Háskólinn grípur til aðgerða vegna kynferðislegrar áreitni Atli Ísleifsson skrifar 1. desember 2017 11:37 Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands. Vísir/Pjetur Háskóli Íslands hyggst grípa til aðgerða til að bregðast við fréttum af kynferðislegri áreitni og ofbeldi gegn konum í vísindum. Í yfirlýsingu segja konurnar frá eigin reynslu þeirra af áreitni, þöggun og lítilsvirðingu í störfum sínum. Í yfirlýsingunni segir Jón Atli að mikilvægt sé að háskólasamfélagið hlusti á þessar raddir og bregðist við af fullri alvöru. Ábyrgð stjórnenda sé þar mikil. „Því vil ég taka skýrt fram að stjórnendur Háskóla Íslands standa með þolendunum og taka málstað þeirra alvarlega. Kynferðisleg áreitni, kynbundin áreitni og annað ofbeldi er ekki liðið undir neinum kringumstæðum við Háskólann og getur slík hegðun leitt til áminningar og brottreksturs þeirra sem af sér brjóta,“ segir Jón Atli. Rektor segir að stjórnendur skólans munu ekki sýna þolinmæði gagnvart valdníðslu og niðurlægjandi hegðun í garð kvenna og jaðarsettra hópa. Vinna sé þegar hafin við að skoða með hvaða móti sé hægt að fyrirbyggja og taka á vandamálinu til viðbótar við þær aðgerðir og úrræði sem nú þegar eru til staðar innan skólans. Endurskoðun jafnréttisáætlunar skólans stendur nú yfir og verður tekið mið af upplifun þolenda kynferðisofbeldis og áreitni í þeirri vinnu, segir í yfirlýsingu rektors. Þessar aðgerðir verða hluti af þeirri áætlun og verður ráðist í þær á næstunni: Fulltrúar kvenna í vísindum hafa kallað eftir því að umfang og eðli vandamálsins verði rannsakað ítarlega. Háskólinn lýsir sig reiðubúinn til að koma að því verkefni. Gerð verður könnun meðal nemenda og starfsfólks um kynferðislega áreitni og ofbeldi í Háskóla Íslands þar sem skoðað verður hvort konur og jaðarsettir hópar upplifi óvirðingu í samskiptum og samstarfi innan skólans. Háskólinn mun standa fyrir reglulegri fræðslu í kennslustundum til að auka þekkingu nemenda á birtingarmyndum kynferðislegrar áreitni og ofbeldis og verða þar kynnt þau úrræði sem skólinn hefur yfir að ráða. Skoðaðar verða leiðir til að koma í veg fyrir óviðeigandi og meiðandi ummæli í kennslukönnunum. Skipulögð verða námskeið fyrir allt starfsfólk Háskóla Íslands um gagnkvæma virðingu í samskiptum og hvernig megi fyrirbyggja kynferðislega áreitni og ofbeldi innan háskólasamfélagsins. Þegar horft er til langs tíma skiptir máli hvaða veganesti næstu kynslóðir fá þegar kemur að virðingu í samskiptum kynjanna. Því mun Háskóli Íslands skoða hvernig megi tryggja að þekking á jafnréttismálum verði hluti af kennara- og leikskólakennaranámi innan skólans. Ég hef nú þegar skipað starfshóp til að kanna hvaða frekari aðgerða sé þörf og mun starfshópurinn hafa samráð við fulltrúa kvenna í vísindum, fulltrúa nemenda og fagráð Háskóla Íslands. Að lokum vil ég segja að það er mikilvægt að starfsfólk og nemendur Háskóla Íslands geti treyst því að vera örugg á vettvangi skólans, að þau séu metin að verðleikum og að þeirra rödd skipti máli. Því er mér ofarlega í huga þakklæti til þeirra kvenna sem hafa stigið fram og ég dáist að styrk þeirra. Heiðurinn er þeirra en skömmin er gerendanna,“ segir Jón Atli. MeToo Háskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Í skugga valdsins: Vísindakonur deila 106 sögum af áreitni og ofbeldi 30. nóvember 2017 21:43 Afhjúpa kynferðislega áreitni vísindamanna Konur í vísindaheiminum safna reynslusögum af kynferðislegri áreitni og ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir innan stéttarinnar. Konur greina meðal annars frá áreitni reyndra fræði- og vísindamanna sem leiðbeina þeim í framhaldsnámi. 29. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Sjá meira
