Heilbrigðiskerfið er hjartað í góðu samfélagi Svandís Svavarsdóttir skrifar 18. desember 2017 07:00 Allir landsmenn eiga að fá notið góðrar heilbrigðisþjónustu, óháð efnahag og búsetu. Samfélag þar sem heilbrigðiskerfið er öflugt er gott samfélag. Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar er lögð áhersla á eflingu hins opinbera heilbrigðiskerfis, þannig að markmiðinu um aðgang allra að fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu verði náð. Fjárframlög til heilbrigðismála verða því aukin verulega samkvæmt fjárlagafrumvarpi nýrrar ríkisstjórnar en heildarhækkun framlaga til heilbrigðismála milli fjárlaga 2017 og 2018 nemur ríflega 21 milljarði króna. Ríkisstjórnin mun ekki einkavæða frekar í heilbrigðiskerfinu heldur auka útgjöld til opinbera heilbrigðiskerfisins. Sem dæmi um málaflokka þar sem framlög eru aukin samkvæmt fjárlagafrumvarpi nýrrar ríkisstjórnar má nefna að sjúkrahúsþjónusta á landinu öllu verður styrkt verulega. Með styrkingu sjúkrahúsþjónustu verður til að mynda mögulegt að efla innviði spítalans og rekstur, fjölga starfsfólki og endurnýja tækjakost. Í fjárlagafrumvarpinu er einnig aukið við framlög til heilsugæslunnar og niðurgreiðslur tannlæknakostnaðar aldraðra og örorkulífeyrisþega eru auknar. Framlög vegna hjúkrunar- og endurhæfingarþjónustu hækka, svo mögulegt verður að fjölga hjúkrunarrýmum og efla öldrunarþjónustu. Sömuleiðis eru framlög vegna lyfja og lækningavara hækkuð. Brýn þörf stendur til að efla geðheilbrigðisþjónustu á landinu öllu. Sérstök áhersla er lögð á geðheilbrigðisþjónustu í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar og fjárlagafrumvarpið ber þess merki. Áætlað er að fjárveitingar til geðheilbrigðisþjónustu, bæði á sjúkrahúsum og heilsugæslum, hækki verulega. Í samræmi við fyrirheit ríkisstjórnarinnar um að hlúa betur að þolendum kynferðisofbeldis og berjast gegn kynferðisofbeldi er viðbótarframlag veitt til þjónustu við þolendur kynferðisbrota á Neyðarmóttöku til að koma til móts við þolendur kynferðisofbeldis á landsbyggðinni. Íslenska heilbrigðiskerfið á að standast samanburð við það sem best gerist í heiminum. Til þess að við getum boðið upp á heilbrigðiskerfi sem er samkeppnishæft í alþjóðlegu samhengi þarf að treysta hið opinbera kerfi. Það munum við gera.Höfundur er heilbrigðisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Allir landsmenn eiga að fá notið góðrar heilbrigðisþjónustu, óháð efnahag og búsetu. Samfélag þar sem heilbrigðiskerfið er öflugt er gott samfélag. Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar er lögð áhersla á eflingu hins opinbera heilbrigðiskerfis, þannig að markmiðinu um aðgang allra að fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu verði náð. Fjárframlög til heilbrigðismála verða því aukin verulega samkvæmt fjárlagafrumvarpi nýrrar ríkisstjórnar en heildarhækkun framlaga til heilbrigðismála milli fjárlaga 2017 og 2018 nemur ríflega 21 milljarði króna. Ríkisstjórnin mun ekki einkavæða frekar í heilbrigðiskerfinu heldur auka útgjöld til opinbera heilbrigðiskerfisins. Sem dæmi um málaflokka þar sem framlög eru aukin samkvæmt fjárlagafrumvarpi nýrrar ríkisstjórnar má nefna að sjúkrahúsþjónusta á landinu öllu verður styrkt verulega. Með styrkingu sjúkrahúsþjónustu verður til að mynda mögulegt að efla innviði spítalans og rekstur, fjölga starfsfólki og endurnýja tækjakost. Í fjárlagafrumvarpinu er einnig aukið við framlög til heilsugæslunnar og niðurgreiðslur tannlæknakostnaðar aldraðra og örorkulífeyrisþega eru auknar. Framlög vegna hjúkrunar- og endurhæfingarþjónustu hækka, svo mögulegt verður að fjölga hjúkrunarrýmum og efla öldrunarþjónustu. Sömuleiðis eru framlög vegna lyfja og lækningavara hækkuð. Brýn þörf stendur til að efla geðheilbrigðisþjónustu á landinu öllu. Sérstök áhersla er lögð á geðheilbrigðisþjónustu í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar og fjárlagafrumvarpið ber þess merki. Áætlað er að fjárveitingar til geðheilbrigðisþjónustu, bæði á sjúkrahúsum og heilsugæslum, hækki verulega. Í samræmi við fyrirheit ríkisstjórnarinnar um að hlúa betur að þolendum kynferðisofbeldis og berjast gegn kynferðisofbeldi er viðbótarframlag veitt til þjónustu við þolendur kynferðisbrota á Neyðarmóttöku til að koma til móts við þolendur kynferðisofbeldis á landsbyggðinni. Íslenska heilbrigðiskerfið á að standast samanburð við það sem best gerist í heiminum. Til þess að við getum boðið upp á heilbrigðiskerfi sem er samkeppnishæft í alþjóðlegu samhengi þarf að treysta hið opinbera kerfi. Það munum við gera.Höfundur er heilbrigðisráðherra.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar