Vill frekar tjaldsvæðið en að fara í Víðines Jón Hákon Halldórsson skrifar 16. desember 2017 07:00 Svanur býr í bíl í Laugardal og þarf varanlegt húsnæði. vísir/vilhelm Starfsmenn vettvangs- og ráðagjafateymis Reykjavíkurborgar hafa undanfarna daga rætt við þá einstaklinga sem hafast við á tjaldsvæðinu í Laugardal og boðið þeim skammtímahúsnæði í Víðinesi. Forstöðumaður teymisins, Þór Gíslason, segir að af átján einstaklingum sem hafi verið talað við hafi fimm lýst áhuga á að þiggja boðið. Þór segir ekki hafa verið sett tímamörk á það hversu lengi fólkið getur dvalist í Víðinesinu. En allavega er þetta ekki hugsað sem framtíðarhúsnæði. Þetta er hugsað sem skammtímaúrræði til að hleypa fólki fram yfir tímabundinn hjalla. Ekki eru allir ánægðir með úrræðið í Víðinesi. „Meðan flóttamennirnir voru þarna þá vildu þeir ekki vera þar. Þetta er svo langt frá bænum, en þetta á að vera nógu gott handa okkur og það á að láta okkur borga fyrir þetta,“ segir Svanur Elíasson. Svanur segir úrræðið í Víðinesi ekki vera neina raunverulega lausn. „Vegna þess að ég er með hund og þetta er allt sameiginleg aðstaða þarna. Ég hef það bara fínt í mínum bíl og hef allt hérna hjá mér, tölvuna, sjónvarpið og hita. Ég þarf ekkert annað til bráðabirgða. Ég þarf varanlegt húsnæði,“ segir Svanur. Hann er búinn að vera meira og minna í Laugardalnum síðan í júlí, en var líka í Hafnarfirði og Mosfellsbæ í sumar. Þór segir það ósköp misjafnt hversu lengi fólkið er búið að vera í Laugardalnum. „Það er fólk sem er búið að vera þarna síðan í vor. En meginþorrinn frá því í september eða október eftir því sem öðrum tjaldsvæðum í nágrenni við Reykjavík var lokað,“ segir hann. Hann segir að húsið sem fólkinu er boðið í Víðinesi sé í ágætu ástandi. „Það sem fólk hefur verið að setja fyrir sig er vegalengd en fyrir þá einstaklinga sem geta séð um sinn fararmáta sjálfir þá er þetta vel gerlegt,“ segir hann. „Meiningin er að fólkið greiði leigu,“ segir Þór. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins nemur upphæðin 50 þúsund krónum en Þór segist ekki geta staðfest þá tölu. Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Tengdar fréttir Íbúum tjaldsvæðsins hrollkalt í rafmagnsleysi Rafmagn fór af tjaldsvæðinu í Laugardal um miðnætti og var ekki komið á aftur á sjöunda tímanum í morgun. 8. desember 2017 07:30 Einungis þrír íbúar á tjaldsvæðinu kváðust þiggja tilboð um leiguherbergi Flestir dvelja á tjaldsvæðinu í Laugardal vegna erfiðra aðstæðna á leigumarkaði. 9. desember 2017 09:55 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Starfsmenn vettvangs- og ráðagjafateymis Reykjavíkurborgar hafa undanfarna daga rætt við þá einstaklinga sem hafast við á tjaldsvæðinu í Laugardal og boðið þeim skammtímahúsnæði í Víðinesi. Forstöðumaður teymisins, Þór Gíslason, segir að af átján einstaklingum sem hafi verið talað við hafi fimm lýst áhuga á að þiggja boðið. Þór segir ekki hafa verið sett tímamörk á það hversu lengi fólkið getur dvalist í Víðinesinu. En allavega er þetta ekki hugsað sem framtíðarhúsnæði. Þetta er hugsað sem skammtímaúrræði til að hleypa fólki fram yfir tímabundinn hjalla. Ekki eru allir ánægðir með úrræðið í Víðinesi. „Meðan flóttamennirnir voru þarna þá vildu þeir ekki vera þar. Þetta er svo langt frá bænum, en þetta á að vera nógu gott handa okkur og það á að láta okkur borga fyrir þetta,“ segir Svanur Elíasson. Svanur segir úrræðið í Víðinesi ekki vera neina raunverulega lausn. „Vegna þess að ég er með hund og þetta er allt sameiginleg aðstaða þarna. Ég hef það bara fínt í mínum bíl og hef allt hérna hjá mér, tölvuna, sjónvarpið og hita. Ég þarf ekkert annað til bráðabirgða. Ég þarf varanlegt húsnæði,“ segir Svanur. Hann er búinn að vera meira og minna í Laugardalnum síðan í júlí, en var líka í Hafnarfirði og Mosfellsbæ í sumar. Þór segir það ósköp misjafnt hversu lengi fólkið er búið að vera í Laugardalnum. „Það er fólk sem er búið að vera þarna síðan í vor. En meginþorrinn frá því í september eða október eftir því sem öðrum tjaldsvæðum í nágrenni við Reykjavík var lokað,“ segir hann. Hann segir að húsið sem fólkinu er boðið í Víðinesi sé í ágætu ástandi. „Það sem fólk hefur verið að setja fyrir sig er vegalengd en fyrir þá einstaklinga sem geta séð um sinn fararmáta sjálfir þá er þetta vel gerlegt,“ segir hann. „Meiningin er að fólkið greiði leigu,“ segir Þór. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins nemur upphæðin 50 þúsund krónum en Þór segist ekki geta staðfest þá tölu.
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Tengdar fréttir Íbúum tjaldsvæðsins hrollkalt í rafmagnsleysi Rafmagn fór af tjaldsvæðinu í Laugardal um miðnætti og var ekki komið á aftur á sjöunda tímanum í morgun. 8. desember 2017 07:30 Einungis þrír íbúar á tjaldsvæðinu kváðust þiggja tilboð um leiguherbergi Flestir dvelja á tjaldsvæðinu í Laugardal vegna erfiðra aðstæðna á leigumarkaði. 9. desember 2017 09:55 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Íbúum tjaldsvæðsins hrollkalt í rafmagnsleysi Rafmagn fór af tjaldsvæðinu í Laugardal um miðnætti og var ekki komið á aftur á sjöunda tímanum í morgun. 8. desember 2017 07:30
Einungis þrír íbúar á tjaldsvæðinu kváðust þiggja tilboð um leiguherbergi Flestir dvelja á tjaldsvæðinu í Laugardal vegna erfiðra aðstæðna á leigumarkaði. 9. desember 2017 09:55