Háskóli Íslands hyggst grípa til aðgerða til að bregðast við fréttum af kynferðislegri áreitni og ofbeldi gegn konum í vísindum. Í yfirlýsingu segja konurnar frá eigin reynslu þeirra af áreitni, þöggun og lítilsvirðingu í störfum sínum. Í yfirlýsingunni segir Jón Atli að mikilvægt sé að háskólasamfélagið hlusti á þessar raddir og bregðist við af fullri alvöru. Ábyrgð stjórnenda sé þar mikil. „Því vil ég taka skýrt fram að stjórnendur Háskóla Íslands standa með þolendunum og taka málstað þeirra alvarlega. Kynferðisleg áreitni, kynbundin áreitni og annað ofbeldi er ekki liðið undir neinum kringumstæðum við Háskólann og getur slík hegðun leitt til áminningar og brottreksturs þeirra sem af sér brjóta,“ segir Jón Atli. Rektor segir að stjórnendur skólans munu ekki sýna þolinmæði gagnvart valdníðslu og niðurlægjandi hegðun í garð kvenna og jaðarsettra hópa. Vinna sé þegar hafin við að skoða með hvaða móti sé hægt að fyrirbyggja og taka á vandamálinu til viðbótar við þær aðgerðir og úrræði sem nú þegar eru til staðar innan skólans. Endurskoðun jafnréttisáætlunar skólans stendur nú yfir og verður tekið mið af upplifun þolenda kynferðisofbeldis og áreitni í þeirri vinnu, segir í yfirlýsingu rektors. Þessar aðgerðir verða hluti af þeirri áætlun og verður ráðist í þær á næstunni: Fulltrúar kvenna í vísindum hafa kallað eftir því að umfang og eðli vandamálsins verði rannsakað ítarlega. Háskólinn lýsir sig reiðubúinn til að koma að því verkefni. Gerð verður könnun meðal nemenda og starfsfólks um kynferðislega áreitni og ofbeldi í Háskóla Íslands þar sem skoðað verður hvort konur og jaðarsettir hópar upplifi óvirðingu í samskiptum og samstarfi innan skólans. Háskólinn mun standa fyrir reglulegri fræðslu í kennslustundum til að auka þekkingu nemenda á birtingarmyndum kynferðislegrar áreitni og ofbeldis og verða þar kynnt þau úrræði sem skólinn hefur yfir að ráða. Skoðaðar verða leiðir til að koma í veg fyrir óviðeigandi og meiðandi ummæli í kennslukönnunum. Skipulögð verða námskeið fyrir allt starfsfólk Háskóla Íslands um gagnkvæma virðingu í samskiptum og hvernig megi fyrirbyggja kynferðislega áreitni og ofbeldi innan háskólasamfélagsins. Þegar horft er til langs tíma skiptir máli hvaða veganesti næstu kynslóðir fá þegar kemur að virðingu í samskiptum kynjanna. Því mun Háskóli Íslands skoða hvernig megi tryggja að þekking á jafnréttismálum verði hluti af kennara- og leikskólakennaranámi innan skólans. Ég hef nú þegar skipað starfshóp til að kanna hvaða frekari aðgerða sé þörf og mun starfshópurinn hafa samráð við fulltrúa kvenna í vísindum, fulltrúa nemenda og fagráð Háskóla Íslands. Að lokum vil ég segja að það er mikilvægt að starfsfólk og nemendur Háskóla Íslands geti treyst því að vera örugg á vettvangi skólans, að þau séu metin að verðleikum og að þeirra rödd skipti máli. Því er mér ofarlega í huga þakklæti til þeirra kvenna sem hafa stigið fram og ég dáist að styrk þeirra. Heiðurinn er þeirra en skömmin er gerendanna,“ segir Jón Atli.
MeToo Háskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Í skugga valdsins: Vísindakonur deila 106 sögum af áreitni og ofbeldi 30. nóvember 2017 21:43 Afhjúpa kynferðislega áreitni vísindamanna Konur í vísindaheiminum safna reynslusögum af kynferðislegri áreitni og ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir innan stéttarinnar. Konur greina meðal annars frá áreitni reyndra fræði- og vísindamanna sem leiðbeina þeim í framhaldsnámi. 29. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Sjá meira
Afhjúpa kynferðislega áreitni vísindamanna Konur í vísindaheiminum safna reynslusögum af kynferðislegri áreitni og ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir innan stéttarinnar. Konur greina meðal annars frá áreitni reyndra fræði- og vísindamanna sem leiðbeina þeim í framhaldsnámi. 29. nóvember 2017 06:00
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði