Með tugi þúsunda tölvupósta frá Trump-teyminu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. desember 2017 08:19 Robert Mueller hefur rannsakað meint afskipti Rússa af forsetakosningunum. Vísir/Getty Robert Mueller, sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins, er sagður hafa komist yfir tugi þúsunda tölvupósta frá teymi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í tengslum við rannsókn á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum og mögulegum tengslum við forsetaframboð Trump. Tölvupóstarnir eru frá teyminu sem sá um undirbúning embættistöku Trump eftir að hann var kjörinn forseti Bandaríkjanna í nóvember á síðasta ári.Í frétt BBC segir að talið sé að tölvupóstarnir séu frá tólf meðlinum þess teymis, þar á meðal frá Jared Kushner, tengdasyni Trump og einum helsta ráðgjafi forsetans. Lögfræðingur hópsins segir að Mueller og teymi hans hafi komist yfir tölvupóstana á ólögmætan hátt. Svo virðist sem að Mueller hafi fengið aðgang að tölvupóstunum í gegnum ríkisstofnun sem sá um skrifstofur og tölvu- og hugbúnað teymisins sem undirbjó embættistöku Trump frá nóvember fram til að hann tók við embætti. Segir lögfræðingurinn að þessi ríkisstofnun hafi ekki átt rétt á því að senda tölvupóstana til Muellers þar sem hún hafi ekki átt gögnin sem um ræðir. Þá segir lögfræðingurinn einnig að teymið hafi fyrir skömmu verið búið að flokka tölvupóstana frá til afhendingar í síðustu viku en komist þá að því að Mueller hafi haft aðgang að þeim síðan í sumar. Nú þegar hefur rannsókn Muellers leitt til þess að fjórir einstaklingar hafa verið kærðir í tengslum við rannsóknina á meintum afskiptum Rússa af kosningunum, þar á meðal Michael Flynn og Paul Manafort sem voru nánir samstarfsmenn Trump. Hefur Flynn þegar lýst sig sekan af ákærunni. Búist er við því að lögmenn forsetans muni í vikunni ræða við Mueller um hver næstu skref rannsóknarinnar verða. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Flynn játar ákæru um að hafa logið að alríkislögreglunni Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið ákærður fyrir að hafa logið að alríkislögreglunni FBI við yfirheyrslur. 1. desember 2017 14:41 Trump og starfsmenn hans gagnrýna Alríkislögregluna harðlega Forsetinn vandaði yfirmönnum FBI ekki kveðjuna í ræðu sem hann hélt í æfingarbúðum stofnunarinnar. 15. desember 2017 18:03 Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Fleiri fréttir Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Sjá meira
Robert Mueller, sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins, er sagður hafa komist yfir tugi þúsunda tölvupósta frá teymi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í tengslum við rannsókn á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum og mögulegum tengslum við forsetaframboð Trump. Tölvupóstarnir eru frá teyminu sem sá um undirbúning embættistöku Trump eftir að hann var kjörinn forseti Bandaríkjanna í nóvember á síðasta ári.Í frétt BBC segir að talið sé að tölvupóstarnir séu frá tólf meðlinum þess teymis, þar á meðal frá Jared Kushner, tengdasyni Trump og einum helsta ráðgjafi forsetans. Lögfræðingur hópsins segir að Mueller og teymi hans hafi komist yfir tölvupóstana á ólögmætan hátt. Svo virðist sem að Mueller hafi fengið aðgang að tölvupóstunum í gegnum ríkisstofnun sem sá um skrifstofur og tölvu- og hugbúnað teymisins sem undirbjó embættistöku Trump frá nóvember fram til að hann tók við embætti. Segir lögfræðingurinn að þessi ríkisstofnun hafi ekki átt rétt á því að senda tölvupóstana til Muellers þar sem hún hafi ekki átt gögnin sem um ræðir. Þá segir lögfræðingurinn einnig að teymið hafi fyrir skömmu verið búið að flokka tölvupóstana frá til afhendingar í síðustu viku en komist þá að því að Mueller hafi haft aðgang að þeim síðan í sumar. Nú þegar hefur rannsókn Muellers leitt til þess að fjórir einstaklingar hafa verið kærðir í tengslum við rannsóknina á meintum afskiptum Rússa af kosningunum, þar á meðal Michael Flynn og Paul Manafort sem voru nánir samstarfsmenn Trump. Hefur Flynn þegar lýst sig sekan af ákærunni. Búist er við því að lögmenn forsetans muni í vikunni ræða við Mueller um hver næstu skref rannsóknarinnar verða.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Flynn játar ákæru um að hafa logið að alríkislögreglunni Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið ákærður fyrir að hafa logið að alríkislögreglunni FBI við yfirheyrslur. 1. desember 2017 14:41 Trump og starfsmenn hans gagnrýna Alríkislögregluna harðlega Forsetinn vandaði yfirmönnum FBI ekki kveðjuna í ræðu sem hann hélt í æfingarbúðum stofnunarinnar. 15. desember 2017 18:03 Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Fleiri fréttir Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Sjá meira
Flynn játar ákæru um að hafa logið að alríkislögreglunni Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið ákærður fyrir að hafa logið að alríkislögreglunni FBI við yfirheyrslur. 1. desember 2017 14:41
Trump og starfsmenn hans gagnrýna Alríkislögregluna harðlega Forsetinn vandaði yfirmönnum FBI ekki kveðjuna í ræðu sem hann hélt í æfingarbúðum stofnunarinnar. 15. desember 2017 18:03