Lögreglan lokar veginum um Heiðmörk vegna hálku Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 16. desember 2017 18:22 Úr Heiðmörk. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Stefán Glerhálka er nú í heiðmörk og þurfti lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að aðstoða þar ökumenn í dag. Samkvæmt tísti frá lögreglunni er búið að sanda og ná þeim bílum burt sem voru þar fastir vegna hálkunnar. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu ætlar borgin að loka veginum um Heiðmörk vegna hálkunnar. Jólamarkaðurinn í Heiðmörk lokar eftir þessa helgi en þangað hafa margir lagt leið sína í desember og höggvið sitt eigið jólatré í Jólaskóginn í Heiðmörk. Menningardagskrá var í Heiðmörk í dag en opið var á milli klukkan 12 og 17. Rithöfundar lásu upp úr bókum sínum, barnastund var við varðeld og svo voru þar tónleikar. Samkvæmt upplýsingum frá Skógræktarfélagi Reykjavíkur varð skyndilega glerhált á svæðinu um klukkan tvö í dag. Allir starfsmenn á svæðinu fóru strax í að sanda veginn og slasaðist enginn í hálkunni þó aðstæður hafi verið erfiðar. Vegagerðin ætlar að sanda á svæðinu í nótt svo Jólamarkaðurinn og Jólaskógurinn ættu að ná að hafa opið á morgun. Nú stendur yfir Twitter-maraþon lögreglunnar, svokallað löggutíst. Lögreglan á Norðurlandi eystra, Lögreglan á Suðurnesjum og Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu nota samfélagsmiðilinn Twitter til að segja frá öllum verkefnum sem koma á borð þessara lögregluliða til klukkan 04:00 í fyrramálið. Tilgangur viðburðarins er að gefa almenningi innsýn í störf lögreglu með því að fylgjast með útköllum sem henni berast, fjölda þeirra og hversu margvísleg þau eru. Hægt er að fylgjast með löggutístinu hér á Vísi. Uppfært kl.18:57Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var að senda frá sér eftirfarandi tilkynningu: Fyrir hönd lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu tilkynnist hér með að Heiðmerkurvegur er lokaður við Suðurlandsveg og verður einnig lokaður við Maríuhella í Garðabæ vegna mikillar ísingar en þónokkur fjöldi ökumanna hefur lent þarna í vandræðum í dag. Þess má þó geta að vegurinn verður opnaður strax í fyrramálið og vegurinn þá sandaður/saltaður. Hafravatnsvegur frá Nesjavallaleið og norður úr er einnig mjög háll og fólk þar í vandræðum ( við Hafravatn) en vegurinn er þó ekki lokaður. Saltbíll frá Reykjavíkurborg er á leið þangað núna svo ökumenn komist í burtu. Lögreglumál Samgöngur Tengdar fréttir Löggutíst: Lögreglan segir frá öllum verkefnum á Twitter Í kvöld ætlar lögreglan að vera með Twitter-maraþon, eða svokallað löggutíst. 16. desember 2017 17:30 Mest lesið „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Innlent Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Sjá meira
Glerhálka er nú í heiðmörk og þurfti lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að aðstoða þar ökumenn í dag. Samkvæmt tísti frá lögreglunni er búið að sanda og ná þeim bílum burt sem voru þar fastir vegna hálkunnar. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu ætlar borgin að loka veginum um Heiðmörk vegna hálkunnar. Jólamarkaðurinn í Heiðmörk lokar eftir þessa helgi en þangað hafa margir lagt leið sína í desember og höggvið sitt eigið jólatré í Jólaskóginn í Heiðmörk. Menningardagskrá var í Heiðmörk í dag en opið var á milli klukkan 12 og 17. Rithöfundar lásu upp úr bókum sínum, barnastund var við varðeld og svo voru þar tónleikar. Samkvæmt upplýsingum frá Skógræktarfélagi Reykjavíkur varð skyndilega glerhált á svæðinu um klukkan tvö í dag. Allir starfsmenn á svæðinu fóru strax í að sanda veginn og slasaðist enginn í hálkunni þó aðstæður hafi verið erfiðar. Vegagerðin ætlar að sanda á svæðinu í nótt svo Jólamarkaðurinn og Jólaskógurinn ættu að ná að hafa opið á morgun. Nú stendur yfir Twitter-maraþon lögreglunnar, svokallað löggutíst. Lögreglan á Norðurlandi eystra, Lögreglan á Suðurnesjum og Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu nota samfélagsmiðilinn Twitter til að segja frá öllum verkefnum sem koma á borð þessara lögregluliða til klukkan 04:00 í fyrramálið. Tilgangur viðburðarins er að gefa almenningi innsýn í störf lögreglu með því að fylgjast með útköllum sem henni berast, fjölda þeirra og hversu margvísleg þau eru. Hægt er að fylgjast með löggutístinu hér á Vísi. Uppfært kl.18:57Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var að senda frá sér eftirfarandi tilkynningu: Fyrir hönd lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu tilkynnist hér með að Heiðmerkurvegur er lokaður við Suðurlandsveg og verður einnig lokaður við Maríuhella í Garðabæ vegna mikillar ísingar en þónokkur fjöldi ökumanna hefur lent þarna í vandræðum í dag. Þess má þó geta að vegurinn verður opnaður strax í fyrramálið og vegurinn þá sandaður/saltaður. Hafravatnsvegur frá Nesjavallaleið og norður úr er einnig mjög háll og fólk þar í vandræðum ( við Hafravatn) en vegurinn er þó ekki lokaður. Saltbíll frá Reykjavíkurborg er á leið þangað núna svo ökumenn komist í burtu.
Lögreglumál Samgöngur Tengdar fréttir Löggutíst: Lögreglan segir frá öllum verkefnum á Twitter Í kvöld ætlar lögreglan að vera með Twitter-maraþon, eða svokallað löggutíst. 16. desember 2017 17:30 Mest lesið „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Innlent Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Sjá meira
Löggutíst: Lögreglan segir frá öllum verkefnum á Twitter Í kvöld ætlar lögreglan að vera með Twitter-maraþon, eða svokallað löggutíst. 16. desember 2017 17:30