Ég þarf ekkert annað til bráðabirgða. Ég þarf varanlegt húsnæði,“ segir Svanur. Hann er búinn að vera meira og minna í Laugardalnum síðan í júlí, en var líka í Hafnarfirði og Mosfellsbæ í sumar. Þór segir það ósköp misjafnt hversu lengi fólkið er búið að vera í Laugardalnum. „Það er fólk sem er búið að vera þarna síðan í vor. En meginþorrinn frá því í september eða október eftir því sem öðrum tjaldsvæðum í nágrenni við Reykjavík var lokað,“ segir hann. Hann segir að húsið sem fólkinu er boðið í Víðinesi sé í ágætu ástandi. „Það sem fólk hefur verið að setja fyrir sig er vegalengd en fyrir þá einstaklinga sem geta séð um sinn fararmáta sjálfir þá er þetta vel gerlegt,“ segir hann. „Meiningin er að fólkið greiði leigu,“ segir Þór. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins nemur upphæðin 50 þúsund krónum en Þór segist ekki geta staðfest þá tölu.
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Tengdar fréttir Íbúum tjaldsvæðsins hrollkalt í rafmagnsleysi Rafmagn fór af tjaldsvæðinu í Laugardal um miðnætti og var ekki komið á aftur á sjöunda tímanum í morgun. 8. desember 2017 07:30 Einungis þrír íbúar á tjaldsvæðinu kváðust þiggja tilboð um leiguherbergi Flestir dvelja á tjaldsvæðinu í Laugardal vegna erfiðra aðstæðna á leigumarkaði. 9. desember 2017 09:55 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Fleiri fréttir Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Sjá meira
Íbúum tjaldsvæðsins hrollkalt í rafmagnsleysi Rafmagn fór af tjaldsvæðinu í Laugardal um miðnætti og var ekki komið á aftur á sjöunda tímanum í morgun. 8. desember 2017 07:30
Einungis þrír íbúar á tjaldsvæðinu kváðust þiggja tilboð um leiguherbergi Flestir dvelja á tjaldsvæðinu í Laugardal vegna erfiðra aðstæðna á leigumarkaði. 9. desember 2017 09:55